Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Blaðsíða 36
Þegar við blasti að barátta Guð-rúnar Katrínar við bráðahvít-blæði yrði tvísýn leituðu for-setahjónin á náðir færustu sérfræðinga í Bandaríkjunum. „Síð- degis 19. júní kom Ólafur Ragnar heim í íbúðarhúsið á Bessastöðum en þar var þá undarleg þögn. Hann fann konu sína uppi á lofti. Hún var þá búin að fá niðurstöðurnar. Hvítblæðið var komið á skrið á nýjan leik. Þau höfðu nánast útrýmt óttanum úr huga sér en nú helltist ískaldur veruleikinn yfir þau aftur. Klukkutíma síðar þurfti Ólafur Ragnar að vera í Bessastaða- stofu til þess að taka á móti hópi Vest- ur-Íslendinga. Þar var hann ekki með sjálfum sér og varð að yfirgefa sam- kvæmið,“ segir í Sögu af forseta. „Nokkrum dögum síðar var tekin ákvörðun um að Guðrún færi í merg- skipti, í þeim fólst eina vonin sem eftir var. Eftir því sem fólk er eldra er hins vegar minni von um að slík að- gerð takist. Guðrún Katrín var orð- in 64 ára. Á Norðurlöndum eru ekki gerð mergskipti á fólki sem komið er yfir sextugt, það er talið vonlaust. Ís- lensku læknarnir mátu það hins vegar svo að í tilfelli Guðrúnar mætti reyna. Ákveðið var að leita til Fred Hutchins- son-stofnunarinnar í Seattle á vestur- strönd Bandaríkjanna sem er talin sú langfremsta í heimi á þessu sviði.“ Góð ráð dýr Guðjón segir frá því að áður en „að- gerðin hófst urðu þau Ólafur Ragnar að kynna sér allt sem gat farið úrskeið- is og skrifa undir samning, þykkan doðrant, um að þau færu ekki í mál ef eitthvað slíkt gerðist“. Fyrirhugað var að Auður, systir Guðrúnar Katrín- ar, gæfi henni merg en veikindi Auðar settu alvarlegt strik í reikninginn. „Nú voru góð ráð dýr. Búið var að bæla ónæmiskerfi Guðrúnar Katrínar algerlega niður. Ef Auður færi í upp- skurð vegna sprungins botnlanga yrði ekki hægt að taka jafnframt úr henni merginn. Læknarnir töldu þó að í stað merggjafarinnar mætti taka blóð úr Auði og gefa Guðrúnu og gæti það leitt til svipaðs árangurs. Tinna var nú komin til Seattle en Dalla farin heim til að taka próf. Um tíma var Þóra, önnur af eldri dætr- um Guðrúnar, líka hjá þeim í Seattle. Tinna fékk sérstaka þjálfun í að gefa móður sinni daglegar sprautur en jafnframt kom hjúkrunarkona einu sinni á dag. Þó að Guðrún Katrín væri veikburða gekk allt samkvæmt áætl- un og smátt og smátt fékk hún meiri styrk þannig að hún var farin að fara á veitingahús og aðeins í bæinn. Lækn- irinn sem sá um hana ræddi við fjöl- skylduna um að hún gæti hugsanlega farið heim til Íslands eftir tvær eða þrjár vikur.“ „Ég vissi að ég færi aldrei heim“ Guðjóni segist svo frá að á meðan allt hafi verið nokkurn veginn með felldu í Seattle hafi Ólafur Ragnar farið þrisvar í stuttar ferðir til Íslands til að sinna ákveðnum verkefnum. Á tímabili virtist allt ganga vel, Guðrún Katrín var rólfær og gat meðal ann- ars farið með Ólafi Ragnari og Tinnu út að borða. Í miðju borðhaldi snögg- veiktist Guðrún Katrín og í kjölfarið greindist hún með sveppasýkingu í lungum. Sýkingin breiddist smát og smátt út þannig að ekki varð við neitt ráðið. Mótstöðuaflið var ekkert. „Við þetta var glímt í nokkrar vik- ur en læknarnir tilkynntu Ólafi Ragn- ari að nú væri aðeins tímaspursmál hvenær Guðrún Katrín dæi. Hún var að lokum spurð að því hvort hún vildi fara í öndunarvél og játti hún því. Ennfremur var hún spurð hvort hún væri samþykk því að vélin yrði síðar stöðvuð, ef talið yrði vonlaust að halda henni á lífi, og játti hún því einnig. Klukkutíminn áður en hún var sett í vélina var því sá síðasti sem þau Ólafur Ragnar og Tinna gátu átt sam- ræður við hana. Hvorugt gerði sér þó grein fyrir því. Læknarnir höfðu ekki útskýrt fyrir þeim hvað fælist í því að fara í öndunarvél. En Guðrún Katrín skynjaði það því hún tók af sér hring sem hún hafði ætlað Tinnu og lét hana fá hann. Aldrei var það samt orðað í samtölum fjölskyldunnar að Guðrún væri að deyja. En eitt af því sem hún sagði þennan síðasta klukkutíma var: „Ég vissi að ég færi aldrei heim.“ Forsetafrúin var í öndunarvélinni í þrjár vikur og var haldið sofandi allan tímann. Um skeið var eins og sveppa- sýkingin gengi til baka. Dalla kom til Seattle á þessum tíma. Þegar hún kom að rúmi móður sinnar var það í eina skiptið sem læknarnir vöktu hana þannig að hún opnaði augun. Á endanum sögðu læknarnir að það þjónaði engum tilgangi lengur að halda öndunarvélinni gangandi. Slökkt var á henni. Guðrún Katrín dó skömmu fyrir miðnætti 12. október 1998.“ Sundurtættur maður „Þó að Ólafur Ragnar bæri sig vel út á við var hann sundurtættur maður eft- ir þá erfiðu lífsreynslu sem hann hafði gengið í gegnum. Meðan á veikindum Guðrúnar stóð skiptust sífellt á vonir og vonbrigði, sveiflur milli vonar og ótta, þetta var eins og rússíbani sem erfiðar hægt upp brattann en steyp- ist svo skyndilega á ógnarhraða. Hvað eftir annað. Við það kannast flestir sem hafa lent í áþekkum aðstæðum. Það getur tekið mörg ár að jafna sig eftir slíka ferð og þannig var það með forseta Íslands.“ Guðjón segir frá því að eftir andlát Guðrúnar Katrínar hafi Ólafur Ragn- ar verið einn með dætrum sínum á Bessastöðum og einmanaleiki sótti að honum. Erfiðust voru kvöldin. „Hann leitaðist hins vegar við að aga sig þegar hann kom fram opinber- lega. Forsetaembættið er þannig að ekki dugir að forsetinn komi fram við opinberar athafnir með sorgarsvip. Þó að honum sé þungt í sinni verður hann að setja upp ákveðna grímu við skyldustörf. Veturinn eftir hafði hann lítið frumkvæði. Starfsaðferðin sem þau Ólafur og Guðrún höfðu lagt upp með í tengslum við forsetaembættið og byggðist á sameiginlegri vegferð og ákvörðunum um alla hluti var nú ekki lengur til staðar. Ólafur stóð frammi fyrir því að þurfa að hugsa hina daglegu tilveru upp á nýtt, bæði sína eigin og embættisins. Stundum var hann að því kominn að gefast upp. Um þetta segir hann: „Fyrstu mánuðina á eftir og um veturinn fór ég í gegnum embætt- isstörfin og sinnti því sem þurfti að sinna en hafði ekki mikla orku. Ég hafði ekki andlegan styrk eða kraft til að keyra mig upp né heldur þá bjart- sýni sem þarf til að fara inn á nýjar brautir, koma með nýjar hugmynd- ir og sækja fram af krafti. Til þess þarf vilja og sóknarkraft, það er ekki hægt ef maður er heltekinn af sorg og reiði. Fyrir utan söknuðinn eftir Búbbu þá var líka inni í mér reiði yfir örlögunum, ekki út í Guð almáttug- an, heldur út af þeirri ósanngirni að Guðrún skyldi ekki fá að njóta þess nema í svo stuttan tíma sem hún og við bæði höfðum unnið að sameigin- lega. Við höfðum farið saman í gegn- um kosningabaráttuna, unnið glæsi- legan sigur og hún átti stóran hlut í því hve forsetaembættið náði sterkri stöðu í okkar tíð. Þetta var allt hrifs- að út úr höndunum á henni. Ég stóð frammi fyrir því að þurfa að hugsa mig inn í embættið algerlega að nýju á þeim forsendum að ég væri einn í því. Hvernig framtíð yrði það og hvað átti ég að gera? Átti ég að horfa fram á að vera bara eitt kjörtímabil eða átti ég að reyna að takast á við embættið á nýjan leik einn? Og hvernig yrði sú vegferð? Í rauninni var það allt saman í fullkominni óvissu.“ Ólafur Ragnar segir Guðjóni í bók- inni að það hafi tekið sig mörg ár að ná fullum styrk. Kynni hans af Dorr- it Moussaieff, núverandi eiginkonu hans, komu honum þó yfir erfiðasta hjallann en með frjálslegu fasi sínu og framkomu sló hún á þá miklu sorg sem lagðist yfir Bessastaði við fráfall Guðrúnar Katrínar. föstudagur 21. nóvemer 200836 Helgarblað Þjónustuauglýsingar sími 515 5000 Byggingarvinna við mótarif og handlöngun Þarf að geta byrjað strax. Laun samkv. taxta verkalýðsfélaganna roskur@visir.is Atvinna í boði BÍLL ÓSKAST Óska eftir vel með förnum Lödu jeppa Jósep Sumarliðason - s: 618 3084 Atvinna í boði Vélstjóri óskast með VFIII réttindi á Huginn VE Umsóknir sendist á huginnhf@eyjar.is KluKKutíminn áður en hún var sett í vélina var því sá síðasti sem þau Ólafur ragnar og tinna gátu átt sam- ræður við hana. hvorugt gerði sér þÓ grein fyrir því. helteKinn af sorg o eiði Saga af forseta, bók Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings um forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar, kom út í gær. Einkalíf forsetans er fyrirferð- armikið í bókinni og Guðjón lýsir meðal annars átakanlegu dauðastríði Guðrúnar Katrín- ar Þorbergsdóttur og forset- inn segist sjálfur í bókinni nánast hafa verið lamaður af sorg og reiði þegar hann horfði á bak ástkærri eiginkonu sinni og lífsförunaut eftir harða baráttu við óvæginn sjúkdóm. DV birtir hér valda kafla úr bók Guðjóns. Guðrún Katrín Þorbergsdóttir meðal þess síðasta sem hún sagði í seattle var að hún vissi að hún færi aldrei heim. Ólafur Ragnar Grímsson forsetinn var sundurtættur maður eftir missi guðrúnar Katrínar og var mörg ár að jafna sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.