Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Qupperneq 44
föstudagur 14. nóvember 200844 Á ferðinni Staðreyndir um dauðahafið dauðahafið er sérstakt að því leyti að það er mun saltara en önnur höf. saltmagnið má skýra með því að dauðahafið er innhaf sem áin Jórdan rennur í og er því ekki jafnvægi á innstreymi og útstreymi uppleystra efna sem safnast fyrir í vatninu með rigningu og ánni. Útstreymi úr dauðahafinu fæst eingöngu með uppgufun og með því fara engin efni úr hafinu heldur safnast upp. dauðahafið er talið hafa lækningamátt. umsJón: ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is Sólveig og BryndíS skrifa frá ástralíu: Bíllinn gerður að heimili eftir vikudvöl hjá erlu og luke var stefnan tekin norður the Pacific Highway sem liggur meðfram austurströnd ástralíu. áður en „road trippið“ gat hafist af fullri alvöru þurfti að lagfæra bílinn okkar aðeins. luke fékk að hjálpa okkur enn eina ferðina en hann fór með okkur á verkstæðið hjá bróður sínum til að saga, hamra og sjóða kaggann til að stækka svefnplássið. við viljum leggja áheyrslu á það að við virkilega reyndum að finna station-bíl til að sleppa við þetta vesen en þeir voru einfaldlega of dýrir fyrir veiku krónuna okkar. við getum nú ekki beint sagt að það hafi verið þægilegt að vakna í 30 stiga hita og sól í skottinu á luke skyliner eftir fyrstu nóttina en við vorum bara byrjendur og gerðum okkur ekki grein fyrir því að það væri sniðugra að leggja í skugga. sveittar og hálfsvefnlausar lögðum við í hann og tókum stefnuna norður til byron bay. luke skyliner reyndist ekki vera sami sportbíllinn og hann var árið 1988 en meðalhraðinn á hraðbraut- inni er 90 km/klst. við viljum jú ekki reyna of mikið á kaggann þar sem ætlunin er að hann komi okkur 3.500 km norður til Cairns fyrir lok janúar. í stuttu máli sagt er mikið bíbbað á okkur þegar luke skríður varlega upp brekkurnar á 60 km/klst. Það fara allir ástralar fögrum orðum um byron bay en staðurinn er þekktur fyrir góðar sörföldur, fallegar strendur og hippalegt andrúmsloft. Það hljómaði því eins og hið fullkomna þriggja mánaða heimili. við munum seint gleyma fyrstu nóttinni okkar á byron bay. Úti var skítakuldi og við áttum erfitt með að festa svefn. Því var ekkert annað í stöðunni en að „spoona“ eða sofa þétt saman líkt og tvær samankles- star skeiðar en það er ekki á hverjum degi sem við fáum að sofa svona þétt upp við einhverja aðra en kærastana okkar. við furðum okkur alltaf jafnmikið á því hvað allt virðist ganga út á sambönd hér í ástralíu. nýi besti vinur okkar, hann lloyd stuart, er til dæmis vinur, vinar vinkonu okkar og það vildi svo heppilega til að hann býr í byron bay. eftir ófá andköf í ísköldum almenningssturtunum á ströndinni vorum við hæstánægðar með það að fá aðgang að heitum sturtum og eldhúsi hjá lloyd. Hann býr með fjórum öðrum krökkum sem finnst ekkert sjálfsagðara en að við leggjum luke okkar skyliner í innkeyrslunni þeirra. næst á dagskrá er svo atvinnuleit og sörf á byron bay. Guðrún Ásta Tryggvadóttir fór til Ísrael um miðjan júlí í fyrra til þess að fara á hug- leiðslunámskeið sem hana hafði dreymt um að fara á. Námskeiðið var haldið úti í eyði- mörkinni í Hatzeva í Arava og stóð yfir í tíu daga. Námskeiðið fólst meðal annars í því að tala ekki við nokkurn mann. KraftaverK í dauðahafinu „Þetta var mjög strembið og það er merkilegt hvað gerist í höfðinu á manni á meðan. Manni leiddist alls ekki,“ segir Guðrún Ásta Tryggva- dóttir, 28 ára kennari, sem fór til Ís- raels í fyrrasumar í þeim tilgangi að fara á tíu daga hugleiðslunám- skeið auk þess að heimsækja góðan vin sinn. Athyglisvert er að segja frá því að á meðan á námskeiðinu stóð mátti ekki tala í tíu daga og voru því samskipti hennar við aðra á nám- skeiðinu afar furðuleg. Vildu koma við mig „Þetta er svo skrýtið því þú ert að umgangast fólk í rauninni án þess að vera umgangast það,“ segir Guðrún, eða Gunna eins og hún er kölluð í daglegu tali, um tíu daga þögnina. „Það var mikið af óskrifuðum regl- um sem maður þurfti einhvern veg- inn að fara eftir. Allir þurftu til dæmis að fara í röð til að fá mat og maður vissi ekki hverjir áttu að vera fyrst- ir, hversu nálægt maður mátti vera næsta manni.“ Þegar tíu daga þögn- inni lauk höfðu allir tekið eftir þess- um ljósa útlendingi, eins og Gunna orðar það. Þá vildu allir koma við hana og bjóða henni í heimsókn til síns heima. „Það var rosalega sér- stakt þar sem ég sé ekki fyrir að mér að það myndi gerast hérna,“ segir Gunna. Ástæðan fyrir því að hún vildi fara á þetta námskeið er sú að hún hefur alltaf haft áhuga á hugleiðslu en aldrei lært hana almennilega. Á ferðalagi sínu um Taíland og Laos snemma á síðasta ári kynntist hún fólki sem hafði farið á svona nám- skeið. „Ég var alltaf að hitta fólk sem hafði tekið svona og þá hugsaði ég að það væri gaman að prófa.“ Hug- leiðslan sem Gunna lærði heitir vip- assana og var námskeiðið haldið í miðri eyðimörkinni nálægt borg sem heitir Hatzeva á landsvæði sem heit- ir Arava. Kraftaverk í Dauðahafinu Eftir að námskeiðinu lauk fór Gunna í ferðalag um landið með vini sínum. Fyrst var förinni heitið að Dauðahaf- inu Þar sem Gunna varð fyrir ótrú- legri lífsreysnlu. „Ég varð náttúrlega fyrir kraftaverki eins fyndið og það hljómar. En málið er að ég hef þjáðst af exemi síðan ég var barn og það var búið að vera sérstaklega slæmt þeg- ar ég fór út. Ég var búin að prófa alls konar aðferðir til að losna við það. Ég hætti að borða hveiti, hvítan sykur og kaffi, búin að prófa öll heimsins krem og fara í Bláa lónið. Svo förum við þarna eldsnemma um morgun í 35 stiga hita og maður fann hvað það var sérstakt að vera þarna. Dauða- hafið er mjög salt og eftir að hafa ver- ið út í vatninu í smátíma fannst mér ég bara finna eitthvað vera að gerast þann stutta tíma sem ég var ofan í. Þegar við vorum svo að keyra í burtu horfði ég bókstaflega á exemið fara. Síðan þá hef ég ekki fengið það. Ef ég finn að það er að koma nota ég leir- inn sem ég keypti þarna úti,“ segir Gunna. Hitakóf í Jerúsalem Gunna skoðaði marga merkilega staði úr Biblíunni sem margir þekkja en fáir hafa kannski séð og má þar á meðal nefna Jerúsalem þar sem hún sá Grátmúrinn. Hún segir þá borg vera magnaða. Aldrei hafi hún séð jafnfallegt og furðulegt á sama staðnum. „Maður upplifir borgina svo svakalega helga og hún iðar af mannlífi með alls konar pílagrímum. Þarna var 37 stiga hiti og ég man að maður var að leka niður,“ segir hún. Hún fór líka að skoða Nazaret og gekk á fjallið þar sem Jesú fór með fjalla- ræðuna. Í Nazaret fór hún á staðinn sem engillinn átti að hafa birst Maríu mey. „í Kirkju vitrunar Maríu var svo ótrúlega skemmtileg sýning með altaristöflum frá öllum mögulegum löndum. Þarna voru myndir frá Asíu, Afríku, Ameríku og Evrópu og voru þær allar skreyttar með Maríu og Jesúbarninu. Það var alveg magnað að sjá hvernig hver menningarheim- ur notaði sína liti og gerði myndir frá sínu sjónarhorni. Guðrún fór líka að heimsækja Tel AViv. Áhrif frá Palestínu Sá sem fer í heimsókn í svo fram- andi land hlýtur að upplifa ákveðið menningarsjokk. Gunna segist hafa fundið mikið fyrir því hversu ólíkt Ísrael er Íslandi. „Þetta er allt öðru- vísi og sérstaklega landslagið. Litirn- ir í berginu og allur gróður er öðru- vísi og með því verður andrúmsloftið einhvern veginn annað. Jafnvel frá einum stað til annars er landslag- ið ólíkt. Í eyðimörklinni er loftið svo þurrt að það er mjög undarlegt að anda þar. Um leið og maður kemur til Tel Aviv breytist það.“ Gunna seg- ir að hún hafi líka fengið að finna fyrir hinu slæma ástandi sem ríkir í kringum Palestínu. Flugherinn er með æfingasvæði rétt hjá þar sem hugleiðslunámskeiðið var og öðru hverju varð fólk vart við að þoturn- ar flugu yfir. „Hávaðinn var stund- um svo yfirgnæfandi að hljóðhimn- an ætlaði að rifna þegar maður var þarna í þögninni á friðsælum stað í góðum hugleiðingum. Það var ótrú- lega tilfinningaríkt að finna þá að það verður ekki umflúið þetta hræði- lega ástand.“ Strembin heimferð „Ég væri alveg til í að fara aftur til Ís- raels því ég þekki orðið yndislegt fólk þarna,“ segir Gunna en heimferðin var þó nokkuð strembin. Alls staðar á ferðinni til Íslands var ítarlega leit- að á henni hvar sem hún kom. „Það var þegar ég var að fara inn í landið og þegar ég var að fara út úr landinu. Allt var tekið upp úr tösk- unum og ég þráspurð hvað ég væri að gera þarna, hvað ég væri með í töskunum og hvar ég hefði keypt nammið sem ég hafði keypt en það þótti taka undarlega mikið pláss að þeirra mati. Þar að auki spurðu þeir mig vin minn sem keyrði mig á flug- völlinn spjörunum úr.“ Þetta var ekki eini staðurinn því í London og Leifs- stöð fékk hún sömu meðferð og var það eingöngu vegna þess að hún var að koma frá Ísrael. Mér fannst þetta mjög skrýtið en það tengist að öllum líkindum landinu enda það fremur umdeilt,“ segir hún. Hugleiðslunámskeiðið segist Gunna nýta sér hérna heima í dag en hún gæti alveg hugsað sér að fara aftur á slíkt en myndi þá jafnvel kjósa annað land. „Upplifunin þarna í Ísra- el var æðisleg og að þegja í tíu daga er ótrúleg upplifun. Maður finnur alveg hvað það er ótrúlega mikið af hugs- unum í höfðinu á manni. Mér fannst ég í raun hafa getað mokað mörg lög ofan af uppsöfnuðum ónauðsynleg- um upplýsingum sem raðast inn í mann hérna heima. Það er yndislegt að fá að þegja og læra þessa ótúlegu tækni,“ segir Guðrún að lokum. asdisbjorg@dv.is Ólíkir menningarheimar ónefndur gyðingur spókar sig á götum Jerúsalem. Kraftaverk Húðexem guðrúnar hvarf í dauðahafinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.