Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Page 21
föstudagur 21. nóvember 2008 21Umræða Hver er maðurinn? „Helgi Hjörvar.“ Hvað drífur þig áfram? „nú, ástríðan.“ Hvar ertu upp alinn? „Í reykjavík og Kaupmannahöfn.“ Hvert í heiminum myndr þú helst vilja fara? „Það er hvergi betra að vera en hér.“ Hvar er best að slaka á? „Í faðmi fjölskyldunnar.“ En fá útrás? „Ég hleyp til að gleyma.“ Af hverju ákvaðst þú að hætta að þiggja starfskostnaðar- greiðslur án þess að gera grein fyrir þeim? „sumir þingmenn gera þetta og mér fannst fara betur á því þótt hitt megi líka.“ Finnst þér eðlilegt að ekki sé gerð grein fyrir útlögðum kostnaði? „Það gilda reglur um hvað má telja til kostnaðar, það er nægilegt.“ Telur þú að efna þurfi til kosninga í vor? „Ég tel rétt að kjósa þegar búið er að takast á við bráðavandann og rannsaka þetta sem gerðist.“ Á að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu um hvort sækja eigi um aðild að ESB? „nei, það á að sækja strax um aðild.“ Ætlar þú að gera jólainnkaupin snemma í ár líkt og formaður Neytendasamtakanna mælir með? „Þau geri ég alltaf á Þorláks- messu.“ Hvað er í jólamatinn hjá Helga Hjörvar? „Hamborgarhryggur og mikið af honum.“ Hvernig líst þér á iMF-lánið? „bara vel, við þurfum á því að halda.“ KArl SigmuNdSSoN 63 ára Húsvörður „Ég vona að það verði okkur til góðs. en hvernig eigum við að borga það til baka?“ ÁSdíS STEFÁNSdóTTir 64 ára söluKona Í mjódd „Illa, við áttum ekki að taka þetta lán. reynsla annarra ríkja af þessum lánum er ekkert til að hrópa húrra fyrir.“ JóNAS guðmuNdSSoN 67 ára ellIlÍfeyrIsÞegI „mér líst ekki vel á það ef sömu menn taka við því og eru við stjórnvölinn núna.“ ANNA ÞórA ólAFSdóTTir 75 ára prjónaKona Í mjódd Dómstóll götunnar HElgi HJörvAr, þingmaður samfylkingar, er einn fárra þing- manna sem þiggja ekki starfskostn- aðargreiðslur án þess að gera grein fyrir þeim með reikningum. Helgi segir hvergi betra að vera en á Íslandi og hann vill fá hamborgarhrygg í jólamatinn og Hleypur til að gleyma „Það fer eftir því hverjir taka við peningunum. Ég treysti ekki núverandi stjórn seðlabankans. Ég vil allt aðra ráðamenn en þá sem eru við lýði í dag.“ SigrúN mArgréT SigmArSdóTTir 73 ára HarðfIsKsalI maður Dagsins Þetta eru ekki bara erfiðir tímar - einsog skáldið sagði - þetta eru fá- ránlegir tímar - og hver einasti guð- slifandi dagur færir okkur nær kjarna leiksýningar sem er svo margþæfð og samofin og krossbönduð að við - áhorfendur - hljótum að krefjast þess að henni ljúki sem fyrst - bara svo við köfnum ekki í skelfilegri atburða- rásinni. En nei, nei, nei, okkur er ekki hleypt út; við erum fangar þessarar leiksýningar sem hefur öðlast sjálf- stætt og persónulegt líf og hikar ekki við að svara okkur með skætingi ef henni þóknast þá að svara okkur yf- irleitt. Við erum samt ekki af baki dottin. Við þjöppum okkur saman við aðaldyrnar og brýnum kröfur okkar um útgöngu. Við þykjumst eiga nokkurn rétt á að komast burt úr haugnum og við eigum heimtingu á að vita allt um til- urð þessarar leiksýningar sem ætlar okkur lifandi að drepa. Við spyrjum því aftur og aftur og krefjumst svara - því það erum við sem þrátt fyrir allt borguðum sjóið - og það erum við sem viljum að því ljúki - og það erum við sem erum lokuð inni - og það erum við sem viljum út - og það erum við sem eigum að ríkja yfir okk- ar eigin lífi og stýra okkar stefnu og för. Einfaldar spurningar okkar berg- mála dag eftir dag: Hver er höfundur leik- sýningarinnar? Hver er leikstjórinn? Hverjir eru aðalleikararnir. Hverjir eru aukaleikararnir? Hver gerði leikmyndina? Hverjir eru ljósameistaranir? Hverjir eru förðunarmeistaranir? Hverjir eru búningahönnuðirnir? Og leiksýningin - glottið á henni - svarar og dillar sér í lendunum og og slær sér á lær og kallar okkur skríl og vesalinga og grettir sig og sönglar og vitnar í blóðtökur og drápshringi og hún sveiflar sér um leið og sann- leikur hennar hljómar og andskotast einsog fimm þúsund feilnótur í ær- andi tónverki: Höfundurinn er enginn. Leikstjórinn er enginn. Aðalleikararnir eru engir. Aukaleikararnir eru engir. Leikmyndina gerði enginn. Ljósameistarinn er enginn. Förðunarmeistararnir eru engir. Búningahönnuðarnir eru engir. Og þá förum við ekkert í grafgötur með þetta; það ber enginn ábyrgð á veru okkar á sýningunni, það stjórn- ar henni enginn, það hefur enginn skrifað leikritið sem við kveljumst undan - og viti menn - við tökum mark á svörunum. Við tökum hönd- um saman og við stöndum saman og við tökum þetta leikrit sem ekkert er og alla sem að því standa sem engir eru og við blásum öllu um koll og við komumst út undir bert loft. Við erum nefnilega fullkomlega fær um að stjórna framtíð okkar og við veljum til hönnunarinnar mann- eskjur með réttlætiskennd en ekki keyptar ambáttir. Og við gætum þess að það eigi ekkert skylt við þá augn- lausu drauga sem læstu okkur inni í leikriti sem ekkert var og enginn stýrði ... en tókst samt að breyta okk- ur í hryðjuverkamenn og börnunum okkar í eilífðar þræla. „Enginn vill stríð” kjallari vigdíS grímSdóTTir rithöfundur skrifar „Við erum fangar þessarar leiksýning- ar sem hefur öðlast sjálfstætt og per- sónulegt líf.“ mynDin SKJAldBorg nýir tímar stóðu fyrir friðsamlegum mótmælum við alþingishúsið á miðvikudag þar sem mótmælendur tóku höndum saman um að slá skjaldborg umhverfis þinghúsið. myNd JóHANN ÞröSTur PÁlmASoN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.