Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Side 50
föstudagur 21. nóvember 200850 Tækni Lista yfir meðLimi nasistafLokks Lekið á netið Listi yfir alla meðlimi british national Party eða breska nasistaflokks- ins var birtur á vefsíðu í vikunni. um 13.500 nöfn og heimilisföng flokksmeðlima voru birt og í mörgum tilvikum símanúmer. Þegar listinn var skoðaður nánar kom í ljós að þar mátti finna fólk úr ýms- um hópum samfélagsins, presta, lögreglumenn og lögfræðinga. Listinn hefur vakið mikla athygli en hingað til hefur flokkurinn reynt til hins ýtrasta að halda nöfnum flokksmeðlima leyndum. snjóhLébarðan- um hraðað næsta stýrikerfi apple, snow Leopard, virðist ætla að koma fyrr á markað en áætlað var. samkvæmt fréttum af ráðstefnu fyrir kerfisstjóra sem haldin var í síðustu viku tilkynnti einn af forsvarsmönnum apple að snjóhlébarðinn kæmi fyrir almenningssjónir á fyrsta ársfjórð- ungi 2009. Í snow Leopard verður sjónum helst beint að hraða og örryggisþáttum stýrikerfisins. bókasamningur staðfestur Í vikunni var fyrir dómstólum staðfestur samningur milli google- vefrisans annars vegar og bókaút- gefenda og rithöfunda í bandaríkj- unum hins vegar. google mun greiða um 125 milljónir bandaríkja- dala í sérstakan sjóð höfundarréttar- hafa og um leið öðlast réttindi til að selja bækur sem ófánlegar eru orðnar hjá útgefendum. eins og við sögðum frá í síðustu viku er um að ræða stærsta bóksölusamning sem gerður hefur verið. europeana Lítur dagsins Ljós nýtt stafrænt bókasafn sem leit dagsins ljós í gær á veraldarvefnum er þegar farið að valda nokkurs konar milliríkjadeilum. europeana eins og safnið er nefnt er samevr- ópskt verkefni og býður upp á texta og myndir frá bókasöfnum, dagblöðum og ýmsum söfnum í evrópu. allt efni safnsins má nýta sér án leyfis vegna höfundarréttar. Það sem hefur farið fyrir brjóstið á mörgum þjóðum er að svo virðist sem frakklandi hafi tekist að ota meir sínum tota en aðrar þjóðir því að um allt að helmingur efnisins tengist frakklandi eða er birtur á frönsku. umsjón: PáLL svansson, palli@dv.is Þessa dagana er tilvalið að líta sér nær og uppgötva þá fríu þjónustu sem í boði er á vefnum. Ekki þarf alltaf rán- dýr forrit til að sinna hefðbundnum verkefnum og samskiptum sem fylgja vinnunni. Má þar sem dæmi nefna Office-ritvinnslupakkann frá Micros- oft en notkun hans er orðin svo víð- tæk að menn senda jafnvel hreinan texta sín á milli í tölvupósti sem við- hengi í Wordskjali. Þetta getur valdið vandræðum í þeim tilfellum þar sem Word-forritið er ekki til staðar til að opna skjalið. Nokkrar lausnir eru þó til sem kosta ekki krónu. Fyrir Windows-not- endur er hægt að sækja svokallaðan Word Viewer frá Microsoft sem ger- ir kleift að opna skjalið, prenta það eða afrita í annað forrit. Og fyrir þá sem nota OS X Leopard-stýrikerfið frá Apple, er einfaldlega hægt að opna Word-skjöl í TextEdit forritinu sem er innbyggt í stýrikerfið. Dregið úr kostnaði fyrirtækja Fyrirtæki sem þurfa fullbúinn rit- vinnslupakka geta nýtt sér frían hug- búnað sem kallast OpenOffice og geng- ur fyrir öll stýrikerfi. OpenOffice getur opnað Word-skjöl og sinnt öllum verk- efnum til jafns við Office-pakkann. Fyrir þá sem aðgang hafa að net- inu heima fyrir sem og í vinnunni er kannski einfaldasta lausnin að skoða Google Docs. Kosturinn við að vinna með veflæga ritvinnslu er að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að harði diskurinn í tölvunni hrynji eða veira eyði öllum gögnum sem ekkert af- rit er til af. Annar kostur er sá að þú getur alltaf nálgast skjölin þín, óháð staðsetningu, tölvu eða stýrikerfi, gegnum netið. Í Docs er að finna öll helstu stílsnið og möguleika eins og í hefðbundnu ritvinnsluforriti, hægt er að gera töflur, telja orð og innsetja myndir. Docs hefur einnig innbyggð- an stafsetningaryfirlestur fyrir ís- lensku sem getur komið í góðar þarf- ir. Það má vinna sameiginlega með skjöl, hægt er að virkja möguleika á að deila skjali og geta þá aðrir unnið í því tiltekna skjali án þess að komast í önnur skjöl viðkomandi. Ekki þarf þó að vinna eingöngu með skjalið á vefnum, það er hægt að vista það á tölvuna í ýmsum skráarsniðum svo sem Word, PDF, OpenOffice, RTF, HTML eða sem hreinan texta. Þegar stofnað er nýtt skjal í Docs er hægt að velja um snið fyrir Docu- ment, Spreadsheet eða Presentat- ion. Það eina sem þarf til að skella sér í Google Docs er að stofna Google að- gang sem er frír og opnast þá dyr að annarri frírri þjónustu. Sem dæmi má nefna eftirfarandi þjónustumögu- leika: n Gmail-póstþjónustan en þar fær hver notandi um 7 gígabæta pláss fyr- ir póstinn sinn. n Picasa Web Albums en þar er hægt að nýta sér eins gígabæts pláss til að hlaða upp myndum. n Sites er þjónusta fyrir þá sem vilja setja upp einfalda heimasíðu frítt. n iGoogle er nokkurs konar upphafs- síða fyrir netvafrann og hægt að tengja fréttir, veður, dagatal, bókamerki og fjölmargt annað. n YouTube þekkja allir en með Google- aðgangi er hægt að skoða myndskeið í hærri upplausn en tíðkast venjulega. n Calendar er stórsniðugt dagatal sem hægt er að samhæfa við þitt eigið dagatal í tölvunni. Þar er jafnvel hægt að láta Google senda sér frí SMS-skila- boð við ákveðinn atburð sem búið er að skrá inn í dagatalið. palli@dv.is Frí forrit og veflæg þjónusta Heima við og í vinnunni. Kosturinn við örar tækniframfarir síðustu ára er sá að nú gefst almenningi kostur á að nýta sér frí forrit og veflæga þjónustu sem geta komið í stað forrita sem kosta annars tugþúsundir króna. Stærri fyrirtæki og stofnanir geta sparað stórar fjárhæðir með því að innleiða „open source“-hugbúnað í stað hefðbundinna og dýrra lausna. rándýr forrit eða fríar Lausnir OpenOffice fullkominn ritvinnslupakki sem kostar ekki neitt og gengur á öll stýrikerfi. Google Docs töflur og gröf eru ekkert vandamál í docs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.