Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Side 40
föstudagur 21. nóvember 200840 Ættfræði umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson, kgk@dv.is Örn K.S. Þorleifsson bóndi í Húsey í norðurHéraði Örn fæddist í Reykjavík. Hann lauk gagnfræðaprófi 1955, lauk búfræði- prófi frá Hvanneyri 1957 og bú- fræðikandídatsprófi þaðan 1963. Örn dvaldi við nám í Þýskalandi 1957-59, var í námi í vinnuhagræð- ingu í Englandi 1963-65, fór kynn- isferð til Noregs og Englands varð- andi djúpfrystingu á nautasæði og til Þýskalands og Tékkóslóvakíu sumarið 1984 til að huga að inn- flutningi á smádýrum, fuglum og pelsdýrum sem gætu nýtt innlent og heimafengið fóður. Hann stund- aði nám í uppeldis- og kennslu- fræði við HÍ 1991-92 og lauk prófi í þeirri grein. Örn var ráðunautur hjá Búnað- arsambandi Eyjafjarðar og Bún- aðarsambandi Borgarfjarðar 1963, hjá Búnaðarsambandi Austurlands 1965-70 og síðar í hlutastarfi 1981- 84, og hefur verið kennari við Brú- arárskóla og Fellaskóla frá 1987. Hann hefur jafnframt verið bóndi í Húsey í Norðurhéraði frá 1970. Þess má geta að heimildarmynd fyrir sjónvarp sem gerð var fyrir nokkrum árum um lífríki, náttúru og búskaparhætti í Húsey, hlaut menningarverðlaun DV á sínum tíma. Þá var kvikmyndin Hestasaga að hluta til tekin upp í náttúrunni í Húsey. Fjölskylda Fyrri kona Arnar var Elsa Þorbjörg Árnadóttir, f. 6.8. 1946, húsfreyja. Hún er dóttir Árna Halldórssonar, bónda í Húsey, og k.h., Stefaníu Ní- elsdóttur. Örn og Elsa skildu 1991. Börn Arnar og Elsu eru Anna Að- alheiður, f. 6.5. 1967, umboðsmað- ur fyrir Herjólf í Þorlákshöfn, ásamt sambýlismanni, Gísla Jónssyni tor- færukappa og á hún þrjú börn; Þor- leifur Kristján, f. 7.7. 1968, rafeinda- virki í Danmörku en sambýliskona hans er Lena Sörensen arkitekt og á hann einn son; Hjálmar Örn, f. 6.4. 1974, rafeindavirki hjá Ísmar, bú- settur í Garðabæ en kona hans er Ída Björg Unnarsdóttir húsmóðir og eiga þau þrjú börn. Dóttir Elsu og stjúpdóttir Arn- ar er Árný Vaka Jónsdóttir, f. 4.8. 1965, deildarstjóri hjá Vífilfelli, bú- sett í Reykjavík og á hún þrjár dæt- ur. Eiginkona Arnar er Laufey Ól- afsdóttir, f. 7.3. 1966, bóndi í Húsey. Hún er dóttir Ólafs Hallgrímsson- ar, prests á Mælifelli í Skagafirði, og Þórhildar Sigurðardóttur húsfreyju. Börn Arnar og Laufeyjar eru Örn, f. 4.5. 1999; Arney Ólöf, f. 27.1. 2002. Systir Arnar er Rósemarie, f. 17.6. 1941, bóndi í Vestra-Geldingaholti í Gnúpverjahreppi og rekur þar reið- skóla, gift Sigfúsi Guðmundssyni. Hálfsystkini Arnar, samfeðra, eru Einar Kristján, f. 14.4. 1953, vagns- tjóri í Reykjavík; María, f. 14.6. 1954, félagsráðgjafi og nemi í Listaháskóla í Danmörku; Björg, f. 2.7. 1955, líf- eðlisfræðingur við Landspítalann, búsett í Reykjavík; Olga Bergljót, f. 26.8. 1956, kennari í Reykjavík. Foreldrar Arnar voru Þorleifur Þórðarson, f. 27.4. 1908, nú látinn, forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins, og f.k.h., Annie, fædd Chaloupek 27.7. 1911, d. 28.12. 1948, frá Gmund í Austurríki, húsmóðir. Ætt Þorleifur var sonur Þórðar, for- manns og smiðs í Ólafsvík Matthí- assonar, b. á Skerðingsstöðum í Eyr- arsveit Brandssonar. Móðir Þorleifs var Björg Þorsteinsdóttir. Annie var dóttir Karls Chaloup- eks, ritara steinsmiðasambandsins í Bæheimi. 70 ára á föstudag Helga Sigríður Flosadóttir verslunarmaður á selfossi Helga fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Skuggahverfinu. Hún var í Æfingaskóla KHÍ og stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Þá stundaði hún nám við Iðnskólann í Reykjavík og hefur stundað bókhaldsnám hjá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni. Helga var í sveit á Skúfslæk í Villingaholtshreppi á unglingsár- unum, var í fiskvinnslu á Stokkseyri og í Þorlákshöfn, vann við verslun í Kópavoginum, stundaði sauma- vinnu hjá 66°Norður en flutti síð- an á Selfoss 1999 og hefur verið þar búsett síðan. Helga starfaði hjá 66°Norður á Selfossi, vann á Skalla á Selfossi um skeið, vann hjá Frumherja á Sel- fossi og er nú verslunarmaður hjá Nóatúni á Selfossi. Þá starfar hún í hlutastarfi hjá Olís og á Sjúkrahús- inu á Selfossi. Hún kynnir auk þess Enjo-vörur og tekur að sér bókhald í hjáverkum. Fjölskylda Eiginmaður Helgu er Grétar Páll Gunnarsson, f. 4.8. 1979, verka- maður við Mjólkurbú Flóamanna. Börn Helgu og Grétars Páls eru Gunnar Flosi Grétarsson, f. 14.3. 2001; Birgitta Fanný Grétarsdóttir, f. 19.3. 2006; Jakob Franz Grétars- son, f. 23.5. 2007. Bróðir Helgu er Sigurgeir Skafti Flosason, f. 1.10. 1991, nemi við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Sel- fossi og nemi við FÍH. Foreldrar Helgu eru Flosi Skafta- son, f. 6.11. 1961, bílamálarameist- ari í Reykjavík, og Guðný Sigur- geirsdóttir, f. 27.4. 1960, sjúkraliði á Selfossi. Helga nýtur afmæliskvöldsins í góðra vina hópi. 30 ára á laugardag 50 ára á sunnudag Hjalti KriStjánSSon HeilsugæslulæKnir í vestmannaeyjum Hjalti fæddist í Ly Sekil í Svíþjóð og ólst upp í Svíþjóð til 1961, á Patr- eksfirði 1961-66, í Reykjavík til 1971 en átti heima í Keflavík 1971-74 og í Reykjavík 1974-85. Hjalti lauk stúdentsprófi frá MH 1977, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1984, stundað sérfræðinám í heim- ilislækningu í Vesterös í Svíþjóð frá 1986 og er sérfræðingur í heimilis- lækningum frá 1990. Þá hefur hann lokið A-stigs þjálfaramenntun á veg- um KSÍ. Á námsárunum var Hjalti í sumar- vinnu hjá Dráttarbraut Keflavíkur við netagerð í Njarðvík. Hann starfaði við læknadeild Tryggingastofnunar rík- isins í nokkur sumur þar sem hann fékkst við rannsóknir á vinnuslys- um. Þá var hann afleysingalæknir við tólf heilsugæslustöðvar á námsárun- um, starfaði við Heilsugæslustöðina í Vestmannaeyjum 1985-86, starfaði með framhaldsnámi í Svíþjóð 1986- 90, hefur starfað við Heilsugæslustöð- ina í Vestmannaeyjum frá 1990 og var þar yfirlæknir 1991-94. Hjalti stofnaði þunglyndishóp við Heilsugæslustöðina í Vestmannaeyj- um 1991 og hafði til meðferðar hópa sem áttu við offitu að stríða og vefja- gigt. Hann hefur verið læknir ÍBV öðru hverju og læknir landsliðsins í knattspyrnu. Hjalti hefur verið þjálf- ari Amors, Framherja og KFS í 3. deild knattspyrnu og hefur stýrt getrauna- starfsemi Framherja og KFS frá 1994. Hann hefur skrifað greinar um lækn- isfræðileg efni í innlend og erlend tímarit. Þá hefur hann kennt lækna- nemum í starfsnámi þeirra í Vest- mannaeyjum. Fjölskylda Hjalti kvæntist 25.8. 1979 Veru Björk Einarsdóttur, f. 12.4. 1958, skóla- hjúkrunarfræðingi við Grunnskóla Vestmannaeyja. Hún er dóttir Einars Sigurðssonar og Ragnheiðar Kristj- ánsdóttur. Börn Hjalta og Veru Bjarkar eru Trausti, f. 7.9. 1982, lögfræðinemi við HR; Tryggvi, f. 9.8. 1986, háskólanemi í Arizona í Bandaríkjunum; Árni Garðar, f. 4.4. 1988, lést af slysförum 28.7. 1992; Ragnheiður Perla, f. 29.11. 1993, grunnskólanemi. Systkini Hjalta eru Hildur, f. 14.10. 1950, ljósmóðir og hjúkrunarfræð- ingur hjá landlæknisembættinu, gift Ingibirni Tómasi Hafsteinssyni versl- unarstjóra; Halldór, f. 29.5. 1952, raf- magnsverkfræðingur og fyrrrv. for- seti Lionshreyfingarinnar á Íslandi, kvæntur Jennýju Ágústsdóttur tann- lækni; Sigurður, f. 23.2. 1955, yfir- læknir á bráðamóttöku barna við Landspítalann, var kvæntur Önnu Daníelsdóttur tannlækni; Guðrún Þura, f. 28.1. 1966, sjúkraþjálfari í Reykjavík. Foreldrar Hjalta: Kristján S. Sigurðs- son, f. 14.11. 1924, d. 9.11. 1997, yfir- læknir við Sjúkrahúsið í Keflavík, og k.h., Valgerður G. Halldórsdóttir, f. 20.4. 1929, d. 2002, húsmóðir. Ætt Kristján var bróðir rithöfundanna Jakobínu og Fríðu. Kristján var son- ur Sigurðar, b. í Hælavík og síðar sím- stöðvarstjóri á Hesteyri Sigurðssonar, b. á Læk Friðrikssonar, b. í Rekavík bak Höfn Einarssonar, b. á Horni Sig- urðssonar, b. á Horni Pálssonar, ætt- föður Pálsættar Björnssonar. Móð- ir Sigurðar Sigurðssonar var Kristín Arnórsdóttir, b. í Rekavík Ebenezers- sonar, b. á Dynjanda Ebenezersson- ar, b. í Efri-Miðvík Jónssonar, bróð- ur, sammæðra, Gríms Thorkelíns, leyndarskjalavarðar og prófessors. Móðir Kristjáns var Stefanía, systir Ingibjargar, móður Þórleifs Bjarna- sonar, námsstjóra og rithöfundar. Stefanína var dóttir Guðna, b. í Hæla- vík Kjartanssonar, b. á Atlastöðum Ólafssonar. Móðir Kjartans var Soff- ía Jónsdóttir, b. á Steinólfsstöðum Einarssonar, og Guðrúnar Lárent- ínusardóttur, b. á Hóli í Bolungarvík Erlendssonar, sýslumanns á Hóli Ól- afssonar, bróður Jóns fornfræðings. Valgerður er dóttir Halldórs, b. í Garði í Mývatnssveit, bróður Þuru, skálds í Garði, og Jóns, læknis á Kópaskeri, afa Ólafs Jóhanns Ólafs- sonar, rithöfundar og forstjóra. Ann- ar bróðir Halldórs var Björgvin, faðir Þorgríms Starra í Garði. Halldór var sonur Árna, b. í Garði við Mývatn, bróður Arnfríðar, langömmu Krist- ínar Halldórsdóttur, fyrrv. alþm. Árni var sonur Jóns, b. í Garði Jónssonar, b. í Garði Marteinssonar, b. í Garði Þorgrímssonar, b. í Baldursheimi Marteinssonar. Móðir Jóns Jónsson- ar í Garði var Helga Jónsdóttir, b. á Gautlöndum Marteinssonar, bróður Jóns í Garði. Móðir Árna var Guðrún, systir Jóns, langafa Kristjáns Eldjárn forseta, föður Þórarins Eldjárns rit- höfundar. Guðrún var dóttir Þor- gríms, b. í Hraunkoti í Aðaldal Mart- einssonar, bróður Jóns í Garði. Móðir Guðrúnar var Vigdís Hallgrímsdóttir, ættföður Hraunkotsættar Helgason- ar. Móðir Halldórs Árnasonar var Guðbjörg Stefánsdóttir, b. í Haganesi við Mývatn Gamalíelssonar og Bjarg- ar Helgadóttur, ættföður Skútustaða- ættar Ásmundssonar, b. í Baldurs- heimi Helgasonar, bróður Hallgríms í Hraunkoti. Móðir Sigmundar var Kristveig Marteinsdóttir, systir Þor- gríms í Baldursheimi. Móðir Helgu var Steinvör Guðmundsdóttir, syst- ir Ásu, ömmu Jóns Þorsteinssonar, ættföður Reykjahlíðarættar. Móð- ir Valgerðar Guðrúnar var Sigríður Jónsdóttir, b. á Vatnsleysu í Skaga- firði Kristvinssonar. Hjalti verður í París á afmælisdaginn. Margrét fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Kleppsholtinu. Hún var í Langholtsskóla, lauk stúdents- prófi frá Fjölbrautaskólanum í Ár- múla 2000 og lauk lyfjatækniprófi við Heilbrigðisskóla Íslands í Ár- múla. Margrét starfaði á hjúkrunar- heimilinu Seljahlíð með námi. Eftir útskrift starfaði hún við ap- ótekið við Landspítala - háskóla- sjúkrahús við Hringbraut 2000- 2007 en starfar nú í Lyfjaveri við Suðurlandsbraut. Margrét er áhugamaður um út- vist, fjallaferðir og ljósmyndun. Fjölskylda Dóttir Margrétar er Andrea Jóns- dóttir, f. 15.6. 2003. Bróðir Margrétar er Kristján Karl Kolbeinsson, f. 7.5. 1973, húsasmiður í Reykjavík. Foreldrar Margrétar eru Kol- beinn Magnússon, f. 9.7. 1944, lagerstjóri hjá Enn efinum, og Sig- urbjörg Guðjónsdóttir, f. 6.3. 1952, skrifstofukona hjá Toyota. Margrét hélt upp á afmælið með vinkonu sinni, Elsý Vilhjálms- dóttur, sem varð þrítug 12.11. sl. Í tilefni afmælanna héldu þær helj- arinnar grímupartí 8.11. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra íslendinga. lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 30 ára á föstudag Margrét KolbeinSdóttir lyfjatæKnir í reyKjavíK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.