Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Page 52
föstudagur 21. nóvember 200852 Konan
L‘Occitane hefur nú sent frá sér sér-
staka Shea Butter-barnalínu sem
einnig er ætluð mæðrum. Shea-
smjör er unnið úr ávöxtum shea-
trésins sem vex í Búrkína Fasó í
Vestur-Afríku. Innfæddar konur
þar sjá algerlega um verkun þessa
töfrasmjörs enda er það kallað
„Woman‘s Gold“. Tréð er heilagt og
því bannað að klippa það, hrista,
eða tína ávexti þess nema þá sem
sjálfkrafa hafa fallið til jarðar. Kjöt-
miklir ávextirnir innihalda stein og
úr fitunni í kjarnanum er búið til
shea-smjör sem innfæddar konur
hafa notað til margs konar lækn-
inga frá upphafi alda. Dagleg helgi-
athöfn þeirra felst meðal annars í
að smyrja ungbörn sín með shea-
smjöri til að sefa húðina og verja
hana fyrir hörðum umhverfisáhrif-
um. Athöfnin styrkir einnig tengslin
milli móður og barns.
Vörurnar eru sérlega mild-
ar og henta vel á viðkvæma og oft
þurra húð ungbarna sem enn hef-
ur ekki myndað sama varnarlag af
yfirborðsfitu líkt og fullorðnir. Vör-
urnar eru vottaðar sem lífrænar af
ECOCERT og prófaðar bæði af of-
næmis- og húðsjúkdómalæknum.
Þær innihalda hvorki alkóhól, síl-
íkon, jarðolíur, rotvarnar-, lita- eða
önnur aukaefni.
Nærir og verNdar
mæður og börN
umsjón: kolbrún pálína helgadóttir, kolbrun@dv.is
Við höfum allar upplifað þá tilfinningu að vera uppgefnar og orku-
lausar og það jafnvel á miðjum degi. Það er fátt verra en að eiga eft-
ir margra klukkustunda lærdóm eða vinnu og geta vart hugsað um
annað en að komast heim og undir sæng. Hvað er til ráða við orku-
leysi af þessu tagi og hvað getum við gert til þess að koma í veg fyr-
ir það? DV tók saman nokkur nytsamleg og skemmtileg ráð.
vaNtar þig
aukNa orku?
n Ekki snúsa
Þetta er eflaust ekki það sem þig langar
að heyra en það versta sem þú getur gert
er að byrja daginn á að snúsa. Það má
vera að það veiti þér nokkurra mínútna
vellíðan en loksins þegar þú ferð á fætur
ertu búin að seinka öllu ferlinu við að
koma þér út. seinkunin veldur stressi og
spennu og dagurinn verður í samræmi
við það.
- farðu í sturtu á hverjum morgni
Þú ert ekki almennilega vöknuð fyrr en
þú ert búin að fara í góða sturtu. vendu
þig á að fara í snögga sturtu á hverjum
morgni.
n Borðaðu góðan morgunverð
Þetta hljómar ósköp einfalt en staðreynd-
in er sú að allt of margir borða ekki
nægilega góðan og næringarríkan
morgunverð. reyndu að borða orkuríkan
morgunverð og, vittu til, þú munt fara
helmingi hressari inn í daginn.
n Farðu í göngutúr
ef þú ert ein þeirra sem keyra til vinnu
vendu þig þá á að leggja í góðri fjarlægð
frá vinnustaðnum og gakktu smáspöl.
kalt haustloftið ætti að hjálpa þér að
vakna enn betur.
n Borðaðu reglulega
Það er nauðsynlegt að borða margar litlar
máltíðir yfir daginn til að missa ekki niður
orkuna. reyndu að taka sem oftast hollan
mat fram yfir sætindi.
n Drekktu vatn
vökvaskortur getur kallað fram mikla
þreytu og slen. hafðu því vatnsbrúsa við
höndina og drekktu reglulega yfir daginn.
n Tyggðu tyggjó
að tyggja örvar heilann og gefur
sömuleiðis minninu smávegis orkubúst.
vertu því dugleg að fá þér tyggjó.
nBorðaðu prótínríkan hádegisverð
flest okkar sækja í kolvetnisríkan
hádegisverð eins og samlokur og pasta.
staðreyndin er sú að ef þú fyllir magann
af kolvetnum mun orkan falla hratt um
miðjan dag. veldu þér frekar prótínríkan
hádegisverð, samanber kjúkling, fisk,
túnfisk og salat og orkan helst stöðug.
Verndar húð bæði móður og barns Þetta
nærandi og mýkjandi húðkrem sem heitir mom
& baby hentar bæði móður og barni eins og
nafnið gefur til kynna. kremið má nota bæði á
andlit og líkama. kremið verndar gegn hörðum
áhrifum umhverfisins og kemur í veg fyrir roða.
Ertu máttlaus og slöpp?
hér eru nokkur ráð sem
hressa, bæta og kæta.
Nýr kostur í DV eru
þjónustuauglýsingar.
Það borgar sig að
auglýsa í DV!
Hringdu í síma 515 5550
og byrjaðu strax í dag!
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR
Jólaskreytingar
Jólaförðun
Jólaspil
Jólaglögg
Kreppukransar
Jólauppskriftir
Jólaherbergi barnanna
Jólaföt
Jólagjöfin hennar
Jólagjöfin hans
Jólablað DV
Stórglæsilegt og veglegt sérblað um jólin
fylgir DV föstudaginn 28. nóvember.
Auglýsendur!
Pantið fyrir klukkan 16:00,
miðvikudaginn 26. nóvember
í síma 512 7050 eða í gegnum tölvupóst
á auglýsingar@dv.is
:::
:::
:::
:::
:::
:::
:::
:::
:::
:::
Meðal efnis er:
Ásamt öllu hinu
sem fylgir jólahátíðinni.