Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Blaðsíða 28
föstudagur 21. nóvember 200828 Helgarblað
Fyrir fimm árum stóð Ásthild-ur Sigurðardóttir á krossgöt-um í lífinu. Hún var nýskilin þriggja barna móðir og hún
átti ekkert. „Ég stóð uppi allslaus. All-
ir peningar sem ég þénaði fóru í kaup
á húsgögnum, búsáhöldum og þess
háttar,“ útskýrir Ásthildur. Fyrir fimm
árum hófust fjármálavandræði í henn-
ar lífi. Hún vaknaði einn daginn upp
við vondan draum. Hún réð ekki við
eitt eða neitt í lífinu.
Hefur séð það svartara
„Í langan tíma var ég með lokuð aug-
un. Reikningarnir fóru ofan í skúffu og
ég reyndi að gleyma þeim. Í haust vildi
svo til að ég var stödd hjá félagsráð-
gjafa út af öðru máli er hún spyr mig
hvort ég hefði áhuga á að fara á fjár-
málanámskeið. Hvort ég hafði!“ svar-
aði Ásthildur æst. Hún segir námskeið-
ið hafa opnað augu hennar fyrir nýjum
heimi. „Sumar þessara skulda mun ég
aldrei borga. Ég stend skil á því þar
sem fólk er í ábyrgð fyrir mig, annað
verð ég því miður að láta fara,“ útskýrir
hún og bætir við: „Skuldir mínar lækk-
uðu um mörg hundruð prósent bara
við að fá þessa aðstoð.“ Þó að ástand-
ið sé svart á þessum tímum, segist
hún hafa séð það svartara og vonar að
fólk gleymi ekki að hugsa um sjálft sig.
„Ekkert annað skiptir máli,“ segir hún
bjartsýn.
rænd æskunni
Ásthildur segir það þó ekki tilviljun
að líf hennar hafi farið í vaskinn fjár-
hagslega. Vandamálið var svo miklu
dýpra. „Ég er með kenningu. Æsk-
an var tekin frá mér. Henni var kippt
undan mér og ég dregin inn í ann-
an heim. Ég þroskaðist á einu sviði
en staðnaði á öðru. Hluti af mínum
vandamálum var að ég var svo mikið
að fela sjálfa mig og tilfinningar mín-
ar að engar upplýsingar komust inn
heldur. Allt helst í hendur og þess
vegna held ég að fjármálin mín hafi
farið eins og þau fóru. Ég kunni ekki
að gera hlutina. Mig vantaði verkfær-
in til að takast á við svo marga hluti í
lífi mínu,“ segir hún hreinskilnislega.
En í rúma tvö áratugi varð hún fyrir
barðinu á kynferðislegu ofbeldi.
Hrikalegt ofbeldi
Allt í hennar lífi, hennar ólgusjór teng-
ist barnæsku hennar og þeim hræði-
legu hremmingum sem hún upplifaði
sem barn. Hún ólst upp við erfiðar að-
stæður í Reykjavík. Aðeins fjögurra ára
var hún beitt kynferðislegu ofbeldi af
fjölskyldumeðlimi. „Ofbeldið stóð yfir
í mörg ár. Þetta byrjaði þegar ég var
fjögurra eða fimm ára gömul. Nokkr-
um árum seinna var ég misnotuð aftur
af tveimur öðrum fjölskyldumeðlim-
um. Ekkert barn á skilið að láta koma
svona fram við sig,“ segir Ásthildur.
„Ég á samt sem áður góð sam-
skipti við fjölskylduna mína í dag og
sneri ekki baki við henni. En það var
vissulega erfitt fyrir hana að glíma við
obeldið, skilja og trúa.“ Hún segist þó í
dag vera búin að gera upp öll sín mál.
„Þessum kafla er lokið. Ég vil ekki ýfa
upp gömul sár sem hafa ekkert upp á
sig,“ útskýrir hún og tárin renna niður
kinnar hennar.
ein með tvær dætur
Sextán ára gömul flutti hún að heiman.
„Ég stóð uppi ein og vissi ekki hvernig
lífið virkar. Ég fór aldrei í framhalds-
skóla. Hafði ekki möguleika á því, en á
þessum árum tekur við kafli í lífi mínu
þar sem ég var mikið að leika og neyta
áfengis,“ segir hún hugsi. Ásthild-
ur tekur þó fram að vinna hafi aldrei
verið vandamál. „Ég var alltaf stabíl
í vinnu og var alltaf með vinnu sama
hvernig ástandið var.“
Nítján ára varð hún ófrísk að sínu
fyrsta barni. „Ég var ekki í sambúð og
ekki í miklu sambandi við barnsföð-
urinn. Ég eignaðist Sunnu Dís ein og
óstudd.“ Hún segist þó þakklát að hafa
komist inn á Mæðraheimili á Sólvalla-
götunni sem var á vegum Félagsmála-
stofnunar. „Þarna bjuggum við sam-
an, einstæðar mæður. Allar með okkar
eigið herbergi en deildum þó eldhúsi
og stofu,“ segir Ásthildur.
Ári seinna fékk hún íbúð í Breið-
holtinu, í Yrsufellinu. Þar bjó hún í
þrjú ár. Á þessum tíma varð hún ófrísk
að yngri dóttur sinn Rögnu Hrund.
„Báðar voru þær mikið slys,“ segir Ást-
hildur hlæjandi.
En á þessum árum hló hún lít-
„Ofbeldið stóð
yfir í mörg ár.
Þetta byrjaði
þegar ég var
fjögurra eða
fimm ára göm-
ul. Nokkrum
árum seinna
var ég misnotuð
aftur af tveim-
ur öðrum fjöl-
skyldumeðlim-
um. Ekkert barn
á skilið að láta
koma svona
fram við sig.“
ið. Hún viðurkennir að lífið var orð-
ið henni um megn, tilfinningalega
og fjárhagslega, en Ásthildur gat lítið
unnið á þessum tíma enda var hún að
ala upp tvær kornungar dætur.
eitt opið sár
Áður en Ragna Hrund, yngri dóttir
hennar kom í heiminn sökk Ásthildur
í heim vímuefna. Hún segir neysluna
þó aldrei hafa verið mikla, bara rétt til
þess að gleyma. Á þessum tíma ákvað
Ásthildur að leita sér hjálpar. Þessi
ákvörðun hennar reyndist henni mik-
ið gæfuspor í framtíðinni. Hún segir
öll mannleg samskipti hafa verið heft.
„Ég gekk um í gömlum rykfrakka af
afa mínum, með svartar grifflur og á
þessum tíma horfði ég aldrei framan í
fólk. Þegar ég gekk niður Laugaveginn
horfði ég inn um gluggana eða niður á
gangstéttina. Ég var eitt stórt opið sár
og mér fannst eins og allir sæju hvað
hefði komið fyrir mig,“ segir hún og
sársaukinn leynir sér ekki.
„Ég gat ekki boðið dóttur minni
upp á þetta ástand. Ég kom mér í
prógram hjá göngudeild geðdeildar
Borgarspítalans sem var á Eiríksgötu.
Þarna var ég hálfan daginn í mikilli
sjálfsvinnu og þessi vinna gerði mikið
fyrir mig,“ segir Ásthildur en á þessum
tíma var orðið sifjaspell nánast óþekkt
hér á landi. „Geðlæknarnir, hjúkr-
unarfræðingarnir og sálfræðingarnir
gátu hins vegar ekki klárað vinnsluna
á mér. Þeir hjálpuðu mér mikið með
samskipti mín við fjölskylduna en þeir
höfðu fengið svo fá tilfelli af þolend-
um sifjaspells inn til sín að þeir vissu
ekki hvernig þeir ættu að hjálpa mér
frekar,“ útskýrir Ásthildur.
sjálfsímyndin engin
Þegar Ragna Huld fæddist hafði Ást-
hildur heyrt af stuðningshópi sem þá
hét Vinnuhópur gegn sifjaspellum. „Ég
leitaði hjálpar þangað ásamt vinkonu
minn sem hafði lent í sams konar of-
beldi og ég. Þar fór ég í gegnum visst
prógram og hópavinnu,“ segir Ásthild-
ur. Áður en langt var liðið var hún sjálf
farin að stýra hópum. „Það hjálpaði
mér mikið að hjálpa öðrum,“ segir Ást-
hildur. Þessi vinnuhópur og Kvennaat-
hvarfið sameinuðust á þessum tíma og
urðu að seinna að Stígamótum.
Blaðamaður spyr hvort vinnan taki
nokkurn tímann enda. Ásthildur er
fljót að svara: „Ég get valið að velta mér
upp úr þessu ár eftir ár eða kúpla mig
út úr þessu og skilja ofbeldið eftir í for-
tíðinni,“ segir hún.
Ásthildur segist hafa fengið góðan
grunn á geðdeildinni að því að vinna
með sjálfa sig. En hún var þó langt
frá því að vera heil. „Sjálfsímyndin og
virðingin var engin. Hún var ekki til. Ef
karlmaður sneri sér að mér, sýndi mér
áhuga var sjálfsagt að fara heim með
honum. Ég hafði ekkert um það að
segja hvort það myndi gerast eða ekki.
Þeir réðu ferðinni. Í raun má segja að
það hafi verið hægt að nota mig sem
tusku,“ segir hún viðkvæm. Enn í dag
ber Ásthildur líkamleg merki kynferð-
islegs ofbeldis. „Kvensjúkdómalækn-
irinn minn Arnar Haukson spurði mig
einn daginn eftir skoðun hvort ég hafi
verið beitt kynferðislegu ofbeldi sem
barn. Ég svaraði undrandi já. Hann sá
það,“ segir hún.
erfiður skilnaður
Í byrjun tíunda áratugarins kynnt-
ist Ásthildur manni. Þau voru sam-
an í rúman áratug og eignuðust sam-
an einn son. „Ég var ekki í eins mikilli
sjálfsvinnu þá eins og ég var vön. Og
þó að ýmislegt gott hafi komið út úr
því sambandi, var líka margt erfitt. Ég
lærði að skilja mig líkamlega en and-
lega hliðin hrundi gjörsamlega í sam-
búðinni,“ viðurkennir Ásthildur.
Þau skildu fyrir fimm árum og segir
Ásthildur það hafa tekið langan tíma
að byggja sig upp líf sitt á nýjan leik.
Erfiðastur finnst henni aðskilnaðurinn
við son sinn sem er 13 ára. „Þegar við
skildum gat ég ekki flutt í burtu með
þrjú börn því ég var ekki í fullu starfi.
Það var ekki í boði. Fyrrverandi mað-
urinn minn var betur settur en ég og
gat boðið syni okkar betri aðstöðu en
ég gat boðið börnunum þremur,“ út-
skýrir Ásthildur. Sektarkenndin nagar
hana, en til þess að vera nær syni sín-
um, flutti Ásthildur úr Kópavoginum í
Grafarvoginn.
Gigt hefur plagað Ásthildi í mörg
ár, og gerir enn í dag. Hún þarf að taka
átta mismunandi lyf til að komast í
gegnum daginn og hefur hún verið
úrskurðuð 75 prósent öryrki. Í gegn-
um ævina hefur hún ekki getað unn-
ið fullt starf vegna gigtarinnar og þess
vegna hefur hún ekki haft mikið á milli
handanna og gat ekkið boðið öllum
börnum sínum að búa hjá sér.
Blaðamaður spyr hvort Ásthildur
trúi enn á ástina eftir allt sem hún hef-
ur gengið í gegnum í lífinu. „Varla svo.
Það þarf að byggja upp mikið traust.
Ég er nýbúin að átta mig á þessu. Ég
á þrjú börn með þremur mönnum og
enginn þeirra tók ábyrgð. Þeir skildu
mig allir eftir með ábyrgðina,“ segir
hún og grætur.
En þrátt fyrir allt leið henni vel eftir
skilnaðinn. „Ég var gjörsamlega alls-
laus, átti ekkert en þetta var æðisleg-
ur tími. Við vorum frjáls, það var svo
mikill léttir yfir okkur öllum. Þegar
við keyrum framhjá íbúðinni sem við
bjuggum í á þessum tíma segja krakk-
arnir alltaf „mamma, manstu hvað
það var gott að búa þarna?““
bjartsýn þrátt fyrir allt
Í dag býr hún í kjallaraíbúð í Grafar-
voginum. Hún skammast sín ekki
fyrir líf sitt heldur er sterkari eftir all-
ar hremmingarnar. „Ég er ekki orðin
heil. En ég er miklu heilli í dag,“ seg-
ir hún hreint út. Ásthildur segist líka
vera mikil bjartsýnismanneskja. „Ég
er með gott geð og er þolinmóðasta
manneskja á jarðríkinu. Líf mitt ein-
kennist ekki af reiði eða slíkum tilfinn-
ingum,“ segir hún og brosir. „Ég geri
mér samt grein fyrir því í dag að þetta
var ekki mér að kenna. Ég er sterkari
fyrir vikið og bý yfir mikilli þekkingu
sem aðrir hafa ekki og ég hef reynt að
nota hana til góðs, til dæmis með því
að vinna með öðrum konum.“
Hún segir hugmyndina um að
hjálpa öðrum konum kitla sig mikið.
„Ég hef oft velt þessari hugmynd fyrir
mér og það er aldrei að vita nema ég
taki það að mér. Þessar konur verða
að vita að þær eru ekki einar og mér
finnst ég geta hjálpað með svo margt.
Hef gengið í gegnum skilnað, verið
einstæð móðir. Ég komst í gegnum
hlutina með mikilli vinnu. Hún hjálp-
ar. En það leitar sér enginn aðstoðar
fyrr en manneskjan er tilbúin til þess,“
segir hún.
börnin Heil
Hamingja Ásthildar í dag liggur í
börnum hennar og barnabörnum.
„Að ég hafi komið börnunum upp
heilbrigðum og vel stöddum í lífinu
er það mikilvægasta fyrir mér. Ég hélt
upp á afmælið mitt á dögunum. Öll
vorum við stödd inni í litlu íbúðinni
minni og það var mikið hlegið,“ seg-
ir hún brosandi. Hún vinnur hjá fyr-
irtækinu Krydd og kavíar og sér um
mötuneytið hjá Olís. Hún unir sér
vel í starfinu. Höfuðstöðvar Olís eru í
Sundagörðunum og vinnur Ásthildur
uppi á sjöundu hæð. Útsýnið er stór-
brotið „Ég fæ að horfa út um þessa
glugga allan daginn. Það er góð til-
breyting frá íbúðinni minni,“ segir
hún hlæjandi.
hanna@dv.is
sátt í dag Ásthildur segist vera
sterk í dag og sér fram á bjarta tíma.
mynd rakel Ósk