Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Side 16
ir tveimur árum. Geir er alinn upp í
Vesturbænum, gekk í Vesturbæjar-
skóla, Melaskóla, Hagaskóla og lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík.
Systkini Geirs eru Bernhard,
bankastarfsmaður, sem lést 1962, og
Steindór Helgi, byggingaverkfræð-
ingur og dósent við HR, sem er ellefu
árum eldri en Geir. Hálfsystir Geirs
samfeðra var Lilly Kinn, húsmóðir í
Noregi, sem lést 1995.
Geir er kvæntur Ingu Jónu Þórð-
ardóttur, viðskiptafræðingi og fyrr-
verandi oddvita Sjálfstæðisflokksins
í borgarstjórn. Þau eiga tvær dætur
saman, Helgu Láru, 24 ára, og Hildi
Maríu, 19 ára. Inga Jóna átti fyrir son-
inn Borgar Þór Einarsson sem hefur
gegnt formennsku í Sambandi ungra
sjálfstæðismanna. Geir býr ásamt
Ingu Jónu og yngstu dótturinni í ein-
býlishúsi við Granaskjól í Reykjavík.
Fyrri kona Geirs var Patricia A.
Mistretta Guðmundsson húsmóðir
sem er fædd og uppalin í Frakklandi.
Henni kynntist Geir á námsárunum
í Bandaríkjunum. Börn Patriciu og
Geirs eru Ilia Anna, sem er rúmlega
þrítug, og Sylvia sem er fædd 1981.
Patricia er í dag gift öðrum Íslendingi
og eru hún og dæturnar búsettar hér
á landi. Samband Geirs við Patriciu,
Iliu Önnu og Sylviu ku afar gott.
Aðvaranir að utan
Mismunandi skoðanir eru á því
hvernig Geir hefur staðið sig í þeim
efnahagsþrengingum sem nú herja
á þjóðina. Stjórnarandstaðan hefur
bent á að viðvörunarljósin hafi verið
farin að blikka fyrir löngu og að rík-
isstjórnin og Seðlabankinn hafi ekki
hlustað á aðvaranir erlendra aðila.
16. janúar í fyrra sögðu sérfræðing-
ar hjá fjármálafyrirtækinu Merrill
Lynch & CO að fjárfestar gætu far-
ið að selja íslenskar krónur og að
hætta væri á harðri lendingu í hag-
kerfinu. „Ég myndi fara afar var-
lega í að halda í íslenskar krónur,“
sagði Emma Lawsson, sérfræðing-
ur Merrill Lynch, í viðtali við frétta-
stofuna Bloomberg. Lawson sagði að
krónan væri of hátt skrifuð miðað við
viðskiptahallann.
Geir forsætisráðherra sagði á
sama tíma nýjustu spár sérfræðinga
fjármálaráðuneytisins benda til þess
að viðskiptahallinn myndi lækka
hratt á næstunni. „Útlitið er ekk-
ert slæmt,“ sagði Geir. „Myndarleg
styrking krónunnar í dag og hækk-
un hlutabréfa benda til þess að botn-
inum sé náð,“ sagði Geir H. Haar-
de forsætisráðherra svo í umræðum
um efnahagsmál á Alþingi 31. mars
2008.
New York Times furðaði sig á því í
október síðastliðnum hversu rólegur
Geir væri í þeim ólgusjó sem íslenskt
efnahagslíf siglir í gegnum þessa dag-
ana. „Sem betur fer erum við að sigla
í gegnum stærsta vandann,“ er haft
eftir Geir og sagt að vandamálin sem
nú þurfi að leysa séu tiltölulega fá.
New York Times segir að svo geti
farið að Ísland verði fyrsta fullvalda
ríkið til að verða lausafjárkreppunni
að bráð. Engin önnur leið sé fær en
að leita á náðir Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins þar sem staða Íslands sé
orðin það slæm að það sé nánast
orðin gjaldþrota.
Mótmælin magnast
Almenn ánægja virðist ríkja um störf
Geirs þrátt fyrir gríðarlega erfiða
stöðu i þjóðfélaginu. Blaðamaður-
inn Andy Jordan fjallaði um ástand-
ið á Íslandi í vikunni á vefriti í The
Wall Street Journal: „Hvar er Geir
forsætisráðherra spyrja þau,“ segir
Andy Jordan í upphafi fréttar sinn-
ar þar sem hann fjallar um röð mót-
mæla á Íslandi undanfarið þar sem
fólk hefur mótmælt núverandi efna-
hagsástandi. Á myndbandinu er
fjöldi fólks að kasta eggjum í þing-
húsið og spyrja um forsætisráðherr-
ann. Andy segir þó yfirleitt ekki erf-
itt að finna Geir þar sem hann gangi
daglega í og úr Alþingishúsinu í
fylgd lífvarða sinna. Andy tekur fram
að það sé svolítil yfirlýsing í því fólg-
in að ganga í fylgd lífvarða á Íslandi
þar sem Stjórnarráðið sjálft, sem
líkja mætti við Hvíta hús Bandaríkj-
anna, standi ávallt óvarið á götu-
horni. Geir H. Haarde fór í viðtal við
Wall Street Journal og Andy ræddi
við hann.
Fréttamaðurinn færir sig úr þvögu
mótmælanna og inn í Stjórnarráðið
þar sem Geir svarar nokkrum spurn-
ingum hans. „Þetta er nokkuð sem
við verðum að gera, við erum í stöðu
sem er ekki á valdi okkar, hin alþjóð-
lega fjármálakreppa snertir okkur
mjög djúpt. Og við erum þannig séð
fórnarlömb aðstæðna. Íslendingar
hafa gengið í gegnum mikla erfiðleika
áður, bæði af völdum náttúruham-
fara, einnig vegna fjármálakreppna.
Við höfum alltaf komist í gegnum
það, við höfum alltaf sigrast á því og
það munum við gera núna,“ segir
Geir við Wall Street Journal á meðan
augu heimsins beinast að þjóðinni.
Blaðamaðurinn færir sig aftur út á
göturnar þar sem mótmælin magn-
ast með hverri vikunni.
Undarlegt svar við fyrirspurn
Svarið sem frjálshyggjumaðurinn
Arnar Sigurðsson fékk frá Geir fyr-
ir nokkrum árum, við fyrirspurn um
rekstur þjóðarbúsins í miðjum stór-
iðjuframkvæmdum, verður vart skil-
greint öðruvísi en hrokafullt. Í það
minnsta var það afar undarlegt og
snubbótt. Þá sagði forsætisráðherr-
ann, sem þá var fjármálaráðherra, að
sér þætti leitt að hann skyldi vilja tala
við hann því sjálfur hefði hann engan
áhuga á að tala við Arnar.
„Ég sendi fyrirspurnina í kring-
um árin 2001 eða 2002,“ sagði Arn-
ar í viðtali við DV í apríl á þessu ári
en fyrirspurnir snerist um þensluá-
hrif vegna Kárahnjúkavirkjunar. Í að-
draganda stóriðjuframkvæmdanna
óskaði hann eftir viðtali við Geir en
þá lék Arnari forvitni á að vita hvern-
ig hann hygðist haga ríkisfjármálum
til að vinna á móti fyrirsjáanlegum
þensluáhrifum. Áhrif sem bersýni-
lega komu í ljós fyrr á þessu ári. Arn-
ar fékk svar um hæl frá fjármála-
ráðherranum þar sem stóð orðrétt:
„Sæll Arnar, mér þykir leiðinlegt að
þú skulir vilja tala við mig því ég hef
engan áhuga á að tala við þig.“
Vandaður maður
Steingrímur J Sigfússon, formaður
vinstri-grænna, hefur gagnrýnt ríkis-
stjórn Geirs mikið undanfarið. Hann
segir ummæli hans í janúar þess efn-
is að botninum væri náð vera dæmi
um lélegt stöðumat eða andvara-
leysi. Hann tekur fram að fundirn-
ir sem haldnir hafi verið í kjölfarið
í Danmörku og Bandaríkjunum til
þess að eyða misskilningnum um
íslenska hagkerfið hafa verið hjákát-
lega.
„Stjórnmálamaðurinn Geir er
vandaður og velviljaður maður en
kannski ekki endilega sá sterki for-
ingi sem maður hefði getað hugsað
sér að hafa í þessari sterku glímu,“
segir hann. Steingrímur segir að það
megi spyrja sig þeirrar spurning-
ar hvort forsætisráðherra hafi verið
nógu kraftmikill og fastur fyrir und-
anfarið. Hann vill þó ekki taka Geir
út úr myndinni og einblína á hann
heldur bendir hann á það að hon-
um finnist fólkið sem sitji í ríkisstjórn
einfaldlega of veikt. Steingrímur seg-
ir Geir vera þægilegan í samskiptum.
Aðgerða- og andvaraleysi
Steingrímur segir risavaxin verkefni
hafa borið á hendur manna og erf-
ið staða sé fram undan. „Geir hefur
alveg haldið haus í gegnum þetta og
reynt sitt besta og verður ekkert sak-
aður um að hafa ekki reynt að sinna
þessum verkum. En mér finnst þó að
verkstjórnin og forystan í þessu hafi
verið veiklulegri en maður hefur vilj-
að sjá,“ segir hann. Steingrímur seg-
ir vanda Geirs stundum vera þann
að hann virðist einungis halla sér að
einni leið eða einum kosti.
„Ég myndi ekki lýsa Geir sem
hugmyndaríkum og skapandi stjórn-
málamanni. Heldur sem velviljuð-
um,“ segir Steingrímur sem finnst
skorta á það að staðan sé greind og
fleiri möguleikar skoðaðir. Varð-
andi ríkisstjórnina sem situr í um-
boði Geirs segir Steingrímur hana
ábyrga fyrir aðgerða- og andvara-
leysi. Varðandi það hvort Geir hafi
sagt ósatt eins og þegar hann tjáði
blaðamönnum að engir krísufundir
væru í gangi þegar seinna kom í ljós
að það hefði augljóslega verið segist
föstudagur 21. nóvember 200816 Helgarblað
Ríkisstjórnartilhugalífið Það fór vel
á með geir og Ingibjörgu sólrúnu
gísladóttur, formanni samfylkingarinn-
ar, þegar þau mynduðu núverandi
ríkisstjórn eftir kosningarnar 2007.
MYND GúNDi