Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Blaðsíða 40
föstudagur 21. nóvember 200840 Ættfræði umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson, kgk@dv.is Örn K.S. Þorleifsson bóndi í Húsey í norðurHéraði Örn fæddist í Reykjavík. Hann lauk gagnfræðaprófi 1955, lauk búfræði- prófi frá Hvanneyri 1957 og bú- fræðikandídatsprófi þaðan 1963. Örn dvaldi við nám í Þýskalandi 1957-59, var í námi í vinnuhagræð- ingu í Englandi 1963-65, fór kynn- isferð til Noregs og Englands varð- andi djúpfrystingu á nautasæði og til Þýskalands og Tékkóslóvakíu sumarið 1984 til að huga að inn- flutningi á smádýrum, fuglum og pelsdýrum sem gætu nýtt innlent og heimafengið fóður. Hann stund- aði nám í uppeldis- og kennslu- fræði við HÍ 1991-92 og lauk prófi í þeirri grein. Örn var ráðunautur hjá Búnað- arsambandi Eyjafjarðar og Bún- aðarsambandi Borgarfjarðar 1963, hjá Búnaðarsambandi Austurlands 1965-70 og síðar í hlutastarfi 1981- 84, og hefur verið kennari við Brú- arárskóla og Fellaskóla frá 1987. Hann hefur jafnframt verið bóndi í Húsey í Norðurhéraði frá 1970. Þess má geta að heimildarmynd fyrir sjónvarp sem gerð var fyrir nokkrum árum um lífríki, náttúru og búskaparhætti í Húsey, hlaut menningarverðlaun DV á sínum tíma. Þá var kvikmyndin Hestasaga að hluta til tekin upp í náttúrunni í Húsey. Fjölskylda Fyrri kona Arnar var Elsa Þorbjörg Árnadóttir, f. 6.8. 1946, húsfreyja. Hún er dóttir Árna Halldórssonar, bónda í Húsey, og k.h., Stefaníu Ní- elsdóttur. Örn og Elsa skildu 1991. Börn Arnar og Elsu eru Anna Að- alheiður, f. 6.5. 1967, umboðsmað- ur fyrir Herjólf í Þorlákshöfn, ásamt sambýlismanni, Gísla Jónssyni tor- færukappa og á hún þrjú börn; Þor- leifur Kristján, f. 7.7. 1968, rafeinda- virki í Danmörku en sambýliskona hans er Lena Sörensen arkitekt og á hann einn son; Hjálmar Örn, f. 6.4. 1974, rafeindavirki hjá Ísmar, bú- settur í Garðabæ en kona hans er Ída Björg Unnarsdóttir húsmóðir og eiga þau þrjú börn. Dóttir Elsu og stjúpdóttir Arn- ar er Árný Vaka Jónsdóttir, f. 4.8. 1965, deildarstjóri hjá Vífilfelli, bú- sett í Reykjavík og á hún þrjár dæt- ur. Eiginkona Arnar er Laufey Ól- afsdóttir, f. 7.3. 1966, bóndi í Húsey. Hún er dóttir Ólafs Hallgrímsson- ar, prests á Mælifelli í Skagafirði, og Þórhildar Sigurðardóttur húsfreyju. Börn Arnar og Laufeyjar eru Örn, f. 4.5. 1999; Arney Ólöf, f. 27.1. 2002. Systir Arnar er Rósemarie, f. 17.6. 1941, bóndi í Vestra-Geldingaholti í Gnúpverjahreppi og rekur þar reið- skóla, gift Sigfúsi Guðmundssyni. Hálfsystkini Arnar, samfeðra, eru Einar Kristján, f. 14.4. 1953, vagns- tjóri í Reykjavík; María, f. 14.6. 1954, félagsráðgjafi og nemi í Listaháskóla í Danmörku; Björg, f. 2.7. 1955, líf- eðlisfræðingur við Landspítalann, búsett í Reykjavík; Olga Bergljót, f. 26.8. 1956, kennari í Reykjavík. Foreldrar Arnar voru Þorleifur Þórðarson, f. 27.4. 1908, nú látinn, forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins, og f.k.h., Annie, fædd Chaloupek 27.7. 1911, d. 28.12. 1948, frá Gmund í Austurríki, húsmóðir. Ætt Þorleifur var sonur Þórðar, for- manns og smiðs í Ólafsvík Matthí- assonar, b. á Skerðingsstöðum í Eyr- arsveit Brandssonar. Móðir Þorleifs var Björg Þorsteinsdóttir. Annie var dóttir Karls Chaloup- eks, ritara steinsmiðasambandsins í Bæheimi. 70 ára á föstudag Helga Sigríður Flosadóttir verslunarmaður á selfossi Helga fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Skuggahverfinu. Hún var í Æfingaskóla KHÍ og stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Þá stundaði hún nám við Iðnskólann í Reykjavík og hefur stundað bókhaldsnám hjá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni. Helga var í sveit á Skúfslæk í Villingaholtshreppi á unglingsár- unum, var í fiskvinnslu á Stokkseyri og í Þorlákshöfn, vann við verslun í Kópavoginum, stundaði sauma- vinnu hjá 66°Norður en flutti síð- an á Selfoss 1999 og hefur verið þar búsett síðan. Helga starfaði hjá 66°Norður á Selfossi, vann á Skalla á Selfossi um skeið, vann hjá Frumherja á Sel- fossi og er nú verslunarmaður hjá Nóatúni á Selfossi. Þá starfar hún í hlutastarfi hjá Olís og á Sjúkrahús- inu á Selfossi. Hún kynnir auk þess Enjo-vörur og tekur að sér bókhald í hjáverkum. Fjölskylda Eiginmaður Helgu er Grétar Páll Gunnarsson, f. 4.8. 1979, verka- maður við Mjólkurbú Flóamanna. Börn Helgu og Grétars Páls eru Gunnar Flosi Grétarsson, f. 14.3. 2001; Birgitta Fanný Grétarsdóttir, f. 19.3. 2006; Jakob Franz Grétars- son, f. 23.5. 2007. Bróðir Helgu er Sigurgeir Skafti Flosason, f. 1.10. 1991, nemi við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Sel- fossi og nemi við FÍH. Foreldrar Helgu eru Flosi Skafta- son, f. 6.11. 1961, bílamálarameist- ari í Reykjavík, og Guðný Sigur- geirsdóttir, f. 27.4. 1960, sjúkraliði á Selfossi. Helga nýtur afmæliskvöldsins í góðra vina hópi. 30 ára á laugardag 50 ára á sunnudag Hjalti KriStjánSSon HeilsugæslulæKnir í vestmannaeyjum Hjalti fæddist í Ly Sekil í Svíþjóð og ólst upp í Svíþjóð til 1961, á Patr- eksfirði 1961-66, í Reykjavík til 1971 en átti heima í Keflavík 1971-74 og í Reykjavík 1974-85. Hjalti lauk stúdentsprófi frá MH 1977, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1984, stundað sérfræðinám í heim- ilislækningu í Vesterös í Svíþjóð frá 1986 og er sérfræðingur í heimilis- lækningum frá 1990. Þá hefur hann lokið A-stigs þjálfaramenntun á veg- um KSÍ. Á námsárunum var Hjalti í sumar- vinnu hjá Dráttarbraut Keflavíkur við netagerð í Njarðvík. Hann starfaði við læknadeild Tryggingastofnunar rík- isins í nokkur sumur þar sem hann fékkst við rannsóknir á vinnuslys- um. Þá var hann afleysingalæknir við tólf heilsugæslustöðvar á námsárun- um, starfaði við Heilsugæslustöðina í Vestmannaeyjum 1985-86, starfaði með framhaldsnámi í Svíþjóð 1986- 90, hefur starfað við Heilsugæslustöð- ina í Vestmannaeyjum frá 1990 og var þar yfirlæknir 1991-94. Hjalti stofnaði þunglyndishóp við Heilsugæslustöðina í Vestmannaeyj- um 1991 og hafði til meðferðar hópa sem áttu við offitu að stríða og vefja- gigt. Hann hefur verið læknir ÍBV öðru hverju og læknir landsliðsins í knattspyrnu. Hjalti hefur verið þjálf- ari Amors, Framherja og KFS í 3. deild knattspyrnu og hefur stýrt getrauna- starfsemi Framherja og KFS frá 1994. Hann hefur skrifað greinar um lækn- isfræðileg efni í innlend og erlend tímarit. Þá hefur hann kennt lækna- nemum í starfsnámi þeirra í Vest- mannaeyjum. Fjölskylda Hjalti kvæntist 25.8. 1979 Veru Björk Einarsdóttur, f. 12.4. 1958, skóla- hjúkrunarfræðingi við Grunnskóla Vestmannaeyja. Hún er dóttir Einars Sigurðssonar og Ragnheiðar Kristj- ánsdóttur. Börn Hjalta og Veru Bjarkar eru Trausti, f. 7.9. 1982, lögfræðinemi við HR; Tryggvi, f. 9.8. 1986, háskólanemi í Arizona í Bandaríkjunum; Árni Garðar, f. 4.4. 1988, lést af slysförum 28.7. 1992; Ragnheiður Perla, f. 29.11. 1993, grunnskólanemi. Systkini Hjalta eru Hildur, f. 14.10. 1950, ljósmóðir og hjúkrunarfræð- ingur hjá landlæknisembættinu, gift Ingibirni Tómasi Hafsteinssyni versl- unarstjóra; Halldór, f. 29.5. 1952, raf- magnsverkfræðingur og fyrrrv. for- seti Lionshreyfingarinnar á Íslandi, kvæntur Jennýju Ágústsdóttur tann- lækni; Sigurður, f. 23.2. 1955, yfir- læknir á bráðamóttöku barna við Landspítalann, var kvæntur Önnu Daníelsdóttur tannlækni; Guðrún Þura, f. 28.1. 1966, sjúkraþjálfari í Reykjavík. Foreldrar Hjalta: Kristján S. Sigurðs- son, f. 14.11. 1924, d. 9.11. 1997, yfir- læknir við Sjúkrahúsið í Keflavík, og k.h., Valgerður G. Halldórsdóttir, f. 20.4. 1929, d. 2002, húsmóðir. Ætt Kristján var bróðir rithöfundanna Jakobínu og Fríðu. Kristján var son- ur Sigurðar, b. í Hælavík og síðar sím- stöðvarstjóri á Hesteyri Sigurðssonar, b. á Læk Friðrikssonar, b. í Rekavík bak Höfn Einarssonar, b. á Horni Sig- urðssonar, b. á Horni Pálssonar, ætt- föður Pálsættar Björnssonar. Móð- ir Sigurðar Sigurðssonar var Kristín Arnórsdóttir, b. í Rekavík Ebenezers- sonar, b. á Dynjanda Ebenezersson- ar, b. í Efri-Miðvík Jónssonar, bróð- ur, sammæðra, Gríms Thorkelíns, leyndarskjalavarðar og prófessors. Móðir Kristjáns var Stefanía, systir Ingibjargar, móður Þórleifs Bjarna- sonar, námsstjóra og rithöfundar. Stefanína var dóttir Guðna, b. í Hæla- vík Kjartanssonar, b. á Atlastöðum Ólafssonar. Móðir Kjartans var Soff- ía Jónsdóttir, b. á Steinólfsstöðum Einarssonar, og Guðrúnar Lárent- ínusardóttur, b. á Hóli í Bolungarvík Erlendssonar, sýslumanns á Hóli Ól- afssonar, bróður Jóns fornfræðings. Valgerður er dóttir Halldórs, b. í Garði í Mývatnssveit, bróður Þuru, skálds í Garði, og Jóns, læknis á Kópaskeri, afa Ólafs Jóhanns Ólafs- sonar, rithöfundar og forstjóra. Ann- ar bróðir Halldórs var Björgvin, faðir Þorgríms Starra í Garði. Halldór var sonur Árna, b. í Garði við Mývatn, bróður Arnfríðar, langömmu Krist- ínar Halldórsdóttur, fyrrv. alþm. Árni var sonur Jóns, b. í Garði Jónssonar, b. í Garði Marteinssonar, b. í Garði Þorgrímssonar, b. í Baldursheimi Marteinssonar. Móðir Jóns Jónsson- ar í Garði var Helga Jónsdóttir, b. á Gautlöndum Marteinssonar, bróður Jóns í Garði. Móðir Árna var Guðrún, systir Jóns, langafa Kristjáns Eldjárn forseta, föður Þórarins Eldjárns rit- höfundar. Guðrún var dóttir Þor- gríms, b. í Hraunkoti í Aðaldal Mart- einssonar, bróður Jóns í Garði. Móðir Guðrúnar var Vigdís Hallgrímsdóttir, ættföður Hraunkotsættar Helgason- ar. Móðir Halldórs Árnasonar var Guðbjörg Stefánsdóttir, b. í Haganesi við Mývatn Gamalíelssonar og Bjarg- ar Helgadóttur, ættföður Skútustaða- ættar Ásmundssonar, b. í Baldurs- heimi Helgasonar, bróður Hallgríms í Hraunkoti. Móðir Sigmundar var Kristveig Marteinsdóttir, systir Þor- gríms í Baldursheimi. Móðir Helgu var Steinvör Guðmundsdóttir, syst- ir Ásu, ömmu Jóns Þorsteinssonar, ættföður Reykjahlíðarættar. Móð- ir Valgerðar Guðrúnar var Sigríður Jónsdóttir, b. á Vatnsleysu í Skaga- firði Kristvinssonar. Hjalti verður í París á afmælisdaginn. Margrét fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Kleppsholtinu. Hún var í Langholtsskóla, lauk stúdents- prófi frá Fjölbrautaskólanum í Ár- múla 2000 og lauk lyfjatækniprófi við Heilbrigðisskóla Íslands í Ár- múla. Margrét starfaði á hjúkrunar- heimilinu Seljahlíð með námi. Eftir útskrift starfaði hún við ap- ótekið við Landspítala - háskóla- sjúkrahús við Hringbraut 2000- 2007 en starfar nú í Lyfjaveri við Suðurlandsbraut. Margrét er áhugamaður um út- vist, fjallaferðir og ljósmyndun. Fjölskylda Dóttir Margrétar er Andrea Jóns- dóttir, f. 15.6. 2003. Bróðir Margrétar er Kristján Karl Kolbeinsson, f. 7.5. 1973, húsasmiður í Reykjavík. Foreldrar Margrétar eru Kol- beinn Magnússon, f. 9.7. 1944, lagerstjóri hjá Enn efinum, og Sig- urbjörg Guðjónsdóttir, f. 6.3. 1952, skrifstofukona hjá Toyota. Margrét hélt upp á afmælið með vinkonu sinni, Elsý Vilhjálms- dóttur, sem varð þrítug 12.11. sl. Í tilefni afmælanna héldu þær helj- arinnar grímupartí 8.11. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra íslendinga. lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 30 ára á föstudag Margrét KolbeinSdóttir lyfjatæKnir í reyKjavíK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.