Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2008, Blaðsíða 14
Nú hefur Svarthöfði sérstak-an áhuga á Davíð Odds-syni, enda maðurinn búinn að vera helsti ráðamaður Íslendinga um áratuga skeið. Því beið Svarthöfði spenntur eftir því að sjá Davíð í Háskólabíói róandi fjöldann og bendandi á hvaða vörnum hann hefði haldið uppi fyrir íslenska þjóð í hremmingum síðustu vikna og mán- aða. Gott ef Svarthöfði bjóst ekki við því að sjá Davíð leiða fundargesti út í nóttina til að stofna nýjan flokk, eða yfirtaka og endurreisa Sjálfstæðis- flokkinn sem óneitanlega hefur staðið betur en hann gerir í dag. Svarthöfða varð ekki að ósk sinni. Á sviðið voru vissulega mættir átta af tólf ráðherrum. Og þar var vissulega nokkur fjöldi þingmanna. En þar var Davíð Oddsson seðlabankastjóra hvergi að sjá. Og er ekki úr vegi að segja að hjarta Svarthöfða hafi sokkið lítið eitt. Hvar var Davíð? Nú er það í tísku að ráðamenn þjóðarinnar hverfi snögglega á braut. Halldór Ásgrímsson, eftirmaður Davíðs á stóli forsætisráðherra, hvarf nokkuð snögg- lega á braut sumarið 2006. Og hefur lítið viljað ræða við íslenska fjölmiðla- menn eftir að hann fór til Danmerk- ur og komst að því að þarlendir blaða- menn eru mun betri en íslenskir koll- egar þeirra. Og Guðni hvarf svo snöggt á braut að enginn fékk að ræða við hann. Og þó íslenskir fjölmiðlar tækju erlenda sér til fyrirmyndar og hrein- lega eltu Guðna varð þeim ekki að ósk sinni. Ekki frekar en þeim lands- mönnum sem vildu fá að vita hvers vegna Guðni væri allt í einu hættur og farinn til Kanaríeyja. En það er þetta með Kanarí. Gæti Davíð hafa farið til Kan-arí til að leita Guðna uppi? Nú hefur þráfaldlega verið talað um að Davíð og Guðni kunni að stofna þjóðlegan flokk sem nær þvert á línur núverandi flokka. Og var það ekki einmitt Davíð Oddsson sem stakk upp á því að þjóðin flýði til Kan- aríeyja? (Reyndar út af atlögu gegn kvótakerfinu en ekki hruni íslensks bankakerfis og efnahagslífs.) Hvernig væri nú ef Davíð settist niður á Klörubar með Guðna Ágústssyni yfir fleytifullum diski af saltkjöti og baunum og þeir tækju til við að ráða lausn á vanda Íslendinga? Með öflugan landbúnað og sjávarútveg að vopni, sjálfstæðisbaráttu gegn ESB og EES í forgrunni og þjóðleg gildi ómandi þar sem auðmenn yrðu snúnir niður við hvert tækifæri? Þarf ekki í það minnsta eitthvað að gerast áður en íslensk þjóð tekur sig upp og flytur búferlum til Kanaríeyja? Áður en fólk hættir að borga af lánum sínum og skilar inn lyklum að bílum sínum og húsum til bankanna og Íbúðalánasjóðs? Áður en uppreisnin hefst. Spyr Svarthöfði sem sá sinn Davíð hvergi á borgarafundinum í Háskóla- bíói. Svarthöfði sá hins vegar margt frambærilegt fólk. Ekki síst þá sköruglegu verkakonu Mar-gréti Pétursdóttur sem sýndi alþjóð hversu auðvelt er að fá ráðamenn til að standa upp af valdastólum, bara svo fremi sem þeim sé ekki sagt hvað þeir eru að gera fyrr en eftir á. Allavega virtust einhverjir ráðherrar og þingmenn roðna í framan eftir að hún gerði þeim þennan grikk. miðvikudagur 26. nóvember 200814 Umræða Hvar var Davíð? svarthöfði spurningin „Það getur vel verið að ég verði laus um kvöldið,“ segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Á borgarafundinum á laugardaginn sat Árni fyrir aftan ræðupúltið og þegar fundarstjóri minnti á næsta borgarafund 8. desember næstkomandi hristi Árni höfuðið. Ætlar þú á nÆsta borgarafunD? sandkorn n Á borgarafundinum í Há- skólabíói þóttu ráðherrar kom- ast misjafnlega vel frá svörum sínum. Geir Haarde forsætis- ráðherra varð nokkuð úfinn vegna ummæla sem féllu um norska hernaðar- ráðgjafann sem átti hugmynd- ina að karamellu- fundum rík- isstjórnar- oddvitanna síðdegis á föstudögum þar sem reynt er að róa lýðinn fyrir mótmælafundi á laugardögum. Sagðist Geir ekki hafa hug- mynd um það hvort sá norski tengdist hernum en hann hefði verið fenginn til að koma skikk á samskipti við erlenda blaða- menn. n Nokkrar gungur úr ráðherra- liðinu mættu ekki á borgara- fundinn. Guðlaugur Þór Þórð- arson heilbrigðisráðherra kom sér upp öðrum fundi í faðmi flokksbræðra í Breiðholtinu og slapp þannig. Jóhanna Sigurð- ardóttir félagsmálaráðherra mætti ekki fremur en Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráð- herra sem raunar var í útlönd- um. Þá kom ekki sérstaklega á óvart að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kom ekki. Hann er sérlega hlynntur gæslu æðstu embættismanna og hef- ur eflaust óttast að verða fyrir hnjaski innan um þjóð sína. n Það er til dæmis um ótta Björns Bjarnasonar að hann ýjar að því á heimsíðu sinni að Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, hafi sýnt sér ógn- andi framkomu á Alþingi. Segir ráðherrann að Steingrímur hafi umturnast og öskrað að sér: „Étt‘ann sjálfur!“ Björn klagaði í forseta þingsins og spurði hvort framkoma þingmannsins væri viðundandi. ,,Forseti brást við og hélt ég áfram máli mínu en þá strunsaði Steingrímur J. ógn- andi að ræðustólnum og mátti ætla, að hann hefði ekki stjórn á reiði sinni, þegar hann starði illilega til mín,“ bloggar Björn. n Agnes Bragadóttir, blaðamað- ur Moggans, birti upplýsingar úr lánabók Glitnis í Morgun- blaðinu á sunnudag. Heimild- armenn hennar innan Seðla- banka og bankakerfisins virðast hafa sérstakan áhuga á málefn- um FL Group og tengdra aðila. Þeir virðast síður vilja veita henni aðgang að upplýsingum um önnur fyrirtæki, til dæm- is um lánveitingar til Árvakurs, Eimskips, Iceland- ic Group, Straums, Actavis og West Ham, sem öll eru undir stjórn Björgólfs- feðga, helstu eigenda Morgunblaðsins. Þess er beðið að Mogginn opni lána- bók Landsbankans varðandi þessi félög svo ekki sé minnst á lánabók Kaupþings. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv Á netinu: dv.iS aðalnúmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, ÁSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 515 70 50. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: Árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Það mega aðeins vera ákveðið margir naglar í kistunni, á henni mega ekki vera járnhankar, auk þess sem skraut úr plasti er ekki leyft.“ n Rúnar Geirmundsson, formaður Félags íslenskra útfararstjóra, um Evrópureglur um kistustaðla sem í gildi eru hér á landi. – DV „Hún tók sjálfa sig fram fyrir fólkið í landinu.“ n Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði, um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í aðdraganda og eftirmála efnahagshrunsins. – Borgarafundur í Háskólabíó „Alþingi er uppspretta vandræðanna. Það er sam- koma þorpsfífla landsins.“ n Jónas Kristjánsson um efnahagsvandann og hlut Alþingis í honum. – jonas.is „Forlagið fékk að sjá handritið en hafði ekki áhuga á því.“ n Guðmundur Steingrímsson, tónlistarmaður og varaþingmaður, um handrit barnabókar sem hann hefur nýverið lokið við að skrifa. – DV „Ég held að Geir Haarde sé algjör- lega ómarinn á öxlinni.“ n Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, um atvikið þegar hann bankaði á öxl forsætisráð- herra um leið og hann las yfir hausamótum ráðherrans. – Vísir Kvótann til fólksins Leiðari Ríkið hefur nú í reynd endurheimt stóran hluta af fiskveiðikvótanum sem var færður útgerðarkóngum fyr- ir aldarfjórðungi með ranglátustu aðgerð ís- lenskra yfirvalda á síðari árum. Í kreppunni hefur skapast einstakt tækifæri til að koll- varpa þessu ranglæti og koma auðlindinni aftur í hendur fólksins í landinu. Árið 1983 ákvað ríkisvaldið að hrifsa veiði- réttinn af almenningi og færa hann í hendur auðugustu mannanna í hverri byggð. Eig- endur sjávarútvegsfyrirtækja fengu eignar- rétt yfir óveiddum fiski í sjónum, sem áður var almannaeign. Að 25 árum liðnum er nið- urstaðan sú að útgerðarkóngarnir högnuð- ust gríðarlega á þessu persónulega, á kostn- að almennings. Þannig hafa útgerðarmenn getað selt kvótann frá byggð sinni og far- ið með illa fengna milljarða til Reykjavíkur eða til útlanda, þar sem þeir lifðu sældar- lífi, á meðan íbúarnir fylgdust með samfé- lagi sínu hrynja. Fasteignir fólks urðu nánast verðlausar og margir áttu aðeins tvo kosti: Að vera atvinnulausir eða flýja byggð sína og byrja nýtt líf á nýjum stað með ekkert á milli handanna. Framsal kvóta kippti fótunum undan fólki sem gerði allt rétt. Það er aug- ljóst ranglæti, þar sem hagsmunir efsta lags samfélagsins eru látnir bitna á fjöldanum. Landsbyggðarfólk upplifði svipaða stöðu eft- ir að framsal fiskveiðiheimilda var leyft og íbúar á höfuðborgarsvæðinu upplifa nú eft- ir að bankarnir hafa lagt framtíð þjóðarinnar að veði og tapað. Tækifærið nú felst í því að ríkið á í raun- inni stóran hluta kvótans. Það er afleiðing þess að mörg sjávarútvegsfyrirtæki eru með ofurskuldir hjá bönkunum, með veði í kvóta. Þannig er ríkið nú þegar orðinn tæknilegur eigandi að óþekktu magni fiskveiðikvóta. Helstu rökin gegn því að færa kvótann aftur í hendur fólksins eru því horfin. Sjáv- arútvegsfyrirtækin tapa ekki því sem þau borguðu fyrir kvótann, þau sem borguðu yf- irhöfuð, ef þau skulda hann ríkinu hvort eð er. Kvótinn er í raun þegar í eigu fólksins og samkvæmt réttlátri stjórnmálaheimspeki og stjórnarskránni átti hann alltaf að vera það. Ríkisbankarnir ættu að innkalla þann kvóta sem er ofurveðsettur og festa hann á byggðirnar. Sömu sjávarútvegsfyrirtæki gætu haldið áfram að nýta kvótann, með því skilyrði að hann yrði ekki færður úr heima- byggð. Þannig getum við á tiltölulega sárs- aukalítinn hátt leiðrétt 25 ára gamalt rang- læti og ójöfnuð. Þetta er aðeins spurning um tvennt. Annars vegar sanngjarna og hag- kvæma útfærslu og hins vegar hvort Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og fé- lagar hans í íhaldsflokknum hafi vilja til að framfylgja þessu grundvallarréttlæti fyrir fólkið í landinu, gegn hagsmunum einstakra útgerðarmanna. Jón trausti reynisson ritstJóri skrifar. Helstu rökin gegn því að færa kvótann aftur í hendur fólksins eru því horfin. bókstafLega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.