Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Side 6
föstudagur 21. nóvember 20086 Fréttir Sandkorn n Mál Margrétar Sverrisdóttur gegn Frjálslynda flokknum var þingfest í Héraðsdómi Reykja- víkur á miðvikudag. Hvorki hún né forsvarsmenn Frjáls- lynda flokksins voru mætt í dómsal en búast má við að allavega einhverj- ir þessara fyrrverandi samstarfs- manna verði kall- aðir til að bera vitni í aðal- meðferð málsins sem verður á næstunni. Fróðlegt verður að fylgjast með samskiptum þeirra þá. Margrét og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, hafa ekk- ert samband núorðið og síðast þegar fréttist var kalt á milli Margrétar og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar. Því verður spennandi að sjá hvort neisti á milli þegar réttur verður settur. n Það verður ekki annað sagt en að Davíð Oddsson sé vin- sæll maður þessa dagana. Þannig hefur viðskiptanefnd Alþingis kallað hann á sinn fund til að fara yfir nokkur þau atriði sem seðlabankastjórinn umdeildi tæpti á í frægri ræðu sinni síðastliðinn þriðjudag. Og ekki nóg með það heldur hafa ungir framsóknarmenn boðið honum í hádegismat á laugardag, nánar tiltekið í svo þjóðlega rétti sem grjónagraut og slátur. Framsóknarmenn- irnir vilja ræða sömu mál og þingmennirnir sem sitja í viðskiptanefnd. Ungliðarnir í Framsókn taka svo fram að þó að Davíð þekki þá ekki finnist þeim sem þeir þekki hann, hann hafi nefnilega verið fjöl- skylduvinur þeirra flestra frá því fyrir fermingu. n Jóhannes Gunnarsson og samstarfsfólk hans hjá Neyt- endasamtökunum hafa löng- um hvatt fyrirtæki og opinber- ar stofnanir til að hækka ekki vöruverð og gjöld í tilraun til að berjast gegn verðbólgu. Viðbrögðin við þessu hafa farið fyrir ofan garð og neðan og verðbólgan er nú í slík- um hæðum að fólk um tví- tugt og þaðan af yngra þekkir slíkt ekki nema af afspurn. Forsvarsfólk Neytendasam- takanna stendur hins vegar við stóru orðin og hefur nú ákveðið að félagsgjöld næsta árs verði þau sömu og fé- lagsgjöld þessa árs. Samt er verðbólgan frá áramótum þegar orðin fjórtán prósent og stefnir hærra í síðustu tveimur mælingum ársins. Tilboð á barnamyndatökum Góð mynd er falleg jólagjöf! Mynd - ljósmyndastofa í 25 ár. MYND Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði S: 565 4207 www.ljosmynd.is Skjár einn hefur háð dauðastríð undanfarið og sakað RÚV um að skekkja markaðsstöðu sjónvarpsstöðva á Íslandi. Aðeins viku áður en öllum starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp keypti það glæsijeppa í gegnum vörukaupasamninga sem fyrirtækið býður starfsmönnum upp á. Aftur á móti var honum skilað samdægurs þar sem starfsmannin- um leist ekki á blikuna að sögn Margrétar Þorsteinsdóttur, yfirmanns fjármálasviðs. Glæsibílar oG fellihýsi „Skjárinn hefur í gegnum tíðina gert vörukaupasamninga við nokkur fyr- irtæki um viðskiptaafslátt og selt vör- urnar á sama verði til starfsmanna,“ segir Margrét Þorsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Skjás eins. Valdir starfsmenn sjónvarps- stöðvarinnar hafa meðal annars fengið fellihýsi og tjaldvagna í gegn- um þessa vörukaupasamninga. Að- eins viku áður en starfsmönnum fyr- irtækisins var sagt upp keypti Skjár einn ellefu milljóna króna Audi- jeppa af Heklu og skilaði samdægurs aftur. Ástæðan að sögn Margrétar var einfaldlega sú að starfsmanninn sem keypti hann óaði við efnahags- ástandinu. Fellihýsi fyrir starfsmenn „Við skráum þá strax á starfsmennina til þess að komast hjá því að borga tryggingarnar,“ segir Margrét að- spurð hvers vegna bílarnir séu skráð- ir samdægurs á þá starfsmenn sem njóta góðs af vöruskiptasamningum fyrirtæksins. Alls skiptu fimm bílar um eigendur samdægurs á þrem- ur árum. Það er að segja Skjár einn keypti bílana og seldi starfsmönnum sínum. Af þessum fimm bílum er eitt fellihýsi og tjaldvagn sem skiptu einnig um eigendur samdægurs. Það var fyrrverandi sölustjóri Skjás eins og kona hans sem keyptu ferða- græjurnar með árs millibili. Aðspurð hvernig standi á því að þarna séu einnig tjaldvagnar og fellihýsi segir Margrét að Skjárinn festi kaup á ýms- um munum meðal annars tengdumi framleiðslu þátta. Audi-jeppa skilað „Við gerum þetta til þess að ná betri kjörum fyrir starfsmenn,“ segir Mar- grét en síðast var vörukaupasamn- ingurinn nýttur þegar glænýr Audi- jeppi var keyptur aðeins sjö dögum áður en öllum starfsmönnum Skjás- ins var sagt upp. Þegar Margrét var spurð hvernig það gæti staðist að fyr- irtækið hafi lagt í slíkt svo stuttu fyr- ir erfiðleika fyrirtækisins sagði hún að starfsmaðurinn sem keypti bíl- inn hafi skilað honum samdægurs til Heklu þar sem hann hefði verið keyptur. Ástæðan hafi verið ofurein- föld; hann sá ekki fram á að það væri skynsamlegt að halda slíkum bíl úti á svo viðsjáverðum tímum. Á gömlum jeppa Alls hafa átján farartæki far- ið í gegnum hendur Skjásins í slík- um vöruskiptasamningum en þar á meðal er glæsilegur jeppi Magnús- ar Ragnarssonar, fyrrverandi sjón- varpsstjóra Skjásins. Hann ekur um á Toyota Land Cruiser-jeppa en ár- gerðin er ekki beinlínis sú nýjasta, eða frá árinu 2000. Jeppinn er ljós- grár og komst í hendur Skjásins í janúar 2006 og að sjálfsögðu, líkt og áður, skipti hann um hendur sam- dægurs. Magnús hefur ekið þeim bíl síðan árið 2006 og hefur því ekki nýtt sér fleiri kostaboð af hálfu Skjásins. Viðskiptin fyrir alla En Magnús er ekki eini maðurinn sem ekur um á bifreið með aðstoð Skjásins. Markaðsráðgjafi fyrirtækis- ins, Árni Sigurjónsson ekur um á In- finiti FX35-bifreið. Bíllinn er árgerð 2004 og komst í hendur Skjásins árið 2007. Síðan keypti Árni bifreiðina í maí sama ár. Þegar Margrét var spurð hvort vörukaupasamnigarnir væru ein- göngu fyrir yfirstjórn fyrirtæksins tók hún fyrir það og sagði: „Það geta allir starfsmenn nýtt sér þetta.“ Að sögn Margrétar eru viðskiptin gerð í samvinnu við endurskoðendur fyrirtækisins, hún segir ekkert óeðli- legt við vörukaupasamningana. Dauðastríð Skjásins Skjár einn hefur háð dauðastríð undanfarið og meðal annars sakað RÚV um að skekkja samkeppnis- mynd sjónvarpsstöðvanna. Í kjölfar- ið hleyptu starfsmenn fyrirtækisins af stokkunum heljarinnar baráttu þar sem þeir hvöttu almenning til þess að skrifa undir mótmælaskjal gegn ráðandi markaðsstöðu RÚV. Það hefur skilað hvínandi árangri því yfir fimmtíu þúsund manns hafa skrifað undir mótmælaskjalið. Þá hefur Samkeppnisstofnun gagnrýnt RÚV fyrir að vera á markaði. Þegar haft var samband við framkvæmda- stjóra Skjásins, Sigríði Margréti Oddsdóttur, sagði hún framtíðina óráðna. Engin ákvörðun hefði verið tekin og þau væru bjartsýn á fram- tíðina. VAlur grettiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is gamall jeppi magnús ragnarsson sjónvarps- stjóri ekur um á átta ára gömlum jeppa. glæsijeppi starfsmaður skjásins keypti glæsijeppa í gegnum skjá einn en skilaði honum samdægurs í ljósi aðstæðna. Sigríður Margrét oddsdótt- ir framkvæmdastjóri skjásins er bjartsýnn á framtíðina þrátt fyrir að fyrirtækið heyi dauðastríð þessa dagana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.