Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2008, Blaðsíða 8
miðvikudagur 26. nóvember 20088 Fréttir Bjorn Richard Johansen, fyrrver- andi yfirmaður fjárfestatengsla hjá Glitni í Noregi, stýrði samræmdum almannatengslaaðgerðum ríkis- stjórnarinnar í kjölfar bankahruns- ins – þar til hann hætti störfum í gær. Hefur hann verið kallaður norski hernaðarsérfræðingurinn enda tók hann að sér að smíða við- bragðsáætlun stjórnvalda í kjölfar krísunnar. Hann hefur líka verið hægri hönd Geirs H. Haarde í sam- skiptum við fjölmiðla. Innanbúðarmenn segja hann einn mikilvægasta hlekkinn í að- gerðakeðju stjórnvalda þegar kom að því að bregðast við hruninu. Færri vita að Norðmaðurinn, sem bjargaði því sem bjargað varð, býr í næsta nágrenni við íslenska auð- manninn Bjarna Ármannsson í auðmannahverfi í Bærum. Stutt yfir til Bjarna Ármannssonar Eins og áður segir starfaði Johans- en áður fyrir Glitni í Noregi þar sem hann sá um allt sem viðkom alþjóðlegum samskiptum bank- ans. Á þeim þremur árum sem hann starfaði fyrir bankann kynnt- ist hann Bjarna Ármannssyni, fyrr- verandi forstjóra bankans, sem eins og frægt er orðið býr nú í Nor- egi. Var Johansen einn helsti ráð- gjafi Bjarna og unnu þeir náið saman innan bankans. Þeir búa nú í næsta nágrenni við hvor ann- an í auðmannahverfi í Bærum þar í landi. Aðeins eru um 460 metr- ar milli heimilis Bjarna á Hund- sundveien 16 og heimilis Bjorns Richard Johansen á Langoddveien 74 í sama hverfi. Á ofurlaunum hjá Glitni Í upphafi vikunnar loguðu norsk- ir fjölmiðlar þar sem þeir kepptust við að birta skattaframtöl lands- manna, en á vefsíðum miðlanna má fletta upp hverjum einasta Norðmanni og fá upplýsingar um tekjur og hagi. Samkvæmt upplýs- ingum sem DV fékk á heimasíðu norska dagblaðsins Verdens Gang má sjá að Bjorn Richard hafði tæp- lega 50,5 milljónir íslenskra króna í laun á síðasta ári, eða tæpar 4,2 milljónir á mánuði. Sé nágrönn- um Bjarna og Johansen flett upp má sjá að þar fara engir lágtekju- menn. Þeir félagar eru nágrannar í auðmannahverfi ríka og fína fólks- ins þar ytra. Enginn betri „Bjorn Richard var ráðinn í upp- hafi þar sem hann er sérfræðing- ur í krísustjórnun og hann kom inn sem slíkur og var mjög mikil- vægur fyrir stjórnvöld við að setja upp skipulag sem unnið var eftir. Hann setti upp hálfgerða hamfara- viðbragðsáætlun,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, um störf Bjorns og segir hann meistara í slíkri áætl- anagerð. Kristján sagði síð- degis í gær að Bjorn væri enn hér á landi en verkefni hans væri að ljúka. „Við erum búin með fyrsta fasann í þessu, það er að koma bankakerfinu af stað og fá lánið frá IMF. Nú er honum lokið og þar með lýkur starfi Bjorns.“ Síð- ar sama dag lýsti Bjorn því í Kastjós- viðtali að hann væri hætt- ur. Krist- ján hafði ekki upp- lýsingar um hvað Bjorn Rich- ard fékk greitt fyrir störf sín fyrir forsæt- isráðu- neytið. Samanburður móðgar herinn Bjorn vann sem áður segir sem yf- irmaður allra alþjóðlegra sam- skipta Glitnis og sinnti því starfi í þrjú ár. Þannig að hann hafði mik- ið verið hér á landi í tengslum við þá vinnu. Hann hefur verið kall- aður norski hernaðarsérfræðing- ur Geirs H. Haarde en sjálfur seg- ir hann það mikla vanvirðingu við hershöfðingja að bera hann sam- an við slíka menn, að sögn Kristjáns Kristjánssonar sem starfað hefur náið með Norðmanninum undanfarið. Kristján segir hann vissu- lega hafa gegnt herskyldu líkt og gengur og gerist hjá Norðmönn- um, þá gekk hann í háskóla sem herinn rekur en aldrei verið hermað- ur sem slíkur. SiGurður MikaEl jónSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Þeir búa nú í næsta nágrenni við hvor annan í auðmannahverfi í Bærum þar í landi. En að- eins eru um 460 metrar á milli heimilis Bjarna á Hundsundveien 16 og heimilis Bjorns Richard Johansen á Langoddveien 74 í sama hverfi. SpunameiStari í auðmannahverfi Norski spunameistarinn Bjorn richard johansen, maðurinn sem skipulagði aðgerðaáætlun stjórnvalda í kjölfar bankahrunsins, er nágranni Bjarna Ármannssonar í auðmannahverfi í Noregi. Hann þénaði 4,2 milljónir á mánuði á síðasta ári þegar hann starfaði sem yfirmaður fjárfestatengsla hjá Glitni þar í landi. Þegar bankarnir hrundu var hann maðurinn sem ríkisstjórnin kallaði til. Björn er nú hættur. Bjarni Ármannsson Hundsundveien 16, 1367 bærum, noregi Bjørn richard johansen Langoddveien 74, 1367 bærum, noregi Spunameistari forsætisráðherra bjorn richard Johansen þykir einstaklega fær í sínu fagi. Hann tók til hendinni í verklagi ríkisstjórnarinnar og stýrði þar öllu frá a til Ö. Mynd ForSætiSrÁðunEytið nágrannar og vinir bjorn richard Johansen býr á Langodd- veien 74. aðeins 460 metrum frá hefur bjarni Ármannsson nú búsetu í auðmannahverfi í bærum í noregi. Samstarfsmennirnir fyrrverandi eru því nágrannar. Mynd GooGlE Earth Lyfið Clenbuterol hefur komið til tals kvenna á spjallborði barnaland. is. Þar selur einstaklingur sem kallar sig „SiggaT“ lyfið Clenbuterol sem er upphaflega astmalyf og hjálpar til við öndun hjá astmasjúklingum. Lyfið er ólöglegt á Íslandi sem og í öðrum löndum en hægt er að fá lyfið í Bandaríkjunum í gegnum netið, en þá einungis fyrir hesta. Nokkrar konur hafa pantað sér lyfið í gegnum aðilann í þeirri von að grennast. Tekin eru dæmi um að konur geti lést allt upp í fimm kíló á viku ef æft er með því. Ein kona sem skrifar á spjallið segir að lyfið hafi ekki gert neitt fyrir hana og hefði haft áhrif á skapið frekar en hitt. Lyf- ið er í töfluformi og eykur súrefnis- upptökuna í blóðinu og víkkar út æðar í lungum sem gefur líkaman- um meira úthald. Dýralæknar sem DV hafði samband við sögðu flest- ir að þeir könnuðust ekki við lyfið en þó hafi þeir heyrt um að það sé notað til að brenna fitu af beljum og nautum í Evrópu. Lyfið kostar tæpar fjórtán þúsund krónur og eru auka- verkanir mjög algengar með inntöku þess, svo sem skjálfti, svitaköst og hár blóðþrýstingur. Matthías Halldórsson, staðgeng- ill landlæknis, segir að það sé vara- samt að taka inn lyf sem eru keypt á netinu. „Öll lyf sem eru seld á net- inu geta verið hættuleg, þrjátíu pró- sent af þeim geta verið verulega var- hugaverð. Lyfin geta verið í röngum skammti og blönduð á óheppilegan hátt, maður veit í raun ekkert hvað maður er að kaupa.“ Hann segir að hann þekki ekki Clenbuterol og geti því ekki dæmt um lyfið sem slíkt en varar við að taka inn lyf sem ekki eru fengin frá læknum. „Það er búið að vara við þessu margoft. Það er heilm- ikið tekið af svona send- ingum í tollinum hér á landi, allt upp í hundr- að sendingar á hverju ári. Í þessari viku er sér- stök herferð í Svíþjóð gegn fölsuðum lyfjum á netinu.“ Matthías bendir einnig á að þó svo að fólk finni árangur geti það verið hugartengt. „Fólk getur fundið mikinn mun á lyfi þótt það sé ekkert í því, bara trúin að það geri gagn, gervilyfjaáhrif,“ segir Matthías að lokum. bodi@dv.is Matthías halldórsson Clenbuterol getur verið hættulegt inntöku eins og flest lyf sem keypt eru á netinu. Konur á barnaland.is nota astmalyf fyrir hesta til að grenna sig: nota astmalyf af netinu til að grenna sig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.