Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2008, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2008, Blaðsíða 3
miðvikudagur 26. nóvember 2008 3Fréttir MogganuM hótað úr innsta hring staðfest við greinarhöfund þá fram- vindu mála sem Matthías lýsir. Fram kemur í dagbókarfærslu Matthíasar þennan dag að stjórn Árvakurs hefði viljað ræða við ritstjórana „vegna umbrota í pólitík – og þá einkum vegna Landsbankamálsins og Sverr- is Hermannssonar. Allerfiður fund- ur í fyrstu og gagnrýnt hve Sverrir hefði verið orðljótur í greinum sínum í Morgunblaðinu og aðsópsmikill á síðum þess. Munum skrifa Reykjavík- urbréf á sunnudag þar sem afstaða blaðsins verður skýrð, þ.á m. afstað- an til fiskveiðistjórnunar og kvóta. Fundurinn batnaði eftir því sem á leið, en við Styrmir reyndum að verja ritstjórnarstefnu blaðsins. Held okk- ur hafi tekizt það allbærilega, a.m.k. lauk fundinum eftir tvo tíma í ásætt- anlegu andrúmslofti. Við reynum svo að siðbæta Sverri á síðum blaðsins!!“ Aðferð valdsmannsins Í miðjum klíðum berast boð til Styrm- is inn á fundinn um áríðandi símtal. Matthías segir svo frá í dagbókar- færslu sinni: „Nefndaskipunin í Auðlinda- nefndina var með þeim hætti, að það komu áríðandi skilaboð inn á fyrr- nefndan fund og Styrmir beðinn um að fara í símann. Það var þá Jóhannes Nordal sem átti við hann það brýna erindi, hvort hann mundi taka sæti í nefndinni undir sinni forystu. Davíð hefði gert tillögu þess efnis. Styrmir kom inn og sagði okkur frá erindinu, spurði hvort við værum samþykk því að hann tæki sæti í nefndinni og fann ég strax að hann var sjálfur á því. Allir voru á einu máli um að það væri sterkt fyrir Morgunblaðið að ritstjóri þess væri beðinn um að vera í þessari mikil- vægu nefnd eftir öll þau skrif sem orðið hafa um málið af okkar hálfu. Síðan hélt fundurinn áfram en nokkru síðar var aftur hringt og Styrmir beðinn um að koma í áríð- andi símtal. Það var þá Davíð Odds- son. Styrmir sagði honum að hann tæki sæti í nefndinni og þannig var málið útkljáð.“ Nærtækasta skýringin á því að ritstjórarnir voru kallaðir fyrir stjórn Árvakurs þennan dag eru hótanir frá hæstráðendum Sjálfstæðisflokksins en þær birtast með skýrum hætti í óundirritaða bréfinu. „Hann hyggst endurheimta æru sína og stolt,“ skrifar Matthías um Sverri vin sinn og skólabróður í dag- bókarfærslu. Davíð, Finnur Ingólfs- son viðskiptaráðherra og önnur fórn- arlömb Sverris höfðu fulla ástæðu til þess að ætla að ritstjórarnir héldu hlífiskildi yfir Sverri og leyfðu hon- um að komast upp með það sem í þeirra huga taldist níð og ærumeið- ingar. Dagbókarfærslur Matthíasar bera með sér að Sverrir hafði nokkra samúð ritstjóranna og naut umburð- arlyndis þeirra þótt þeir hafi ef til vill reynt að milda orðaval í greinarskrif- um hans. Hvernig svo sem því var raunverulega varið er augljóst að á umræddum fundi var eigenda- og flokksvaldi beitt með hótunum, umb- un eða tyftun, til þess að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu Morgunblaðsins. Rógur rakinn til flokksforystunnar Styrmir var í afar óþægilegri stöðu gagnvart stjórn Árvakurs og forystu Sjálfstæðisflokksins þegar Sverr- ir Hermannsson átti í hlut. Davíð Oddsson hafði horn í síðu hans og tortryggði hann vegna vinfengis við Jón Baldvin Hannibalsson. Auk þess hafði Morgunblaðið talað ákaft fyrir auðlindagjaldi í sjávarútvegi sem var þyrnir í augum LÍÚ og flokksins. Styrmir segir sjálfur að bornar hafi verið út sögur um miklar skuldir sín- ar og þær hafi komið úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt sög- unum áttu þær að hafa numið að minnsta kosti 80 milljónum króna um miðjan síðasta áratug. Svo rammt kvað að þessum söguburði að í byrj- un árs 1997 sá Styrmir sig til knúinn að hafa samband við Davíð Odds- son forsætisráðherra og spyrja hverju sætti. Honum þótti svínslega að sér vegið, ekki aðeins af Davíð, heldur einnig mönnum eins og Birni Bjarna- syni og öðrum málsmetandi mönn- um í flokksforystunni. Sverrir Hermannsson segir að svo langt hafi aðförin að Styrmi gengið að Kjartan Gunnarsson, þá banka- ráðsmaður í Landsbankanum, hafi komið á sinn fund og beðið hann sem flokksbróður – ekki sem banka- stjóra – að gjaldfella skuldir Styrm- is í bankanum. Þessari bón kveðst Sverrir hafa neitað staðfastlega; slíkt gæti hann aldrei gert, ekki einu sinni verstu óvinum sínum. Í kjölfar þess að Styrmir setti sig í samband við Davíð áttu þeir margra klukkustunda langan fund um mál- ið. Vopnahlé virðist hafa komist á eða þar til ofangreind Sverrismál risu í tengslum við Landsbankafárið 1998. „Vinirnir“ Styrmir og Kjartan Styrmir sagði blaðamanni fyrir tveimur árum að skuldirnar væru raunverulegar en hann áskildi sér rétt til að glíma við þær eins og hver annar maður og án íhlutunar eða hótana. Ekki er vitað til þess að skuldir Styrmis hafi verið fluttar úr Landsbankanum, en sem kunnugt er hefur Björg- ólfur Guðmundsson, aðaleigandi Landsbank- ans, jafnframt verið að- aleigandi Árvakurs undanfarin ár. Kjart- an Gunnarsson sat enn í bankaráðinu í byrjun október síðastliðins þegar Landsbankinn féll í bankahruninu mikla. Í ljósi þess sem hér er rakið er at- hyglisvert að Kjart- an og Styrmir Gunn- arsson gáfu báðir út yfirlýsingar um náin fjölskyldubönd og vin- áttu þegar upp- víst varð að þeir höfðu sameiginlega lagt á ráðin um Baugsmálið á ritstjórnarskrifstofu Morgunblaðsins. Um það má lesa í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu síðla í september 2005 þegar svo- nefndir Jónínutölvupóstar voru birtir á síðum Fréttablaðsins. Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins ritstjórar morgunblaðsins sættu hótunum úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins létu þeir ekki að vilja davíðs. MYND STEFÁN KARLSSON Sverrir Hermannsson við lá að ritstjórar morgunblaðsins yrðu að gjalda dýru verði fyrir umburðarlyndi sitt gagnvart skrifum Sverris í blaðið. MYND GUNNAR GUNNARSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.