Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Blaðsíða 18
KREFJAST föstudagur 21. nóvember 200818 Helgarblað „Þeir eiga að segja meira, það hlýtur að vera eðlileg og sanngjörn krafa, því þetta snýst ekki um vilja frétta- manna heldur vilja fólksins,“ segir Sigmar Guðmundsson, einn þátta- stjórnenda Kastljóss, um upplýs- ingaflæði stjórnmálamanna. Sigmar er einn þeirra sem hafa fengið ósannindi beint í æð en hann tók frægt viðtal við Geir H. Haarde stuttu eftir hrun bankanna. Í við- talinu sagðist Geir ekki kannast við að innan ríkisstjórnarinnar hafi verið ræddur sá möguleiki að stjórn Seðla- bankans víki. Stuttu seinna kom í ljós að ráðherra Samfylkingar hafði látið bóka það á ríkisstjórnarfundi að seðlabankastjórn nyti ekki trausts flokksins. „Ég vissi ekki af bókuninni þá. Hefði ég vitað af henni hefði Geir ekki sloppið,“ segir Sigmar. „Mín tilfinning er sú að það er meira um það að það sé talað í hálf- kveðnum vísum, hálfur sannleik- ur sagður. Það er meira verið í því að halda upplýsingum frá fólki á þessum stóru og miklu tímamót- um. Upplýsingagjöf til almennings í gegnum stjórnmálamenn og stofn- anir er óheyrilega lítil miðað við hvað er verið að fjalla um mikilvæg mál. Þar af leiðandi höfum við alltaf þessa tilfinningu að það sé ekki ver- ið að segja allan sannleikann en við fréttamenn eigum líka erfitt með að baktékka það,“ segir Sigmar, síður en svo sáttur. Lekinn hið besta mál Fjölmiðlar hafa ítrekað þurft að birta og vitna í trúnaðarskjöl að undan- förnu því upplýsingaflæðið hefur ekki verið upp á marga fiska. Sigmar segir lekann hið besta mál og að fjölmiðl- ar hafi stað- ið sig ágæt- lega eftir banka- hrunið. Fyrir það hafi fjölmiðlamenn, líkt og almenningur, verið blindur á gang mála. „Stjórnmálamenn koma sér und- an því að svara en eru síðan hankaðir á því, þegar upplýsingar leka út síð- ar, að svar þeirra var ekki rétt. Kerfið lekur meira má segja. Það leka upp- lýsingar innan úr ríkisstjórn, af rík- isstjórnarfundum og símtöl á milli ráðherra landa. Svona upplýsingar hafa ekkert endilega lekið mikið á síðustu árum. Þegar þetta allt leggst saman, þessi lélega upplýsingagjöf og þessi aukni leki eru stjórnmála- menn aftur og aftur og aftur að koma sér í vandræði því þeir, að því er virð- ist, koma ekki hreint fram í upphafi og segja okkur það sem er í gangi,“ segir Sigmar. „Ef menn halda aftur upplýsing- um um stöðu mála lenda þeir í því trekk í trekk í trekk að það leka upp- lýsingar sem síðan setja ákvarðan- ir þeirra og upplýsingaskort í mjög skrítið og annarlegt ljós og það er náttúrlega ekki gott.“ Háðir sannleikanum Heimir Már Pétursson, fréttamaður á Stöð 2, hefur verið atkvæðamikill á blaðamannafundum ríkisstjórnar- innar og spurt beinskeyttra spurn- inga en ekki alltaf fengið svör. Heim- ir Már segir að stjórnmálamenn sem verða uppvísir að lygum eigi sér ekki langa framtíð í stjórnmálum. „Persónulega hef ég ekki oft lent í því á mínum ferli sem fréttamaður að standa fólk að lygi. Það hefur samt sem áður komið fyrir í bæði minni og stærri málum en þá eru það ekk- ert endilega ráðamenn heldur líka oft forstöðumenn fyrirtækja og sam- taka. Þeir hafa þá að minnsta kosti ekki sagt allan sannleikann heldur sína hlið á honum. Það undirstrik- ar þá reglu að það sé mikilvægt að hafa fleiri en einn heimildar- mann fyrir þeim frétt- um sem maður gerir,“ seg- ir Heimir Már. „Ann- ars held ég að þeir ráðamenn sem bein- línis ljúga að manni eigi ekki langa framtíð fyrir sér í stjórnmálum. Þeim verður ekki fyrirgefið það oft. Þeir kannski kom- ast upp með það einu sinni eða tvisv- ar en þá skipta kannski aðstæður máli. Þetta getur varðað þjóðarhag en þá er líka gott að segja ekki neitt í staðinn fyrir að segja eitthvað sem er hreint og beint ósatt. Við frétta- menn erum háðir því að fólk segi rétt og satt frá, annars undirstrika ég það að það er aldrei gott að styðjast við aðeins eina heimild.“ Upplýsingar á mannamáli Sölvi Tryggvason, einn þáttastjórnenda Íslands í dag á Stöð 2, segist ekki hafa lent í því að einhver stjórnmálamaður hafi log- ið að honum. Hann bendir á að fyrsta reglan í hans starfi sé að taka öllu með fyr- irvara. „Stjórnmálamenn hafa klúðrað því að gefa upplýsingar á mannamáli en að mörgu leyti eru þeir að reyna sitt besta, það hefur vantað einhvern alvöru strategista hjá þeim. Ég held að fólkið í landinu upplifi það þannig að upplýsingaflæðið sé ekki nógu gott,“ segir Sölvi. Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Ís- lands, segir að sem blaðamaður þurfi hún að vera mjög gagn- rýnin á það sem stjórn- mála- menn segja. „Stjórnmálin eru nú bara þannig að það er tilhneiging til þess að skjóta sér undan svörum. Það er ekkert nýtt og hefur verið við lýði jafnlengi og stjórnmálin. Það er mjög gott ef fjöl- miðlar treysta ekki bara á það sem opinberir aðilar segja opinberlega heldur fari sínar eigin leiðir í því að kalla eftir upplýsingum. Ég held að íslenskir fjölmiðlar megi gera bet- ur í þeim efnum. Þetta er ágætis áminning um það að við blaða- menn eigum að grafast fyrir meira um sjálfa fréttina,“ segir Arna. Íslenska þjóðin treystir á fjölmiðla til að færa fregnir af því sem gerist í þjóðlífinu. Sjaldan hafa þessar upplýs- ingar verið jafnmikilvægar og í því ölduróti sem nú ríður yfir íslenskt efnahagslíf. Starf blaðamanna verður hins vegar þrautin þyngri þegar ekki er sagt satt og rétt frá. Stjórnmálamenn hafa orðið uppvísir að ósannind- um að undanförnu og tala oftar en ekki í hálfkveðnum vísum. DV hafði samband við nokkra valinkunna blaða- menn og spurði þá út í upplýsingaflæði frá ríkisstjórn Íslands og hvort þeir treysti orðum stjórnmálamanna. „Annars held ég að þeir ráðamenn sem beinlínis ljúga að manni eigi ekki langa framtíð fyrir sér í stjórnmálum.“SANNLEIKANS AtLi Már GyLfAson blaðamaður skrifar: atli@dv.is 27. september „nei, nei, nei, nei, ég var að koma frá bandaríkjunum í morgun eins og þið vitið, búinn að vera nokkra daga í burtu og ákvað að nota daginn í að setja mig inn í það sem er búið að vera að gerast á meðan ég var fjarverandi.“ n geir var spurður hvort fundur hans með seðlabankastjórun- um þremur í stjórnarráðinu hafi verið krísufundur. grafalvar- leg staða glitnis var þarna rædd. geir flýtti heimför sinni frá bandaríkjunum til að mæta. 28. september „nei ég á ekkert sérstaklega von á því, það náttúrlega kemur fjárlagafrumvarpið á miðvikudaginn og ég verð með stefnuræðu í alþingi á fimmtudaginn. Það er allt saman á bara hefðbundnu róli...“ n svar geirs við því hvort von væri á yfirlýsingu eða aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum eftir leynifund með fulltrúum allra flokka. Í ljós kom að þar var verið að kynna alvarlega stöðu í efnahagsmálum fyrir viðstöddum. 28. september „Ja, ég myndi nú ekkert lesa neitt sérstakt í það, við vinnum oft um helgar[...] maður þarf stundum að finna tíma þar sem menn geta talað saman í ró og næði án þess að vera í eilífri tímapressu.“ n geir aðspurður hvort ekki væri óvenjulegt að hann fundaði tvisvar sinnum yfir helgi með yfirstjórn seðlabankans. 29. september „Það var ekkert sérstakt sem gekk á, ég tala mikið við þessa menn og við ákváðum að hittast í gærkvöldi. Ég nota gjarnan tækifærið og spjalla við björgólf thor þegar hann er á landinu og mér finnst ég hafa gagn af því og það er ekkert óeðlilegt við það að við hittumst eftir þessar breytingar sem orðið hafa á markaðinum.“ n geir vildi lítið tjá sig um hvað hefði farið fram á fundinum, en sagði að ekki hefði verið farið fram á sameiningu glitnis og Landsbankans með formlegum hætti. fram hefur komið að forsvarsmenn Landsbankans lögðu til að glitnir, Landsbankinn og straumur yrðu sameinaðir. 5.október „nei, nei. Ég myndi ekki segja að við værum neitt sérstaklega verr stödd.“ n Þessu svaraði geir aðspurður hvort Ísland væri verr statt en aðrar þjóðir. daginn eftir voru hin sögulegu neyðarlög sett þar sem fjármálaeftirlitinu var gefin heimild til að taka yfir bankastofnanir. 5. október ,,Þessi helgi hefur skilað því að við teljum ekki nauðsynlegt að vera með sérstakan pakka.“ n sagði geir daginn áður en neyðarlögin voru sett. Þá sagði hann einnig að ríkisstjórnin teldi ekki ástæðu til að grípa til sérstakra ráðstafana vegna fjármálakrísunnar. 22. október geir kannast ekki við að innan rikisstjórnarinn- ar hafi verið ræddur sá möguleiki að stjórn seðlabankans víki. „nei, það hefur ekki verið rætt. Ja, nei, nei, það hefur ekki verið rætt,“ sagði geir í Kastljósi. n Í ljós kom að áður hafði ráðherra samfylkingar bókað að seðlabankastjórn nyti ekki trausts flokksins. Ingibjörg sólrún gísladóttir utanríkisráðherra sagði síðar að hún hefði áður rætt einmitt þennan möguleika við geir. 6. nóvember geir segir ekki koma til greina að ganga að þeim skilyrðum að íslenska ríkið ábyrgist innistæður vegna Icesave áður en lán fæst frá alþjóðagjaldeyrissjóðnum „Þannig munum við ekki láta kúga okkur. Það er eitt sem ég vil fullyrða.“ n rúmri viku síðar gengu stjórnvöld til samninga vegna Icesave-reikninganna. 6. nóvember „Það er ekki íslenska ríkið sem er að lenda núna í þessum vanda það eru einkabankarnir. Þetta mál snýst um það að íslenska ríkið og almenningur í landinu ætlar ekki að taka að sér að borga skuldir þessara einkaaðila.“ n Þetta sagði geir á mbl.is. geir var spurður um hvort greiðslur vegna Icesave-reikninganna lendi á íslenska ríkinu. 9. nóvember „Það hefur alveg komið skýrt fram af minni hálfu bæði gagnvart ráðamönnum í þessum löndum og eins gagnvart alþjóðagjaldeyrissjóðnum að þetta eru tvö óskyld mál. við sættum okkur ekki við að þeim sé blandað saman og við munum ekki láta kúga okkur til að blanda þeim saman.“ n geir segist ekki ætla að ganga að kröfum vegna Icesave- reikninganna. Það gerir hann hins vegar viku síðar. ósannindi og óskhyggja geirs haarde snýst um vilja fólksins sigmar guðmundsson segist ekki hafa látið geir Haarde sleppa með ósannindi í Kastljósi ef hann hefði vitað hið sanna í málinu. Hann segir leka trúnaðargagna hið besta mál í þessu árferði. Háður sannleikanum Heimir már Pétursson segir fréttamenn háða því að þeim sé sagt satt. Hann hefur aldrei staðið viðmælanda sinn að lygi. MynD GUnnAr GUnnArsson Ekki treysta öllu arna schram segir blaðamenn ekki mega treysta um of á það sem við þá er sagt, þeir þurfi að grafast sjálfir fyrir um sannleikann. MynD HEiðA HELGADóttir Ekki treysta öllu sölvi tryggvason telur almenning upplifa skort á upplýsingaflæði frá stjórnmála- mönnum. Í starfi sínu tekur hann öllum upplýsingum með fyrirvara. MynD stEfán KArLsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.