Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Qupperneq 17
Steingrímur ekki væna Geir um lygi.
„Ég vil nú trúa því að Geir H. Haar-
de segi mönnum ekki ósatt viljandi
en hann hefur stundum ekki sagt allt
sem hann veit. Stundum ekki upp-
lýst um allt sem hefði átt rétt á sér að
vera gert.“
Friðrik Sophusson, fyrrverandi
fjármálaráðherra, fer fögrum orð-
um um Geir: „Hann er vandaður og
áreiðanlegur maður og afskaplega
vandur að sinni virðingu. Hann hefur
alla tíð notið trausts þeirra sem unn-
ið hafa með honum og verið ákaflega
óumdeildur í þeim flokki sem hann
starfar. í“
Framsóknarmaðurinn Ólafur Örn
Haraldsson sat í ríkisstjórn með Geir
á árunum 1995-2003. Þeir unnu náið
saman á meðan Ólafur var formaður
fjárlaganefndar Alþingis og Geir var
fjármálaráðherra. Ólafur segir sam-
starfið hafa verið afskaplega ánægju-
legt og þar hafi hann lært margt af
Geir. Hann segir Geir hafa haldið
vel utan um fjármál ríkisins á þess-
um árum. „Geir birtist mér alltaf sem
mjög vandaður maður sem vann
af mikilli fagmennsku. Hann hafði
svona annan stíl en Friðrik en hann
hélt gríðarlega vel utan um þetta,“
segir Ólafur.
Segir Geir ekki nógu harðan
Sverrir Hermannsson sat á þingi fyrir
Frjálslynda flokkinn á árunum 1999-
2003 og var lengst af flokksbundinn
sjálfstæðismaður. „Geir er jafnlynd-
ur og þolimóður og heldur jafnvægi
sínu þótt mikið gangi á eins og menn
hafa séð núna í þessum óskapagangi
að undanförnu,“ segir hann. Sverrir
bætir við að Geir hefði samt kannski
átt að taka fastar á einstaka þáttum
mála núna að undanförnu. Hann
segir líklegt að Geir eigi erfitt með
að búa við og stjórna með því seðla-
bankavaldi sem sýnir sig og hefur
sýnt sig. „Hann er ekki öfundsverð-
ur af því.“
Matthías Bjarnason, fyrrverandi
ráðherra og þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, segir Geir vera grandvar-
an og heiðarlegan mann. Hann segir
gott að vinna með honum. „Hann gat
verið léttur og kátur en líka alvarleg-
ur á þeim stundum sem það þurfti
að vera,“ segir Matthías. Matthías og
Geir hafa lengi verið vinir og tekur
hann fram að þeir séu ennþá mikl-
ir vinir þó að nú blási á móti Geir.
Matthías segir að nú sé mikið lagt á
félaga hans að stjórna við þessar erf-
iðu aðstæður þar sem allir leita að
sökudólgi. Hann segir þó að stund-
um haf sér fundist að Geir væri ekki
nógu harður.
Siglir á milli skers og báru
Ólafur Örn Haraldsson segir að hon-
um finnist Geir hafa sýnt gríðarlega
mikla stillingu undanfarið. Hann lít-
ur svo á að Geir hafi reynst þjóðinni
vel hingað til. „Geir H. Haarde er
maðurinn sem við þurfum á þessum
tíma,“ segir hann.
Fyrrverandi þingmaður sem var
á þingi með Geir á árum áður segir
að Geir hafi lent í gryfju. Hann gangi
ekki nógu sterkt fram, taki ekki af
skarið og komi stjórn Seðlabankans
frá. „Sem flokksformaður finnst mér
hann ekki vera sterkur. Hann er að
reyna að sigla á milli skers og báru í
flokki sem er margklofinn. Hann til-
heyrir ekki frjálshyggjuarminum og
konan hans fékk að finna fyrir því að
henni var fórnað og hennar pólitísku
framtíð,“ segir viðmælandi DV og á
þar við þegar Ingu Jónu Þórðardótt-
ur var fórnað fyrir Björn Bjarnason í
borgarmálunum.
Vantar bjartsýni
Viðmælandi DV segist alltaf hafa lit-
ið á Geir sem afar traustan mann en
nú finnist honum Geir ekki vera að
spila rétt úr spilunum. „Ég held að
hann sé búinn að vera í mikilli af-
neitun. Hann bara neitaði að trúa að
þetta væri að gerast og talaði þannig
fram á seinasta dag,“ segir hann.
Mjög greinilegt sé að allt of seint hafi
verið gripið í taumana og ekki reynt
að grípa til neinna ráðstafana. Fyrr-
verandi samstarfsmaður Geirs á Al-
þingi segir einnig að honum finnist
hann ekki hafa beitt sér til þess að
berja kjark og bjartsýni í fólk. „Og að
kalla ýmsa aðila að borðinu. Hefja
umræðu um framtíðina. Sumir hafa
nú talið að fólk sé bara dofið, ennþá
í áfalli,“ segir hann og bætir því við
að greinilegt sé að Geir sé búinn að
leggja mikla vinnu á sig en það mætti
vera miklu meira fyrir opnum tjöld-
um. „Það er óviturlegt að reyna að
standa vörð um valdakerfið í þessari
stöðu,“ segir alþingismaðurinn sem
vill ekki láta nafns síns getið.
Með músíkalskan húmor
Viðar Víkingsson kvikmyndagerðar-
maður var vinur og skólabróðir
Geirs, allt frá því í fyrsta bekk og út
menntaskólann. Hann segir húm-
orinn og músíkina í Geir tengjast á
skemmtilegan hátt.
„Hann var alltaf dálítið í músík,
söng til dæmis í Fílharmoníukórnum
og lærði á píanó. Í sambandi við það
er hans húmor svolítið músíkalskur
að því leyti að það sem honum fannst
fyndið hafði með það að gera hvernig
fólk talaði, til dæmis kennarar. Eng-
inn spáði í þetta kannski til að byrja
með, en uppgötvuðu þetta svo þegar
Geir hafði hlegið að þessu í smá tíma
og fóru að gantast með þetta. Ég man
til dæmis eftir einum kennara sem
við höfðum í algebru í gagnfræða-
skóla og sagði „a“ með einhverjum
ógurlegum látum. Þetta fannst Geir
ákaflega fyndið og átti það til að bera
fram spurningu við kennarann þar
sem hann vissi að svarið væri a, bara
til að heyra kennarann segja a-ið á
sinn sérkennilega hátt.“
Blótið í Iðnó ekki dæmigert
Viðar segir Geir ekki vera mikinn
skapmann, að minnsta kosti ekki á
yfirborðinu. „Ég minnist þess ekki að
hann hafi sýnt mikla reiði. Það þýðir
samt ekki að hann sé skaplaus. Þeg-
ar hryðjuverkalögin voru sett í Bret-
landi fannst mörgum viðbrögð Geirs
vera voða dauf þegar hann talaði
um að þetta væri „not very pleas-
ant“ eða eitthvað í þeim dúr. En þá
ber að horfa til þess að Bretar skilja
svona „understatement“, enda skilja
þeir Íslendingasögurnar sem ganga
allar út á þetta, að segja frekar minna
en meira. Kannski er hægt að segja
að þetta lýsi karakter Geirs á ein-
hvern hátt. Sumum finnst vanta eitt-
hvað upp á skap hans og viðbrögð,
en það þýðir ekki að hann hugsi ekki
sitt.“ Aðspurður segir Viðar Geir vera
varkáran. „Davíð Oddsson var alltaf
á undan okkur í skóla og hann var
meiri leikhúsmaður en Geir.“
Í menntaskóla skiptist kunn-
ingjahópurinn svolítið í tvennt að
sögn Viðars. „Annars vegar þá sem
aðhylltust borgaraleg gildi, og þeir
drukku brennivín, og hins vegar
hippana sem voru í hassinu. Geir var
í borgaralegu gildunum.“
Geir var hreinn og beinn sem
ungur maður og vel liðinn af öllum.
Og Viðar kveðst ekki geta séð að kar-
akter Geirs hafi breyst eitthvað mið-
að við þegar hann var yngri, en tek-
ur þó fram að hann hafi ekki verið í
miklum samskiptum við forsætis-
ráðherrann seinni árin.
Að mati Viðars sýnir það ekki
rétta mynd af Geir þegar hann blót-
aði Helga Seljan, dagsrárgerðar-
manni í Kastljósinu, á blaðamanna-
fundi í Iðnó á dögunum. „Það er ekki
dæmigert fyrir hann. Ég myndi halda
að það skrifaðist frekar á þreytu og
stress.“
Líður ekki vel sem
forsætisráðherra
„Ég hef aldrei kynnst öðru en góðu í
okkar samskiptum í gegnum árin, þó
að við höfum aldrei verið sammála
í pólitík.“ Þetta segir Álfheiður Inga-
dóttir, skólasystir Geirs í Melaskóla,
Hagaskóla og MR en andstæðing-
ur hans í pólitíkinni sem þingkona
vinstri-grænna.
„Hann er félagslyndur, söngvinn
og kátur. En Geir er ekki skaplaus
sem einhverjir gætu haldið eftir að
hafa fylgst með honum sem forsætis-
ráðherra. Þetta eru kannski ekki þeir
eðliseiginleikar sem njóta sín hjá
honum núna í stóli forsætisráðherr-
ra. Mér finnst honum raunar heldur
leiðast í þessu hlutverki sem hann er
í. Ég þekki hann ekki alltaf fyrir sama
mann.“
Aðspurð hvað hún telji að hafi
fleytt honum alla leið í stól forsætis-
ráðherra kveðst Álfheiður auðvitað
ekki þekkja „þessar klifurreglur“ sem
menn segi að séu í Sjálfstæðisflokkn-
um.
„En ég þekki Geir ekki að öðru en
drengskap sem mér finnst afar mik-
ilvægur eiginleiki í stjórnmálum. Ég
tala nú ekki um þegar þeir taka for-
ystu í stjórnmálaflokki. En mér sýn-
ist honum leiðast meira í vinnunni
núna. Mér finnst hann ekkert voða-
lega glaður í þessu starfi, finnst hon-
um ekki líða vel. Og þá á ég við allt frá
því hann tók við því í fyrra. Ég er ekki
viss um að þetta starf eigi við hann.“
Náinn móður sinni
Spurð um dugnað og atorku Geirs,
og þá jafnvel heima við, segist Álf-
heiður ekki geta lagt mat á það.
„Þau eru bæði mjög upptekin, Geir
og Inga Jóna, og hann í þessu starfi
hugsa ég að skipti ekkert á rúmun-
um. En ég efast ekki um að hann geti
það því hann er alinn upp af móður
sinni og hafði það ekkert endilega
alltaf of gott.
Það var alltaf gott samband á milli
Geirs og mömmu hans, Önnu. Þau
voru mjög nákomin og góðir félagar.
Ég hitti Önnu oft með Geir og Ingu.
Hún var alltaf með þegar eitthvað var
um að vera, jafnvel þótt það tengdist
Geir ekki beint heldur einhverjum
vinum hans.“
Ef Geir myndi spyrja Álfheiði
hvaða starf hann ætti að sækjast eftir
í staðinn fyrir forsætisráðherrastarfið
segist hún ekki geta ráðlagt honum í
því. „Ég myndi vísa á Ingu Jónu,“ seg-
ir Álfheiður og hlær. „Þau eru afskap-
lega samhent og góð hjón og verið
mjög samstiga í sínu lífi og pólitík. Og
það er gott að vera nálægt þeim, líka
þegar við erum að rífast um pólitík.“
Góður í latínu
„Hann var prýðilegur námsmaður,“
segir Þórður Örn Sigurðsson sem
kenndi Geir latínu í menntaskóla.
„Hann stóð sig mjög vel í latínu og
öðrum námsgreinum. Hann var
með mjög góða einkunn á stúdents-
prófi, enda góðum gáfum gæddur.“
Spurður hvernig Geir birtist hon-
um sem persóna segist Þórður ekki
ætla að fella neina palladóma um
það. „En mér líkaði vel við hann.
Hann kom ágætlega fram að öllu
leyti. Ég held að hann hafi verið vel
liðinn í bekknum. Mér finnst mjög
eðlilegt að hann hafi náð jafnlangt og
raunin er. Hann var vel siðaður ung-
ur maður.“
Sungu þýsk stúdentalög
Steinn Jónsson læknir hefur þekkt
Geir frá sjö ára aldri og segir hann
einn af sínum bestu vinum. „Ég met
hann mjög mikils og hef ekkert nema
gott um hann að segja. Við vorum
bæði saman í skóla og í fótbolta og
körfubolta í KR. Geir var býsna lið-
tækur í körfunni og hann var líka
mjög góður skákmaður. Hann tefldi
á fyrsta borði fyrir Hagaskóla og var
yfirleitt alls staðar í forystu þar sem
hann var.“
Að sögn Steins var Geir „súper-
námsmaður“ og skaraði fram úr al-
veg frá barnaskóla og upp í mennta-
skóla. „Og hann var held ég formaður
í öllum nemendafélögum sem hann
kom nálægt,“ segir Steinn. „Hann
hefur dæmigerða leiðtogahæfileika
og hefur lag á því að fá fólk með sér.
Hann er líka mikill húmoristi og
gaman að vera nálægt honum.“
Geir og Steinn eru hluti af fimm
stráka vinahópi sem hélt svolítið
meira saman en aðrir í sjötta bekk
í menntó. Hinir þrír eru Hjörleifur
Kvaran, Hannes Sigurðsson og Jón
Þór Sverrisson. Steinn kann marg-
ar sögur af þeim félögum en sú saga
sem komi fyrst upp í hugann tengist
tuttugu og fimm ára stúdentsafmæli
þeirra skólabræðra.
„Við höfðum sungið saman við
ýmis tækifæri á menntaskólaárun-
um og oft var talað um kvartett 4.
B í því sambandi. Við Geir, Jón Þór
og Hannes hittumst svo í stúdents-
veislu daginn fyrir nemendafagn-
að MR vorið 1996 og fórum að rifja
upp gömlu stúdentalögin. Geir kom
þá með þá snilldarhungmynd að við
myndum troða upp á ballinu kvöld-
ið eftir og við hinir samþykktum
það. Hann var fljótur að koma þessu
á dagskrána og fékk svo okkar gamla
undirleikara, Þorgeir Ástvaldsson,
til að vera með. Síðan æfðum við í
tíu mínútur undir sviðinu á Broad-
way, í miðju borðhaldinu, stigum
síðan á sviðið og sungum þrjú þýsk
stúdentalög við mikinn fögnuð við-
staddra og okkar sjálfra. Geir var
auðvitað vanur þessu en fyrir okkur
hina var þetta atvik mjög sérstakt og
eftirminnilegt.“
Man ekki eftir neinum göllum
„Geir er ákaflega greindur, glaður
og skemmtilegur maður. Hann er
vinnusamur mjög og afburðamála-
maður,“ segir séra Geir Waage, prest-
ur í Reykholti, sem var í bekk með
nafna sínum Haarde í MR. Hann
tekur undir með öðrum skólafélög-
um Geir Hilmars um námsgetu hans
og metnað, en það kom ekki í veg fyr-
ir að hann tæki þátt í skemmtunum
og gleðskap vinahópsins.
Aðspurður hvort það hafi ekkert
komið niður á heimavinnunni segir
Geir svo ekki vera. „Skólakerfið gerir
ráð fyrir því, eða gerði það alla vega,
að menn væru í þessum „verkefnum
ungra manna“, meðfram mennta-
skólanáminu. Læra á lífið, syngja og
og skemmta sér eins og gengur með
menn á þessum aldri.“
Spurður um galla Geirs segir séra
Geir að hann hafi vafalaust einhverja
eins og allir menn. „En ég man ekki
eftir neinum núna.“ Aðspurður segir
Geir nafna sinn vissulega vera var-
færinn, þó ekki um of. „Annars kann
ég ekki að leggja mat á það. En hann
vandar sig.“
Geir kveðst ekki endilega hafa
séð vísbendingar um það á tánings-
árunum að Geir Haarde myndi fara
í póltík og ná að klífa metorðastigann
á þeim vettvangi. „En ég sá hjá hon-
um kosti sem hefðu skilað honum
langt á hvaða sviði sem hann hefði
valið sér. Það var alveg augljóst mál.
Hann er ágætlega til forystu fallinn á
þeim sviðum sem hann beitir sér og
mér hefur þótt hann stækka mjög af
framgöngu sinni að undanförnu. Ég
held að hann sé réttur maður á rétt-
um stað.“
föstudagur 21. nóvember 2008 17Helgarblað
Í kjölfar Davíðs davíð Oddsson
var inspector í mr veturinn áður
en geir gegndi sama embætti.
MYND óLafur k. MaGNúSSoN
kátur geir tekur við lyklavöldunum
í utanríkisráðuneytinu af davíð
Oddssyni árið 2005.
MYND GuNNar GeIr VIGfúSSoN
„Ég sat með honum í
boði þegar hann fékk
tilkynningu um að
hann yrði ráðherra, og
ég man það að hann
hoppaði í loft upp.“
„Ég vil nú trúa því
að Geir H. Haarde
segi mönnum ekki
ósatt viljandi en
hann hefur stund-
um ekki sagt allt
sem hann veit.“