Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2008, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2008, Blaðsíða 12
Rangur afmælisdagur í rúma öld Lena Thouless, ein af elstu kon- um Bretlands, hefur öll sín 106 ár haldið upp á afmælið sitt á röng- um degi. Hin aldna amma hefur haldið upp á daginn 23. nóvember ár hvert, en dóttir hennar komst að því á dögunum að það væri nú ekki allskostar rétt. Thouless var fædd 22. nóvember. Dóttir Thoul- ess fann fæðingavottorð móður sinnar og skilur ekkert af hverju misskilningurinn varð. Sú gamla var nú ekki að æsa sig yfir þessu og hélt upp á afmæli sitt, rétt eins og endranær, degi of seint. miðvikudagur 26. nóvember 200812 Fréttir Dæmdir til að hlusta á Manilow Bandaríski dómarinn, Paul Sacco, frá Fort Lupton í Colorado, notar óhefð- bundnar aðferðir þegar hann dæmir í málum manna sem kærðir eru fyrir hávaðamengun. Sacco lætur brota- mennina hlusta á tónlist sem þeir hata. Að hans sögn svínvirkar þetta til að draga úr endurteknum brotum mannanna sem sjást ekki aftur fyrir dómi eftir að þeir hafa verið skikkaðir til að sitja í herbergi í heila klukku- stund og hlusta á tónlist sem þeir hafa óbeit á. Barry Manilow er víst vinsæll í hegningum Saccos. „Það þarf að láta þetta fólk hlusta á tónlist sem því er virkilega illa við,“ segir Sacco. Mafían vígbúin faRsíMabyssuM Skammbyssur dulbúnar sem farsím- ar eru nýjasta tækniundrið í vopna- búri ítölsku mafíunnar. Byssurnar líta út eins og eitthvað sem James Bond myndi nota í skáldsagna- heiminum en vopnin sem ítalska lögreglan gerði upptæk í áhlaupi sínu á Camorra-mafíuna í Napolí í gærmorgun eru raunveruleg sem og ógnvænleg. Fullhlaðin og tilbúin Aðgerðir lögregluyfirvalda voru gegn Gionta-ættinni, sem tengist Camorra-mafíusamtökunum í suð- urhluta Napólíborgar, og fóru fram í Torre Annunziata-úthverfinu. Auk farsímabyssunnar fundu lögreglu- menn tvær hefðbundnar skamm- byssur, skotheld vesti, fíkniefni, skotfæri og reiðufé. Farsímabyssan var fullhlaðin fjórum kúlum og til- búin til notkunar. Tækniundur Loftnet símans virkar sem hlaup byssunnar og með því að renna nið- ur lyklaborði símans breytist hann í skotvopn sem mafíósar geta skotið af með því að þrýsta á einn af tölu- stöfunum. Morð eru því orðin jafn- auðveld og að hringja úr síma. Að- dáendur Alfreds Hitchcock minnast kannski bíómyndar hans, Dial M for Murder, en nú virðist titillinn hljóta nýja merkingu í ljósi þessarar upp- götvunar ítölsku lögreglunnar. Fyrst sinnar tegundar Farsímabyssan er fyrsta vopn sinn- ar tegundar sem lögreglan hefur lagt hald á og sýnir hversu glæpahring- irnir þróast hratt. Þeir eru sífellt að leita nýrra leiða til að starfa utan ramma laganna. Talsmaður lögreglunnar í Napólí segir að verið sé að rannsaka byss- una. „Rannsóknir eru í gangi á byss- unni til að sjá hvort hún hafi verið notuð nýlega og hvort hægt verði að tengja notkun hennar við einhverjar skotárásir. Stórtæk mafía Einn mafíósi, Luigi Gaito, 28 ára, var handtekinn í áhlaupi lögregl- unnar en samkvæmt upplýsingum erlendra fjölmiðla tókst fjölda ann- arra að sleppa. Gaito á nú yfir höfði sér ákærur fyrir að taka á móti þýfi, dreifa fíkniefnum og fyrir ólöglega skotvopnaeign. Fyrr í þessum mán- uði voru 47 einstaklingar úr sömu samtökum handteknir. Þar af eig- inkona guðföðurins, Valentinos Gi- onta. Fjölskylda hans tengist fjölda morða, fjárkúgunum og fíkniefna- misferli. Í kjölfar áhlaups lögregl- unnar í gær voru bankareikningar og eignir að andvirði um 80 millj- ónir evra haldlögð. Rafvirkinn Andy Parks frá Wiltshire í Bretlandi er líklega eitt mesta jóla- barn sem fyrirfinnst á byggðu bóli. Parks sem í daglegu tali er kallaður Mr. Christmas, eða herra Jól, hefur hald- ið upp á jólin á hverjum einasta degi í fjórtán ár, með tilheyrandi hátíðarmat. En alveg eins og Trölli stal jólunum þá virðist efnahagskreppan ætla að gera slíkt hið sama hjá Parks. Samkvæmt útreikningum hins 44 ára Parks hefur hann borðað 94.080 bökur og sprengt 204.400 knöll síðan hann byrjaði á uppátækinu árið 1994. „Ég hef brennt úr 37 rafmagns- ofnum við matseldina og eyðilagt 23 myndbandstæki við að horfa á ræðu drottningarinnar á hverjum einasta degi,“ segir jólabarnið Parks. Að eig- in sögn hefur hann sent sjálfum sér 235.206 jólakort. „Þessa dagana er burðargjaldið samt orðið svo hátt að ég er farinn að bera þau út sjálfur,“ segir hann glettinn. Það var í júlí árið 1994 sem Parks komst að því að með því að hengja upp jólaskraut komst hann hjá dag- legum leiðindum sínum og var allur hinn hressasti. Hátíðarhöld hans í ár hafa þó verið íburðarminni en áður vegna efnahagsástandsins. „Kreppan lætur finna fyrir sér og ég gæti þurft að hætta að kaupa kampavín,“ seg- ir Parks, en hádegismatur hans með öllu tilheyrandi auk áfengis kostar hann um 150 pund á viku. „En ég geri mitt besta til að láta kreppuna ekki eyðileggja hátíðarandann. Á hverj- um degi vakna ég og borða sjö til átta bökur með glasi af sérrí í morgun- mat. Eftir það opna ég gjafirnar sem ég hef pakkað fyrir sjálfan mig.“ segir hinn furðulegi Parks. „Margir hafa reynt að herma eftir mér en enginn enst lengi. Þegar fólk kemur heim til mín fer það ósjálfrátt að brosa. Það er hamingja sem fylgir þessu.“ mikael@dv.is Andy Parks er alltaf í jólaskapi: Jól á hverjum degi í fjórtán ár Jólabarn andy Parks er líklega mesta jólabarn sem fyrirfinnst á byggðu bóli. Lögreglan í Napólí á Ítalíu gerði áhlaup á Gionta-maf- íufjölskylduna í gær. Lögreglumenn urðu hvumsa þeg- ar þeir fundu ógnvænlega tækninýjung sem virðist hafa rutt sér til rúms. Skammbyssu dulbúna sem far- síma, fullhlaðna fjórum byssukúlum og tilbúna til notk- unar. Glæpahringirnir vígbúast með hjálp tækninnar. SiGurður MikAel JónSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Farsímabyssan er fyrsta vopn sinnar tegundar sem lög- reglan hefur lagt hald á og sýnir hversu glæpahringirnir þró- ast hratt. Þeir eru sífellt að leita nýrra leiða til að starfa utan ramma laganna. Tækniundur og morðvopn Ítalska mafían virðist vera komin með nýja ógnvænlega tækninýjung í vopnabúr sitt. Skammbyssu dulbúna sem farsíma. Mynd AFP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.