Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2008, Blaðsíða 6
miðvikudagur 26. nóvember 20086 Fréttir Tilboð á barnamyndatökum Góð mynd er falleg jólagjöf! Mynd - ljósmyndastofa í 25 ár. MYND Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði S: 565 4207 www.ljosmynd.is Mekka veitinga Kópavogsbær er mekka veitinga- staða ef marka má þær rekstrar- leyfisumsóknir sem hafa borist bænum. Á síðasta fundi bæjar- ráðs Kópavogsbæjar var fjallað um hvorki meira né minna en fimm rekstrarleyfi vegna veit- ingastaða sem verður að teljast ansi gott miðað við núverandi efnahagsástand. Veitingastaðir á borð við Burger King, Kínahof- ið og Subway voru á meðal um- sækjenda. Íbúar höfuðborgar- svæðisins ættu því að geta litið til Kópavogsbæjar í auknum mæli þegar hungrið segir til sín. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Stærra álver Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar vilja stærra álver í Straumsvík. Lögðu þeir fram bókun þess efnis á fundi bæjarráðs en í henni kem- ur fram að stækkun álversins hefði gríðarlega jákvæð áhrif. Sjálfstæðismenn segja að tekjur bæjarins myndu stóraukast og hundruð nýrra starfa verða til. „Einnig yrðu hliðaráhrif mjög mikil á allt atvinnulíf í bænum. Um leið er það harmað að af- stöðuleysi meirihluta Samfylk- ingarinnar hafi leitt til þess að stækkunaráformum fyrirtækisins var hafnað í íbúakosningu í mars 2007. Skorað er á bæjaryfirvöld að taka málið upp hið fyrsta.“ Bilaður strætó Næstelsti strætisvagn SVA, Stræt- isvagna Akureyrar, er bilaður. Þetta kom fram á fundi fram- kvæmdaráðs Akureyrar. Stefán Baldursson, forstöðumaður Strætisvagna Akureyrar, ósk- aði vegna þess eftir heimild til kaupa á notuðum strætisvagni frá Reykjanesbæ. Ástæðan var „vegna alvarlegrar bilunar og mikils kostnaðar við viðgerðina“. Framkvæmdaráð tók þó enga af- stöðu til málsins og var því frestað til næsta fundar. Íbúar á Akureyri þurfa þó ekki að örvænta því SVA á fleiri strætisvagna. Kona sem vildi gera rétthafabreytingu fékk undarleg svör hjá Vodafone: krafin um undirskrift látins eiginmanns „Hér er að sjálfsögðu um mistök að ræða af okkar hálfu sem við hljót- um að harma og biðja viðkom- andi afsökunar á því,“ segir Hrann- ar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone. Ósáttur viðskiptavinur fyrir- tækisins hafði samband við DV á dögunum. Konan, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagðist hafa sett sig í samband við símafyrir- tækið þar sem hún vildi gera rétt- hafabreytingu á farsímanúmeri látins eiginmanns síns og færa það yfir á sig. En svörin sem hún fékk voru að hann yrði að koma og skrifa undir breytinguna. Konunni var skiljanlega nokkuð brugðið þar sem maður hennar hafði verið lát- inn um tveggja ára skeið. „Almenna reglan í svona til- vikum er að biðja aðstandendur að koma til okkar og skrifa undir svo við séum með undirskrift fyr- ir nýjan rétthafa. Það gilda mjög strangar reglur um rétthafabreyt- ingar og öll frávik frá þessum op- inberu reglum um slíkt eru vand- meðfarin,“ segir Hrannar vegna þessa óvenjulega máls. „Það seg- ir sig sjálft að svona lagað getur ekki talist eðlilegt og er ekki í sam- ræmi við okkar vinnureglur,“ bætir Hrannar við. Konan kvaðst afar ósátt við svörin sem hún fékk og að eigin sögn ætlar hún að skipta um síma- fyrirtæki. Mistök Hrannar Pétursson segir svörin sem konan fékk ekki í samræmi við vinnureglur vodafone. Mynd Rakel Ósk siguRðaRdÓttiR „Það er algjör þvæla að það sé verið að greiða mér peninga fyrir að vera stjórnarformaður,“ segir Jakob Valgeir Flosason, skráður stjórnarformaður huldufélagsins Stíms ehf., en DV var fyrst fjölmiðla til að fjalla um Stím. Félagið fékk nítján og hálfan millj- arð króna lánaðan hjá Glitni án þess að leggja nokkur veð fyrir því í nóv- ember á síðasta ári. Jakob Valgeir hefur hingað til ekki viljað tjá sig um félagið en svaraði því til að það væri ekki rétt í grein sem birtist í Morg- unblaðinu um helgina að Hannes Smárason og Jón Ásgeir Jóhannes- son hafi stofnað félagið. Hann segir félagið hafa samanstaðið af nokkrum einstaklingum sem lögðu sjálfir fram milljarða til viðskiptanna. Þeir pen- ingar hafa nú tapast. lán án ábyrgðar Það var á þriðjudaginn í síðustu viku sem DV byrjaði að fjalla um huldufé- lagið Stím ehf. Félagið fékk tæpa tut- tugu milljarða í lán frá Glitni án þess að leggja fram persónuleg veð fyrir láninu. Félagið var þriðji stærsti skuld- ari bankans þegar hann var þjóðnýtt- ur. Glitnir lánaði félaginu peningana til þess að kaupa hlut bankans í FL Group fyrir átta milljarða. Þá seldi Glitnir einnig Stím hlut í sér sjálfum fyrir sex- tán milljarða. Fyrir vikið var Stím orð- ið tuttugasti stærsti hluthafi Glitnis og sá sjöundi stærsti í FL Group. Eftir að Stoðir, áður FL Group, fóru í greiðslu- þrot, og Glitnir var þjóðnýttur er talið að ekki minna en tíu milljarðar hafi tapast vegna lánsins. stofnuðu ekki stím Blaðakonan Agnes Bragadóttir skrif- aði um óeðlilegar lánveitingar Glitnis til FL Group í nóvember og desember á síðasta ári. Í greininni, sem birtist á sunnudaginn, fullyrðir hún jafnframt að Hannes Smárason, fyrrverandi for- stjóri FL Group, og Jón Ásgeir Jóhann- esson hafi stofnað huldufélagið Stím ehf. Þá staðhæfir Agnes einnig að þeir hafi fengið Jakob Valgeir til þess að ljá félaginu nafn sitt en tilgangur leynifé- lagsins á að hafa verið sá að þeir vildu halda hríðfallandi gengi hlutabréfa í FL Group uppi. „Þeir gerðu það ekki og þeir voru alveg klárlega ekki hluthafar í þessu félagi,“ segir Jakob Valgeir aðspurð- ur hvort Hannes og Jón Ásgeir hafi stofnað til félagsins. Huldumenn á bak við stím Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarfor- maður FL Group, nú Stoða, og Lár- us Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, sendu frá sér hvor sína yfir- lýsinguna um helgina vegna greinar Morgunblaðsins. Þar höfnuðu þeir ásökunum sem birtust í blaðinu um óeðlilegar lánveitingar en Jón Ás- geir sagði meðal annars að trygg veð hefðu verið fyrir lánunum. Þá neitaði hann alfarið fyrir að hann hefði stofn- að leynifélagið Stím ehf. Þegar blaðamaður spurði Jakob Valgeir hverjir stæðu þá í raun á bak við félagið, sagði hann ákveðinn hóp manna standa á bak við það, en hann vildi ekki gefa upp nöfn þeirra. lögðu fram milljarða „Það er alveg ljóst að það voru lagð- ir fram peningar fyrir viðskiptunum,“ segir Jakob Valgeir en þessi dularfulli hópur sem stóð á bak við Stím lagði fram tæpa fimm milljarða til kaup- anna í FL Group og Glitni. Aðspurður hvort þetta hefðu verið eðlileg viðskipti svarar Jakob: „Jú, ég held að þetta hafi verið nokkuð eðli- leg viðskipti þannig lagað. Fjármála- eftirlitið skoðaði þetta í fyrrahaust.“ Þess má geta að Fjármálaeftirlitið rannsakaði flöggunar- og tilkynning- arskyld viðskipti og hefur komist að þeirri niðurstöðu að þar hafi lög ekki verið brotin. Eftirlitið rannsakar hins vegar enn, og hefur gert í marga mán- uði, lánið sem Glitnir veitti Stím. valuR gRettisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is „Þeir gerðu það ekki og þeir voru alveg klárlega ekki hluthaf- ar í þessu félagi.“ Stjórnarformaður huldufélagsins Stím ehf., Jakob valgeir Flosason, fullyrðir í við- tali við DV að Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes smárason hafi ekki stofnað Stím ehf. Þá segir hann jafnframt tóma þvælu að hann hafi fengið sérstaklega greitt fyrir að ljá félaginu nafn sitt og kennitölu. SVER JÓN ÁSGEIR OG HANNES AF SÉR fimmtudagur 20. n óvember 2008 8 Fréttir „Ég get ekki tjáð mi g um málefni fé- lagsins, þú verður að tala við fjöl- miðlafulltrúa,“ segi r Þorsteinn M. Jónsson, fyrrverand i stjórnarformað- ur Glitnis og stjórnar maður FL Group, þegar hann var spu rður út í huldu- fyrirtækið Stím eh f. Þorsteinn var stjórnarformaður G litnis þegar eign- arhaldsfélagið Stím fékk 25 milljarða króna lán en samkv æmt heimildum DV var lánið veitt á n þess að félagið legði fram fullnægja ndi veð fyrir því. Að auki segja heim ildir innan bank- ans að lánið hafi ek ki farið í gegnum sérstakt áhættumat. Lánsféð var síð- ar nýtt til hlutabréfa kaupa í FL Group sem stuttu síðar skil aði methalla upp á 64 milljarða króna . Lán án ábyrgðar Það var í október se m Stím ehf. fékk tuttugu og fimm m illjarða króna lán hjá Glitni, en lánið er jafnhátt þeirri upphæð sem Pólv erjar hafa boð- ist til að lána íslens ku ríkisstjórninni vegna efnahagsþren ginganna. Þegar blaðamaður fletti up p eiganda Stíms fannst eingöngu eit t nafn, útgerðar- mannsins Jakobs Va lgeirs Flosasonar frá Bolungarvík. All nokkrar heimild- ir blaðsins herma að Stím hafi fengið lánið hjá Glitni eftir sérstæðum leið- um og það til þess að kaupa hlutafé í FL Group sem þót ti heldur áhættu- sækin fjárfesting á þeim tíma. Engu að síður fékk Stím lánið, að því er virðist, athugasemd alaust. Kannaðist við félagið Þegar Stím ehf. fék k lánið var Þor- steinn M. Jónsson stjórnarformaður Glitnis auk þess að vera stjórn- armaður í FL Group . En hann var ekki eini stjó rnarmað- ur FL Group sem s at í báð- um félögum því S karphéð- inn Berg Steinarsson auk Jóns Sigurðssonar, síðar forstjóra FL Group, sátu einn ig í stjórn Glitnis þegar lánið v ar sam- þykkt. Þegar Þors teinn var spurður hvort h in eðlilega boðleið slík ra risalána væri sú að stjórnin þyrfti að sam- þykkja þau, vildi Þor- steinn ekki tjá sig um það, þótt bankaleynd hvíli ek ki á verklagsregl- um banka. Aðspur ður hvort hann kannaðist við félag ið, svaraði hann því að hann gerði þa ð, þótt hann vissi ekki um eigendur þe ss. Ekki á vegum Kaldba ks „Ef það er eitthvað athugavert við það mun það koma upp úr kafinu hjá Fjármálaeftirlitinu eða skilanefnd- unum,“ sagði Jakob Valgeir út- gerðarmaður þegar blaða- maður spurði hann út í eðli Stíms ehf. og hvort hann væri raun- verulegur eigandi fé lagsins. Reyndar vildi Jakob ekki tjá sig um það hvort hann væri raunveru legur eigandi fé- lagsins né vildi han n upplýsa blaða- mann um það hve rjir sætu í stjórn þess. Aftur á móti bárust böndin í kjöl- farið að Þorsteini M á Baldvinssyni, sem tók við stjó rnarformennsku Glitnis í apríl á þess u ári. Þeg- ar hugsanlegt eigna rhald var borið upp við hann svaraði hann: „Til þe ss að það sé alveg á hreinu er þetta ek ki eignarhaldsfé- lag á vegum Kaldbak s.“ Þorsteinn Már vildi ekki tjá sig að öðru leyti um málið . Eflaust viðskiptavinu r Þegar haft var sa mband við fjöl- miðlafulltrúa Glitnis , Má Másson, var blaðamanni bent á að ræða við Lár- us Welding, fyrrver andi bankastjóra Glitnis. Þrátt fyrir í trekaðar tilraunir náðist ekki samban d við hann. Aft- ur á móti var Láru s Welding spurður í Silfri Egils , viku fyr- ir þjóðnýtingu, hvo rt hann kannaðist við Stím o g kaup þess í FL Group. Þá svaraði Lárus að Stím væri eflaust einn af viðskipta vinum bankans og þau við skipti verið eins og öll önnur viðskipti. Viku síða r kom í ljós að Stím var tu ttugasti stærsti hluthafi Glitn is og sjöundi stærsti hlu t- hafi FL Group. Þorsteinn M. Jónsso n Stjórnarmenn beggja vegna borðSinS „Til þess að það sé alve g á hreinu er þetta ekki eig nar- haldsfélag á vegum Ka ldbaks.“ vaLur grEttisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is Lárus Welding fyrrve randi bankastjóri glitnis taldi Stím eflau st vera eitt af mörgum fyrirtækjum sem voru í viðskipt- um við glitni en þega r hann var spurður va r Stím tuttugasti stærs ti hluthafi bankans. Þorsteinn Már Baldv insson tók við sem stjórnarformaðu r af nafna sínum en hann þverneitar a ð Stím ehf. hafi verið á vegum Kaldba ks eða Samherja. Þorsteinn M. Jónsson var stjórnarformaður glit nis og sat á sama tíma í stjórn fL group þegar huldufélagið Stím eh f. fékk risalán, að því er virðist án fullnæ gjandi veða. Í auga stormsins Kros seignatengsl hafa verið yfirþyrman di í viðskiptalífi Íslands en svo virðist sem fL group sé hjartað í þeim tengslu m. félagið, sem heitir núna Stoðir, ge ngst undir rannsókn hjá skattstjó ra. Bakkavararbræður bakkavör Björgólfur thor Björg ólfsson Hannes smárason Jón Ásgeir Jóhanness on Pálmi Harald sson Karl Wer nersson Oddaflug glacier renewable energy fund Jötu nn Holding mánudagur 24. nóvember 20086 Fréttir Tilboð á barnamyndatökum Góð mynd er falleg jólagjöf! Mynd - ljósmyndastofa í 25 ár. MYND Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði S: 565 4207 www.ljosmynd.is Leyndarmál Ingunnar í esjubergi „Það er allavega komin hola,“ seg- ir Ingunn Wernersdóttir athafnakona en framkvæmdir eru loks hafnar við Esjuberg í Þingholtsstræti 29a. Ing- unn keypti fasteignina á síðasta ári af einkahlutafélagi norska listmálarans Odds Nerdrum. Esjuberg hýsti áður Borgarbókasafnið og þykir eitt falleg- asta og sögufrægasta hús landsins. 10. september fékk Ingunn leyfi skipulagsfulltrúans í Reykjavík til að reisa tengibyggingu við húsið, en ráð- gert er að byggja tveggja hæða hús norðan við gamla húsið og tengja bygg- ingarnar saman. Esjuberg var friðað af borgarstjórn 25. apríl 1978 en húsið var reist árið 1916. Fyrr í sumar fagn- aði húsafriðunarnefnd því að fram- kvæmdir væru hafnar við endurbæt- ur hins friðaða húss og taldi nefndin að viðbyggingin félli vel að húsinu og drægi ekki úr gildi þess til varðveislu. Engar athugasemdir voru gerðar. Ingunn vildi ekki tjá sig við blaða- mann DV um framkvæmdirnar þeg- ar eftir því var leitað. Hún vildi held- ur ekki upplýsa hvaða starfsemi væri fyrirhuguð í Esjubergi. Í grein Frétta- blaðsins frá 10. september var full- yrt að Ingunn hefði ekki greitt undir 200 milljónum króna fyrir húsið sem heimildir þess herma að verði stand- sett sem fjölskylduhús. Tengibyggingin, sem framkvæmdir eru nú hafnar við, verður 245 fermetr- ar sem þýðir að eignin verður samtals 713 fermetrar. Á efri hæðum tengi- byggingarinnar verður bílskúr með bílastæði en þar undir verður stórt jarðrými með heitum potti, gufubaði, búningsherbergjum og þvottahúsi. mikael@dv.is Holan verður baðaðstaða 245 fermetra tengibygging esjubergs mun meðal annars hýsa bílskúr, bílastæði og stórt jarðrými með heitum potti og gufubaði. Mynd dV Stútar undir eftirliti Átak gegn ölvunarakstri er hafið hjá lögregluliðum á Suðvestur- landi og stendur það til áramóta. Skipulegu eftirliti verður haldið úti á hinum ýmsu tímum sólar- hringsins víðs vegar um svæðið. Markmið átaksins er að vekja athygli á þeirri hættu sem stafar af ölvunarakstri og hvetja fólk til almennrar varkárni í umferð- inni. Minnt er á viðvörunarorð- in „Eftir einn ei aki neinn“ en í gegnum árin hefur akstur undir áhrifum aukist í jólamánuðin- um. Átakið nær að sjálfsögðu einnig til aksturs undir áhrif- um fíkniefna en afleiðingar þess geta sömuleiðis verið skelfilegar. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Konur fá styrki Í dag mun Jóhanna Sigurð- ardóttir, félags- og trygginga- málaráðherra, afhenda styrki til atvinnumála kvenna í Þjóð- menningarhúsinu. Fundurinn hefst klukkan 13.00 og fer fram í Bókasalnum. Fimmtíu milljón- ir króna voru til úthlutunar að þessu sinni og bárust 246 um- sóknir hvaðanæva af landinu. Tíu verkefni hljóta tveggja millj- óna króna styrk en alls verða 56 styrkir veittir til verkefna af ýmsu tagi. Styrkir sem þessir hafa ver- ið veittir frá 1991 í því skyni að ýta undir atvinnurekstur kvenna. Bílvelta í Staðarsveit Enginn slasaðist illa þegar vel útbúinn jeppi valt í Staðarsveit um klukkan hálf tvö eftir hádegi í gær. Nokkuð hvasst var á Snæ- fellsnesi í gær að sögn lögregl- unnar og víða fljúgandi hálka. Jeppinn valt skammt sunnan Fr ðárheiðar en tvennt var í bíl um. Hann fór heilan hring en fólkið kenndi minniháttar ymsla. Rúður brotnuðu í bíln- um og er hann eðli málsins sam- kvæmt nokkuð skemmdur. Stím var ruSla- KiSta GlitniS Hagsmunir Glitn-is voru gríðarlegir gagnvart Fl Group. Vilhjálmur Bjarnason, formaður Fé- lags fjárfesta, segir í samtali við DV að eitthvað mikið hafi gerst í kringum þessar lánveitingar. „Þetta er eitthvað huldufyrirtæki og Lárus Welding er staðinn að því að ljúga,“ segir hann. Aðspurður hvort hann meti það svo að lánveitingarnar hafi staðist regl- ur segir hann: „Þetta stenst reglur ef til staðar eru ábyrgðir eða tryggingar fyrir lánsfénu.“ Hann kveðst þó ekki þekkja málið betur en fram hefur komið í fjölmiðlum. Í fréttaskýringu Agnesar Braga- dóttur í Morgunblaðinu í gær er því haldið fram að Jón Ásgeir Jóhann- esson og Hannes Smárason hafi ákveðið á leynifundi í október í fyrra að stofna leynifélagið FS37 sem síðar varð Stím. Stími hafi svo verið ætlað að kaupa bréf í FL Group til að halda gengi bréfa í FL uppi en þau höfðu lækkað verulega. Jón Ásgeir brást við skrifum Agnesar með yfirlýsingu um að þau væru dylgjur og slúður. Lána Stími til að bæta eiginfjárstöðu Eins og DV sagði frá í byrjun síðustu viku veitti Glitnir Stími ehf. risalán til hlutabréfakaupa. Lánið var veitt í nóvember á síðasta ári. Annars vegar keypti Stím hluti í FL Group fyrir um átta milljarða og svo sextán milljarða í bankanum sjálfum. Samkvæmt heimildum DV lögðu huldumenn að baki Stími fram fimm milljarða króna í þessum viðskiptum. Vil- hjálmur Bjarnason sagði í viðtali við Spegilinn á laugardaginn að ástæð- an fyrir því að Glitnir lánaði Stími til hlutabréfakaupa í bankanum hafi aðallega verið til þess að bæta lausa- fjárstöðu bankans sem þá var fastur í miðri lausafjárkrísunni sem var und- anfari heimskreppunnar. Glitnir vildi vernda FL Group Þá segja heimildir að Glitnis- mönnum hafi ekki hugnast að selja hluti sína í FL Group og setja beint á markað, í ljósi þess að þá myndi gengi bréfanna lækka. Þess í stað seldu þeir bréf sín beint til Stím ehf. sem keypti á yfirverði, og viðhélt þar með háu gengi FL Goup. Nokkru áður en Glitnir seldi í FL Group hafði félagið lækkað nokkuð. Aðeins nokkrum vikum eftir söluna skilaði FL Group gríðarlegum halla- rekstri. Alls hafði félagið tapað 64 milljörðum, þar af var á sjötta millj- arð skrifað á rekstrarkostnað. Stærsti skuldarinn Samkvæmt Morgunblaðinu var FL Group stærsti skuldari Glitnis en fé- lagið skuldaði bankanum tæpa 27 milljarða króna. Þá sátu þrír ein- staklingar úr stjórn FL Group einnig í stjórn Glitnis. Þar af var Þorsteinn M. Jónsson, stjórnarformaður Glitn- is auk þess að vera stjórnarmaður í FL Group. Þá var stærsti hluthafi Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannesson, einnig stjórnarfomaður FL Group. Hagsmunir Glitnis voru gríðarleg- ir gagnvart FL Group og svo virðist sem Stím hafi verið notað til þess að bjarga bankanum frá tapi FL Group og viðhalda háu gengi á félaginu. Ári eftir kaup Stíms í félaginu urðu bréf FL Group verðlaus. Að auki stendur yfir skattrannsókn á málefnum fé- lagsins. Rannsakað í ár Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki náðst í Lárus Welding sem var bankastjóri Glitnis þegar viðskiptin áttu sér stað. Hann sendi hins veg- ar frá sér yfirlýsingu á laugardaginn vegna greinar Agnesar Bragadóttur um óðelilegar lánveitingar Glitnis til FL Group. Í yfirlýsingu sinni upplýsti Lárus að Fjármálaeftirlitið hefði ósk- að eftir gögnum um Stím ehf. sem og hann hefði afhent. Þá sagði út- gerðarmaðurinn Jakob Val- geir Flosason, eini skráði einstaklingurinn á bak við Stím, að hann væri þess fullviss að skilanefndir og Fjármálaeftirlitið myndu komast að þeirri niðurstöðu að ekkert óeðlilegt hafi átt sér stað hjá Stím. Því er ljóst að Stím hefur verið til rannsóknar hjá FME í heilt ár án niðurstöðu. VaLuR GRettiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is Vilhjálmur Bjarnason Segir Lárus Welding hafa verið staðinn að lygum. Lárus Welding Hefur gefið misvísandi svör um viðskipti Stíms og glitnis. föstudagur 21. nóvember 20088 Fréttir „Ég get ekkert tjáð mig um þetta, þetta er mál sem varðar einstak- an viðskiptaaðila og við getum ekki tjáð okkur um það,“ segir fyrr- verandi prókúruhafi Stíms ehf. og stjórnarmaður félagsins, Þórleifur Stefán Björnsson. Hann starfar sem yfirmaður fjárstýringa innan Saga Capital. Stím er skrásett til húsa hjá Saga Capital. Þórleifur sagði sig úr stjórn félagins í lok ágúst en vildi ekki gefa upp hvers vegna. Stím ehf. er sennilega eitt dul- arfyllsta eignarhaldsfélag lands- ins en það fékk 25 milljarða króna lán í nóvember á síðasta ári til þess að kaupa annars vegar hlutabréf í Glitni fyrir um 16 milljarða og svo í FL Group fyrir rúma átta milljarða. Glitnir veitti lánið og tók aðeins veð í bréfum félagsins, nú er ljóst að tap bankans vegna lánveitingarinnar er ekki minna en tíu milljarðar króna. Stím keypti af Glitni Það var í nóvember á síðasta ári sem Stím ehf. óskaði eftir risaláni upp á 25 milljarða hjá Glitni. Svo virðist sem bankinn hafi veitt félag- inu lánið og tekið veð í hlutum FL Group. Þá er ljóst að minnsta kosti 10 milljarðar króna eru nú tapað- ir vegna lánveitingarinnar. Stím keypti hlutabréf í FL Group fyrir um níu milljarða króna og svo virð- ist sem Glitnir hafi sjálfur átt bréf- in. Glitnir virðist þar af leiðandi hafa lánað Stím ehf. gagngert svo félagið gæti keypt hlutina af bank- anum sjálfum. Gengi FL Group féll nokkru fyrir kaupin og mánuði síðar skilaði félagið halla upp á 64 milljarða. „Ég staðfesti fyrir hönd FL Group, nú Stoða, að Stím ehf. hafi bæst í hluthafahóp FL Group 16. nóvember 2007 eftir að hafa keypt 3,8 prósenta hlut af Glitni,“ seg- ir upplýsingafulltrúi Stoða, Júlíus Þorfinnsson, og bætir við að þar endi aðkoma FL Group að félag- inu. Tapaði tvisvar Það vekur athygli að Stím seldi hluta af bréfum sínum í FL Group í desem- ber á síðasta ári, aðeins mánuði eftir fyrri kaupin, en ástæðan var sú að nýtt hlutafé var gefið út. Þá hafði virði bréf- anna þegar rýrnað um tæpan millj- arð. Hins vegar keypti Stím meira í FL Group í janúar eða um hálft prósent til viðbótar en gengið var þá einnig í falli. Í febrúar voru átta milljarðarnir, sem Stím fékk lánaða og keypti fyrir, orðnir þrír milljarðar. Ástæðan var mikið fall á gengi FL Group. Það var svo í mars-apríl sem Stím seldi öll bréfin sín í FL Group. Þá lækkaði hlut- ur félagsins einnig í Glitni en tapið var hins vegar gríðarlegt. Barnabarn Geira á Guggunni Eini skráði aðilinn að Stím ehf. sam- kvæmt hluthafaskrá er útgerðar- maðurinn og Bolvíkingurinn Jakob Valgeir Flosason. Sjálfur er Jakob kominn af útgerðarfólki frá Bolung- arvík en afi hans var Ásgeir Guð- bjartsson, eða Geiri á Guggunni eins og hann var oft kallaður. Hann átti togarann Guðbjörgu ÍS. Togar- ann seldi Ásgeir til Samherja fyrir allmörgum árum. Þess má geta að eigandi Samherja er Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi stjórnar- formaður Glitnis. Þegar Þorsteinn var spurður hvort Stím tengdist Kaldbaki, fjárfestingafélagi Sam- herja, svaraði Þorsteinn afdrátt- arlaust: „Til þess að það sé alveg á hreinu er þetta ekki eignarhaldsfé- lag á vegum Kaldbaks.“ Þorsteinn Már vildi ekki tjá sig að öðru leyti um málið. Fátt um svör Þegar menn tengdir Stími eru spurðir út í félagið verður fátt um svör. Fyrrverandi stjórnarformaður bankans, Þorsteinn M. Jónsson, bar fyrir sig leynd og sagðist ekki geta tjáð sig um málið en hann gegndi stjórnarformennsku þegar lánið var veitt. Hann benti á fjölmiðla- fulltrúa Glitnis, Má Másson. Þeg- ar við hann var rætt benti hann á Lárus Welding, fyrrverandi banka- stjóra Glitnis. Ekki hefur náðst í hann þrátt fyrir ítrekaðar tilraun- ir. Aftur á móti sagði hann í viðtali í Silfri Egils að hann gæti ekki tjáð sig um einstaka viðskiptavini. Þeg- ar gengið var á hann vegna Stíms, svaraði hann því til að eflaust væri Stím einn af viðskiptavinum bank- ans og þau viðskipti hefðu verið eins og öll önnur viðskipti. Útgerðarmaður heldur áfram Sjálfur sagði Jakob Valgeir í viðtali við DV fyrir stuttu að hann væri ekki gjaldþrota. Aðspurður vissi hann ekki betur en að útgerðin í Bolung- arvík héldi áfram þrátt fyrir risatap Stíms ehf. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig um það hvort hann væri raunveru- legur eigandi félagsins né hverjir væru í stjórn þess. Jakob Valgeir virðist vera hinn mesti huldumað- ur sjálfur en Vest- firðingar sem rætt var við sögðu hann hafa mesta við- veru á höfuðborg- arsvæðinu þótt hann ætti hús í Bolungarvík. Einn þeirra sagði Jak- ob sérlega feim- inn mann og hlé- dræg- an. STJÓRNARMAÐUR STÍMS VIÐHELDUR LEYNDINNI Þórleifur Stefán Björnsson valur GreTTiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is Vantar þig fjármálaráðgjöf? Þarftu að ná áttum í peningamálunum? lVið gerum heildar yfirlit yfir fjárhagsstöðuna lVið semjum við kröfuhafa um gjaldfallnar skuldir lVið aðstoðum þig við fasteignaviðskipti lVið gerum verðmat á fasteigninni þinni lVið bendum þér á hvar má spara og minnka útgjöld Hringdu núna! Það er auðveldara að taka á vandanum strax! GH Ráðgjöf Sóleyjargötu 17, 101 Reykjavík Sími 510-3500 og 615-1020 Guðrún Hulda Ólafsdóttir hdl Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali Geymdu þessa auglýsingu – Hún getur komið sér vel Glitnir Lánaði stím 25 milljarða til þess að kaupa hlutabréf af bankanum sjálfum. Þórleifur Stefán Björnsson var prókúruhafi stíms ehf. og stjórnarmað-ur en hann neitar að tjá sig um félagið. Þorsteinn M. Jónsson vill ekki tjá sig um stím ehf. eða lánið sem var veitt félaginu þegar hann var stjórnarfor- maður glitnis. „Ég staðfesti fyrir hönd FL Group, nú Stoða, að Stím ehf. hafi bæst í hluthafa- hóp FL Group 16. nóv- ember 2007 eftir að hafa keypt 3,8 pró- senta hlut af Glitni.“ miðvikudagur 19. nóvember 2008 4 Fréttir InnlendarFréttIrritstjorn@dv.is Kristinn spyr aftur um skuldirKristinn H. Gunnarsson, þing-maður Frjálslynda flokksins, hefur nú í annað sinn lagt fram fyrirspurn um skuldir sjávarút-vegsfyrirtækja. Kristinn vill vita hverjar skuldir útgerðanna eru í nýju ríkisbönkunum og hversu mik-ill hluti skuldanna er til kom-inn vegna kvótakaupa. Hann spurði Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra út í þetta um miðjan síðasta mánuð en fékk þá það svar eitt að ráðuneytið gæti ekki svarað, ástæðan væri sú að bankarnir væru skráð félög á markaði. Nú hefur Kristinn spurt Árna Mathiesen fjármála-ráðherra flestra sömu spurn-inga. Kemur þá í ljós hvort hann kunni fleiri svör við þessu en Björgvin. Vel þekktur á stolnum bílMaður á stolnum bíl lagði á flótta þegar lögreglan á Akranesi hugðist stöðva för hans við eft-irlit á föstudaginn var. Ók mað-urinn hratt út fyrir bæjarmök Akraness, stöðvaði bifreiðina og hljóp út í myrkrið. Hafði bifreið-inni sem hann ók verið stolið af bílasölu í Reykjavík fyrr um dag-inn. Slíkt var óðagot mannsins að hann gleymdi farsíma sínum í bílnum. Lögreglan veit hver þar var á ferð enda góðkunningi lögreglunnar. Maðurinn hafði framvísað skilríkj- um þegar hann fékk bílinn lánað- an í reynsluakstur á bílasölunni auk þess sem af honum var tekin mynd í gjaldskýli Hvalfjarðar- ganganna. Hann er ófundinn og er hans nú leitað. Brynjólfur Árnason, fyrrverandi sveitarstjóri Grímseyjarhrepps, hef-ur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Mál hans verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Upp komst um meint brot Brynjólfs í kjölfar umfjöllunar DV um þjófnað hans á 12.900 lítrum af olíu í fyrra. Brotin áttu sér stað frá janúarmánuði 2003 þar til í ágústmánuði 2007. Fyrir það brot hlaut Brynjólfur þriggja mán-aða skilorðsbundið fangelsi. Í kjölfar umfjöllunar blaðsins var skrifstofa hans í hreppnum innsigl-uð og honum sagt upp störfum. Við rannsókn endurskoðenda á bók-haldi hreppsins kom í ljós að ekki var allt með felldu. Í kjölfarið var hann kærður en rannsókn málsins hefur tekið tæpt ár. Brynjólfur er meðal annars grunaður um auðg-unarlagabrot í opinberu starfi og fyrir að hafa gert margvíslegar ráð-stafanir í nafni hreppsins sem hann hafði ekki heimild fyrir.Samkvæmt heimildum DV er Brynjólfur grunaður um að hafa keypt rándýran skotbómulyftara að andvirði fimm til sex milljónir króna í nafni Grímseyjarhrepps. Lyftarann notaði hann við höfnina til að af-greiða birgðir úr Grímseyjarferju. Aðrir sveitarstjórnarmenn höfðu ekki hugmynd um kaupin og voru þau aldrei rædd á fundum. Þegar í ljós kom að ekki væri allt með felldu varðandi kaupin reyndi Brynjólfur að hylma yfir þau, samkvæmt heim-ildum DV. Hann sagðist hafa borgað lyftarann með fé úr eigin vasa. Þetta eru ekki einu bók-haldssvikin sem Brynjólfur er grunaður um því hann keypti einnig landmæling-artæki fyrir átta milljónir króna sem ekki heldur hafði fengist samþykkt. Sam-kvæmt heimildum DV keypti hann einnig hæðarmæli fyrir 290 þúsund krónur sem hann skrifaði á hreppstjórann. Meint brot Brynjólfs geta varðað sex ára fangelsi. brynjólfur ákærður Ákærður mál brynjólfs verður þingfest í Héraðsdómi norðurlands eystra í dag. „Já, já, en ég vil ekki tjá mig um það,“ svaraði útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason spurður út í tuttugu og fimm milljarða lán sem félagið Stím ehf. fékk frá Glitn-isbankanum í október á síðasta ári en samkvæmt heimildum DV gjaldféll lánið í síðasta mánuði auk þess sem lítil sem engin veð voru lögð fyrir töku lánsins. Þegar haft var samband við Fjármálaeftirlitið og spurt hvort félagið væri í rann-sókn eða lántaka þess hjá Glitni vildi eftirlitið ekki gefa upp hvaða félög væri verið að rannsaka. Þegar upplýsingafulltrúi eftirlitisins var ennfremur spurður hvort félagið væri þá ekki í rannsókn, vildi hún ekki tjá sig um það. Engin veð Það var í október á síðasta ári sem Glitnir lánaði Stím ehf. tuttugu og fimm milljarða til hlutabréfa-kaupa í FL Group, sem stuttu síð-ar skilaði mesta tapi Íslandssögunn- ar, eða tæpum sjötíu milljörð- um króna. Með láninu varð Stím sjöundi stærsti hlut- hafi FL Group en eignar- haldsfélag- ið átti 4,33 prósent í félaginu. Jafnframt kom í ljós þegar Glitnir var þjóð-nýttur að Stím var tuttugasti stærsti hluthafi Glitnisbankans með 0,87 prósent hlut í bankanum. Sam-kvæmt heimildum DV fékk Stím ehf. 25 milljarða lánið án þess að hafa veð fyrir að minnsta kosti 15 milljörðum króna. Þess má geta að Jón Ásgeir Jóhannesson var einn af stærstu einstöku hluthöfum Glitnis auk þess að vera eigandi FL Group sem síðar varð Stoðir. 25 milljarða tap Þegar skoðað var hver átti félagið varð fátt um svör. Að lokum kom í ljós að það var Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður frá Bolungarvík, sem var skráð-ur fyrir félaginu. Hann rekur ásamt föður sínum útgerð-arfélagið Jakob Valgeir ehf. Þegar rætt var við allnokkra heimildarmenn furðuðu þeir sig á því að kvótastrákur frá Bolungarvík hefði fengið slíkt risalán og það til þess að fjárfesta í FL Group sem þótti varhugavert þá. Jakob Valgeir er á fertugsaldri og var skattakóngur Vestfjarða á síðasta ári. Eftir að Glitnir var þjóðnýtt-ur og hlutur hluthafa varð einskis virði og Stoðir, áður FL Group, fóru í greiðsluþrot tapaði Stím ehf. þeim 25 milljörðum sem það hafði feng-ið lánað. Þegar Jakob Valgeir var spurður hvort útgerðin væri í hættu í ljósi ris-atapsins sagði hann svo ekki vera. Engin áhrif á útgerðina „Nei, þetta er vænt-anlega einkahluta-félag og fé sett í það,“ svaraði Jakob þeg-ar hann var spurð-ur hvort hann hefði ekki tapað gríðar- legum fjármunum vegna stöðu þeirra félaga sem Stím ehf. var hluthafi í. Hann sagðist ekki sjá annað fyrir sér en að útgerðin héldi áfram eins og hún hefði áður gert og því hefði tapið ljóslega engin áhrif á stöðu hans. Aðspurður hvort honum finnist þetta ekki undarlegt og hvort hann sé raunverulega í forsvari fyrir þetta fyrirtæki almennt, svarar Jakob því að hann hafi ákveðið að tjá sig ekki um eignarhaldsfélagið. Fór ekki eðlilegar boðleiðir„Ef það er eitthvað athugavert við það mun það koma upp úr kafinu hjá Fjármálaeftirlitinu eða skila-nefndunum,“ segir Jakob Valgeir sem er fullviss um að þetta sé allt eins og það eigi að vera. Samkvæmt heimildum blaðsins fékk Stím ehf. 25 milljarða lán án þess að leggja fram raunveruleg veð fyrir því. Þá hefur blaðið einnig heimildir fyrir því að lánið hafi ekki farið eðlilegar boðleiðir innan bankans þegar það var veitt á síðasta ári. „Ég sé ekki að ég verði bættari með því að ræða um þetta félag, ég sé ekkert í því,“ segir Jakob að lokum. „ef það er eitthvað at-hugavert við það mun það koma upp úr kaf- inu hjá Fjármálaeftir- litinu eða skilanefnd- unum.“ Jakob Valgeir Flosason feNGU MILLJARÐA LÁNÁN ÁBYRGÐAR Valur grEttisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is Hannes smárason var forstjóri FL group þegar Stím ehf. keypti rúmlega fjögurra prósenta hlut í félaginu með lánsfé frá glitni. glitnir bankinn lánaði Stím ehf. 25 milljarða án þess að fá nein almennileg veð fyrir láninu en Stím var tuttugasti stærsti hluthafinn í bankanum. Jakob Valgeir Flosason varðstóreigandi í FL-group fyrir hrun félagsins, í krafti milljarðaláns. LeiðréttingÍtarlega var fjallað um Ice-landic Glacier-vatnið, sem athafnamaðurinn Jón Ólafs-son framleiðir, í morgunþætt-inum The Today Show sem sýndur er í Bandaríkjunum. Í fyrirsögn stóð hins vegar að Jón Ólafsson hafi komið fram í þættinum. Það er ekki rétt. DV biðst velvirðingar á því. Braut glas á höfði mannsAðalmeðferð fór fram í máli Patreks Inga Heiðarssonar, Reykvíkings á þrítugsaldri, í Héraðsdómi Reykjavík-ur í gær. Hann er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa, aðfaranótt sunnudagsins 28. janúar í fyrra, á veitinga-staðnum Ölveri, slegið Pétur Örn Björnsson í höfuðið með glerglasi með þeim afleið-ingum að hann hlaut fimm sentímetra langan skurð aftarlega á hvirfli. Hann ját-ar að hafa slegið manninn með glasi, en það hafi verið ástæða fyrir því. Fórnarlamb-ið, Pétur Arnar Björnsson, krefst skaðabóta að fjárhæð 190 þúsund krónur að við-bættum dráttarvöxtum. stím fjallaði fyrst miðla um leynifélagið Stím. Fl group Stoðir, sem áður voru FL gropup, töpuðu 64 milljörðum á síðasta ári en í morgunblaðinu var fullyrt að Stím ehf. hafi átt að viðhalda undarlega háu gengi í fallandi félagi. Jón Ágseir Jóhannesson Segist ekki hafa stofnað leynifélagið Stím en hann var stjórnarformaður FL group á sama tíma og hann var stærsti hluthafi glitnis þegar Stím fékk dularfullt risalán.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.