Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2008, Blaðsíða 4
miðvikudagur 26. nóvember 20084 Fréttir Biblíutal í bæjarstjórn Marteinn Magnússon, bæjar- fulltrúi Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ, vitnaði í biblíuna á síðasta bæjarstjórnarfundi. Rætt var um menningarhús í Mosfellsbæ og þá fyrirætl- an bæjarins að ráðast í samkeppni um hönnun kirkju og menningarhúss að Háholti. Marteinn teldur samkeppnislýs- ingu sem lögð var fyrir bæjarráð ófullnægjandi og að hún bæri þess merki að menningarhús- ið væri aðalatriðið en kirkjan víkjandi. „Þetta er óviðunandi og minni ég á hvað biblían segir um þess háttar samkrull,“ sagði Marteinn og benti á Matteus- arguðspjallið þar sem fjallað er um bænahús. Guðspjallið var birt í heild sinni í fundargerð bæjarins. Vísað úr skóla Piltunum þremur, sem gengu hrottalega í skrokk á samnem- anda sínum í Njarðvíkurskóla, hefur verið vikið úr skólanum. Málið er nú í höndum lögreglu og barnaverndarnefndar. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, lögfræð- ingur hjá lögreglunni á Suður- nesjum, segir að rannsókn máls- ins sé lokið og ákæra á hendur piltunum verði væntanleg gefin út eftir áramót. Árásin náðist á myndband sem var síðan sett á vefinn YouTube en það var síðan fjarlægt. Guðmunda Lára Guðmundsdóttir, skólastjóri Njarðvíkurskóla, sagði í samtali við DV að starfsfólk skólans væri slegið yfir atburðinum. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Kærir forseta Guðbrandur Einarsson, bæjar- fulltrúi A-lista í Reykjanesbæ, hyggst leita til félagsmálaráðu- neytis vegna þeirra ákvörðunar Bjarkar Guðjónsdóttur, forseta bæjarstjórnar, að ávíta ekki Garðar Vilhjálmsson, bæjar- fulltrúa Sjálfstæðisflokks, vegna ummæla sem hann lagði Guð- brandi í munn á þar síðasta fundi bæjarstjórnar. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. Guð- brandur krafðist þess á síðasta bæjarstórnarfundi að þau yrðu dæmd dauð og ómerk. Garðar baðst afsökunar á ummælunum og sá Björk ekki ástæðu til að ávíta Garðar. Leiðrétting Í súluriti sem fylgdi frétt um aðsóknarmet á dv.is í blaðinu í gær urðu þau leiðu mistök að súlur sem sýndu aðsókn að vefmiðlinum Eyjunni og vef Viðskiptablaðsins víxluð- ust. Þannig var vb.is eign- uð aðsókn á Eyjuna sem var með 60.780 notendur í síð- ustu viku. Súlan sem sýndi aðsókn á Eyjuna var svo öllu lægri en tilefni var til þar sem 24.678 notendum vb.is voru settir undir Eyjuna. Hlutað- eigandi eru beðnir velvirð- ingar á mistökunum. Geir H. Haarde ræddi við blaða- menn eftir ríkisstjórnarfund í Ráð- herrabústaðnum í gærmorgun og sagði hann þar meðal annars að ef boðað yrði til kosninga nú yrði ekkert af lánveitingu frá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum. „Ef stefnir hér í pólitíska óvissu, sem við mynd- um gera með því að rjúfa þing og boða til kosninga, verður ekkert af þessu. Þess vegna verðum við að einhenda okkur í að leysa úr mál- um en ekki búa til meiri óvissu og óróa ofan á það sem fyrir er.“ Grétar Mar Jónsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, seg- ir forsætisráðherra vera að hræða þjóðina frá kröfunni um kosning- ar. Ólafur Páll Jónsson heimspek- ingur segir ummæli hans hljóma eins og hann lýsi skuldbinding- um íslensku þjóðarinnar við sjóð- inn sem persónulegum en þær séu skuldbindingar ríkisins og þjóðar- innar. Þegar Geir var spurður hvort með þessum ummælum væri hann að segja að eitt af skilyrðum IMF væri að hér yrðu ekki kosn- ingar í bráð svaraði hann því neit- andi: „Hann hefur ekki komið ná- lægt neinu slíku og ekki sett okkur nein skilyrði með það. Ég bara er að tala um það hvað mér finnst skynsamlegt.“ Geir þorir ekki í kosningar Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins, segir forsætis- ráðherra vera að hræða þjóðina frá kröfunni um kosningar. „Hann er að hræða fólk- ið í land- inu. Sjö- tíu prósent af þjóðinni vilja kosn- ingar. Ég held að ríkis- stjórnin verði að gefa fólkinu kost á því að kjósa,“ segir Grétar. „Hann vill ekki og þorir ekki í kosningar. Ég held að hann sé einfaldlega að blekkja þjóðina,“ segir Grétar og tekur fram að það sé ekkert smekk- legt við þessi ummæli Geirs. Hann segir ríkisstjórnina hafa legið of lengi á upplýsingum og hvorki upplýst þjóðina né stjórnarand- stöðuna um gang mála. Hann segist ekki vita hvort einhverjir aukasamningar við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn séu í gildi en tekur fram að sjóðurinn hafi áður gert samninga við ríkisstjórnir án þess að þeir hafi verið skriflegir. Stjórn í skjóli Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur vinstri-grænna, segir það mikið umhugsunarefni að forsætisráð- herra skuli fara út í slíka tengingu. „Ég myndi kalla þetta mjög óvið- urkvæmilega tengingu við þessa lánsumsókn inn í íslensk stjórn- mál. Ég varð satt best að segja meir og meir undrandi og hugsi þegar ég fór að velta þessu fyrir mér,“ segir Steingrímur. „Forsætisráðherra er í reynd að segja að ríkisstjórn hans sitji nú í skjóli Al- þjóðagjaldeyris- sjóðsins og það megi ekki kjósa eða hrófla við ríkisstjórninni vegna þess,“ seg- ir Steingrímur og tekur fram að hann voni að for- sætisráðherra hafi ekki fallist á einhver skilyrði Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins sem feli í sér að lýðræðið sé tekið úr sam- bandi. Kosningar vel skilgreint ferli Ólafur Páll Jónsson, heimspek- ingur við Háskóla Íslands, segir Geir skilja landsmenn eftir með eitt stórt spurningarmerki. Erf- itt sé að skilja hvað hann eigi við með þessum orðum. „Það hljóm- ar sumpart eins og hann lýsi skuldbindingunum sem persónu- legum skuldbindingum,“ segir Ól- afur en hann segir að skuldbind- ingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins séu skuldbindingar á ríkið, og hvern þann sem er í forsvari fyr- ir það. Sem slíkar ættu skuldbind- ingarnar því að vera óháðar því hver situr í ríkisstjórn.“ Ólafur segist ekki skilja hvers vegna ekki sé hægt að búa þannig um hnútana að það yrði tryggt að ný ríkisstjórn myndi standa við þær skuldbindingar. Hægt væri að stofna utanþingsstjórn sem myndi vinna að þessum mál- um á meðan flokkarnir yrðu uppteknir af kosningum. Varðandi ummæli Geirs þess efnis að ef boðað yrði til kosninga færi allt í pólitíska óvissu segist Ólafur hafa efasemdir um það. „Samkvæmt skoðanakönnunum er ekki annað sjáanlegt en að það yrðu tiltölu- lega hreinar línur eftir kosningar.“ Hann segir kosningar vera tiltölu- lega vel skilgreint ferli. Stofnan- ir ríkisins verði ekki óvirkar þó að boðað sé til kosninga. Geir sagði sína skoðun Baldur Þórhallsson stjórnmála- fræðingur segir Geir einungis hafa sagt sína skoðun. „Hann er bara að segja sína skoðun. Ef yrði hér ný ríkisstjórn og ef hún sætt- ir sig ekki við þá áætlun sem nú- verandi ríkisstjórn hefur gert við sjóðinn gæti núverandi samn- ingur verið kominn í upplausn. Þá segir sig sjálft að samstarf við sjóðinn gæti verið í uppnámi. Og þá í leiðinni lánveitingar frá ná- grannaríkjum okkar.“ Hann telur afar ólíklegt að Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn hafi eitthvað komið ná- lægt því hvort hér yrðu kosning- ar eða ekki. Ef svo væri, væri það mjög óeðlilegt. Jón BJArKi mAGnúSSon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is „Hann er að hræða fólkið í landinu. Sjö- tíu prósent af þjóðinni vilja kosningar. ég held að ríkisstjórnin verði að gefa fólkinu kost á því að kjósa.“ EKKERT LÁN EF ÞIÐ KJÓSIÐ Geir H. Haarde sagði í gær að ef boðað yrði til kosninga myndi ekkert verða af láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Grétar mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokks- ins, segir forsætisráðherrann vera að hræða þjóðina, hann þori ekki í kosningar. ól- afur Páll Jónsson heimspekingur segir Geir skilja landsmenn eftir með eitt stórt spurningarmerki á meðan Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur segir Geir ein- ungis hafa sagt hug sinn. „Hann er að hræða fólkið í landinu“ grétar mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir forsætisráð- herra vera að hræða þjóðina frá kröfu um kosningar með ummælum sínum. Kosningar seinka láni eða koma í veg fyrir það geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í gær að ekki verði af lánveitingu frá alþjóðagjaldeyrissjóðn- um ef þing verði rofið og boðað til kosninga. mynd SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.