Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Blaðsíða 13
föstudagur 21. nóvember 2008 13Helgarblað „ÞEIR NÁÐU AÐ BEYGJA OKKUR ÖLL“ Það er allt öðruvísi,“ segir Sævar og máli sínu til staðfestingar segir hann að sér finnist óþægilegt að vera full- ur. Erla hefur unnið mikið með sjálfa sig og farið í gegnum sporakerfið til að vinna á sinni fíkn. „Við köllum þetta reyndar allt saman alkóhól- isma. Þetta eru bara misjafnar útgáf- ur af honum. Þegar reynt er að skil- greina alkóhólisma er stundum sett fram þessi spurning: Ef þú horfir á líf þitt í dag, er það eins og þú hefðir helst kosið?“ spyr hún vinalega. Sævar viðurkennir að mögulega sé það ekki alveg svo: „Ég hefði kannski viljað hafa það svolítið öðruvísi,“ segir hann og telur Guðmundar- og Geir- finnsmálin hafa rænt sig valinu að einhverju leyti. Sævar hefst nú við í Gistiskýlinu í Þingholtsstræti. Hann er nýkominn frá Danmörku og stefnir á að fara þangað sem allra fyrst aftur. Hann hefur verið í miklum sam- skiptum við félagsmálayfirvöld þar í landi en hefur mestmegnis búið í skýlum fyrir heimilislausa. Sævar bindur enn vonir við að dönsk yfir- völd muni í hans nafni beita sér fyr- ir endurupptöku málanna þannig að hann öðlist uppreisn æru. Nautasteik í hvert mál Þó lífið hafi leitt Sævar og Erlu hvort í sína áttina ná þau saman þegar þau ræða gamla tíma. Stuttu áður en Guð- mundar- og Geirfinnsmálin voru til rannsóknar voru þau handtekin fyrir póstsvik sem þau höfðu framið. „Ég og Erla áttum nóg af pening- um,“ segir Sævar brosandi og lítur til fortíðar. Þau voru rétt að nálgast tví- tugt og gátu leyft sér ýmsan munað. Erla hlær. „Það er nú frjálslega farið með staðreyndir. En jú, það má kannski segja það.“ Sævar rifjar upp þegar hann fór reglulega til útlanda og smyglaði hassi til landsins. „Þegar fimm þús- und króna seðlarnir voru búnir fór ég bara aftur út,“ segir hann. Erla er á öðru máli. „Ég sá nú ekki mikið af þessum peningum fyrir hassið. Fimm þúsund kallarnir voru frá póstsvikamálinu. Ég átti nælons- lopp sem var keyptur í Hagkaupum í gamla daga. Hann hékk alltaf inn í skáp og við settum fimm þúsund kall- ana í vasana á honum. Síðan þegar okkur vantaði pening fórum við bara í vasana á náttsloppnum,“ segir hún um vafasamar minningar. „Honum datt einu sinni í hug að gera tilraun og vildi prófa að borða bara nauta- steik í nokkrar vikur. Við náðum þá í fimm þúsund kalla, fórum í kjötbúð- ina og keyptum nautasteik.“ Sævar segir það hafa augljósar af- leiðingar að borða nautasteik daglega í margar vikur. „Við urðum ofboðslega löt og þreytt. Það tekur svo mikla orku frá líkamanum að brjóta niður kjöt. Enda borða ég lítið kjöt. Sérstaklega þegar ég er að drekka,“ segir Sævar. Erla spyr hann kankvís: „Því þá nýtist áfengið ekki eins vel?“ Sævar brosir: „Nei. Þetta voru skemmtilegir tímar. En þeir koma aftan að manni.“ Ætlar á bókasafn Nýlega kom bókin Erla, góða Erla út þar sem Erla birtir uppgjör sitt við fortíðina. Hún dregur eintak upp úr töskunni. „Ég kom með þessa handa þér,“ segir hún og réttir Sævari bók- ina. Hann tekur þakklátur á móti. „Gerðir þú það? Takk fyrir.“ Henni er umhugað um að hann lesi örugglega bókina. „Lestu ekki ennþá?,“ spyr hún umhyggjusöm. Sævar segist lítið lesa en sannarlega ætla að lesa þessa bók. „Þú verður að árita hana,“ segir Sævar og réttir Erlu aftur bókina sem hún skrifar í kveðju- orð. Hann býst þó við að lesturinn reyni á. „Það verður svolítið erfitt. Ég hef reynt að ýta þessu frá mér í seinni tið. Það reyndi svo mikið á þegar ég reyndi að fá málið tekið upp á nýtt,“ segir hann en Sævar fékk sér lög- mann til þess að láta taka málið upp að nýju árið 1986 en án árangurs. Hann bendir á að á netinu sé mikið af upplýsingum um málið en hann hafi ekki lesið það nærri allt. „Ég hef heldur ekki viljað lesa mikið um þetta mál. En þetta mun alltaf hvíla á þjóð- inni.“ Erla tekur undir með honum og segir það óréttlæti sem þau voru beitt í Guðmundar- og Geirfinns- málinu enn hvíla þungt á þjóð- arsálinni, auk þeirrar óvissu sem það skapar að málið sé enn óupp- lýst. Erla þarf að rjúka á fund og þau kveðjast innilega. Sævar hef- ur ekki mikið fyrir stafni dags dag- lega en hann er handviss um hvað hann ætlar að gera þennan dag- inn. „Ég ætla að fara á bókasafn og lesa bókina. En núna ætla ég út að reykja,“ segir hann og kveður. „Ég átti nælonslopp sem var keyptur í Hag- kaupum í gamla daga. Hann hékk alltaf inni í skáp og við settum fimm þúsund kallana í vasana á honum“ Tilfinningavinna erla bolladóttir man eftir því að hafa heyrt í fótahlekkjum þegar hann gekk framhjá klefanum hennar í síðumúla- fangelsinu. Hún hefur unnið mikið með sjálfa sig og horfir bjartsýn til framtíðar. Ekki alkóhólisti sævar Ciesielski segist vera drykkjumaður en ekki alkóhólisti. Honum þykir leitt hversu lítið hann hefur sinnt barnabörnum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.