Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2008, Blaðsíða 22
miðvikudagur 26. nóvember 200822 Fólkið
Tískumógúllinn, klipparinn, hönn-
uðurinn og söngvarinn Skjöldur hef-
ur nú sagt bumbunni stríð á hendur.
Á heimasíðu sinni lýsir hann því yfir
að nú sé tími hráfæðis fram undan
og að bumban muni hverfa. Slender-
tón og líkamsrækt er einnig á meðal
þeirra ráða sem hinn fjölhæfi Skjöld-
ur ætlar að grípa til við að koma sér
í betra form. Nýlega gaf Skjöldur út
hið þekkta lag, Fjöllin hafa vakað, og
fékk útgáfa lagsins misgóðar undir-
tektir. Hvort kappinn ætli sér frægð
og frama í tónlistarheiminum næst
og vilji þar af leiðandi líta betur út er
óvitað en í átaki er hann, svo mikið
er víst.
Frægðarsól Ásdísar Ránar heldur
áfram að rísa en nú er komið á mark-
aðinn ilmvatn frá Ray Saxx-snyrti-
vöruframleiðandanum og er Ásdís
Rán andlit ilmsins. Það er vel þekkt
úti í hinum stóra heimi að fá þekkt-
ar stjörnur sem andlit hinna ýmsu
ilma. Með þessu fer Ásdís því í flokk
með til dæmis Beyoncé sem er and-
lit nýjasta ilmsins frá Armani, Anne
Hathaway sem er andlit ilmvatnsins
frá Lancóme og frönsku leikkonunn-
ar Audrey Tautou sem nú er andlit
hins klassíska ilms Chanel no 5. Þrjár
týpur af Ray Saxx-ilmvatninu eru
komnar á markað, Amaze, Heart og
Feminine og segir Ásdís að Heart og
Feminine séu í uppáhaldi hjá sér.
Í flokk með
stórstjörnum
með kross
Í kynningu
„Mér finnst að opinberir starfs-
menn í opinberu starfi eigi
að vera hlutlausir í trú-
málum,“ segir Matthías
Ásgeirsson, formað-
ur Vantrúar, þeg-
ar hann er innt-
ur eftir skoðun
sinni á skartinu
sem þula Rík-
issjónvarpsins
bar um háls-
inn síðastliðinn
laugardag. Eins
og glöggir sjón-
varpsáhorfend-
ur hafa kannski
tekið eftir var
umrætt skart
forláta kross.
„Ef við
horfum
til stjórn-
málanna
væru væntan-
lega viðbrögð
við því ef þula
væri með nælu
frá Sjálfstæðis-
flokknum í útsend-
ingu,“ segir Matthí-
as. Hann bætir við að
þetta trufli hann ekk-
ert sértaklega en
honum finnist allt
í lagi að fólk velti
þessum hlutum
fyrir sér. „Ég
ætla alls ekki að
taka þann rétt
af þessari bless-
uðu konu að
skreyta sig með
krossi, en hún
mætti alveg
hugsa um það
með hverju
hún skreytir
sig í útsend-
ingu.“
Matthildur
Magnúsdótt-
ir heitir þul-
an sem um er
rætt. „Í mínum
huga flokkast
þetta sem skart
frekar en einhver
yfirlýsing um trú
eða trúarbrögð,“
segir Matthild-
ur. Hún kveðst
ekki vita til þess
að einhver hafi haft samband við
RÚV til að finna að notkun henn-
ar á skartinu í útsendingunni á
laugardaginn. Aðspurð hvort hún
hafi áður borið kross í útsend-
ingu segist Matthildur ekki hafa
lagt það sérstaklega á minnið. Né
veit Matthildur til þess að til séu
reglur sem banni notkun slíkra
trúarlegra tákna í útsendingu
Ríkissjónvarpsins.
Í reglum um frétt-
ir og dagskrárefni tengt
þeim í Ríkisútvarpinu, sem finna
má á vefsvæði RÚV, er eftirfar-
andi klausa: „Frétta- og dagskrár-
gerðarmenn mega ekki mismuna
eða hvetja til fordóma, til dæmis
á grundvelli kynþáttar, kynferðis,
þjóðernis, trúar eða kynhneigð-
ar.“ Hvort notkun kross í kynningu
þulu fallist undir þessa reglu skal
hér látið liggja á milli hluta.
„Ef fréttaþulur væri með kross
í útsendingu þætti það alvarlegt
mál,“ segir Matthías. „Kannski
þykir þeim hjá RÚV hlutverk þulu
bara það óskaplega léttvægt að í
slíku tilviki skipti það ekki máli.“
kristjanh@dv.is
Matthildur Magnúsdóttir, þula Ríkissjónvarpsins, skartaði krossi á síðustu laugar-
dagsvakt. Formanni Vantrúar finnst það orka tvímælis að slíkt sé látið viðgangast.
Það fór aldeilis kliður um skemmti-
staðinn Vegamót um síðustu helgi
þegar kunnuleg andlit úr sjónvarps-
þáttaröðinn One Tree Hill litu við.
Það voru þau James Lafferty sem
leikur sjálfan Nathan Scoth, Sophia
Bush sem leikur dívuna Brooke
Davis og að lokum Paul Johansson
sem leikur vonda föðurinn, Dan
Scott, sem sáust á skemmtistaðn-
um. Leikararnir hafa slegið rækilega
í gegn í unglingaþáttaröðinni dram-
atísku sem hefur meðal annars not-
ið gífurlegra vinsælda hér á landi
síðustu ár.
Ungir adáendur leikaranna
trúðu vart sínum eigin augum er
þeir mættu prúðbúnir á Vegamót og
er óhætt að segja að margar ungar
stúlkur hafi orðið afar svekktar að
hafa misst af hinum vinsæla Lafferty
eftir að fréttist af ferðum kappans í
borginni en einnig sást til þeirra á
skemmtistöðunum Solon og Engl-
ish Pub.
Nýlega heyrðust þær sögusagnir
að Lafferty og Sophia væru að skjóta
sér saman en áður var Sophia gift
öðrum aðalleikara þáttanna, Chad
Michael Murray, sem leikur sjarm-
örinn mikla, Lucas Scott. Ekki er vit-
að í hvaða erindagjörðum leikar-
arnir eru hér á landi eða hvort fleiri
leikarar úr þáttaröðinni séu með í
för.
Hollywood-stjörnur
GestiR VeGamóta Ráku upp stóR auGu um helGina:
Óvæntir gestir á Vegamótum
Leikarar One Tree Hill litu óvænt inn á
skemmtistaðinn vegamót um helgina.
Þula RÚV:
segir
bumbunni
strÍð á
Hendur
Trúuð þula? matthildur veit
ekki til þess að neinn hafi
kvartað yfir því að hún skyldi
skarta krossinum.
Matthías Ásgeirsson, formaður
Vantrúar „Ég ætla alls ekki að taka þann rétt
af þessari blessuðu konu að skreyta sig með
krossi, en hún mætti alveg hugsa um það
með hverju hún skreytir sig í útsendingu.“