Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2008, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2008, Blaðsíða 20
miðvikudagur 26. nóvember 200820 Fókus Ef það er eitthvað sem er Oliver Stone hugleikið er það Víetnam- stríðið og forsetar. Fyrst og fremst bandarískir forsetar þótt hann hafi einnig gert Comandante, frábæra viðtalsmynd við Fidel Castro. W segir sögu umdeildasta þjóðarleið- toga heims í áratugi. Hér er flassað fram og til baka í tíma og stiklað á stóru á tíðindamiklum ferli hans. Við sjáum táknrænar senur af Bush leika sér einn í ímynduðum hafna- boltaleik þar sem hann dagdreym- ir sig betri en hann er. En vonbrigð- in banka upp á í næturdraumum. Maður bjóst við fleiri senum af þessu tagi sem Stone notar gjarnan til að sýna það sem hrá atburðarás getur ekki sagt. Þótt Bush birtist manni sem húðlatur, ofdekraður og alkóhólis- eraður fáviti sem snapar gellur með montsögum af ættarauði er klárlega sterk samúð með honum frá hendi leikstjórans. Bush lifir í skugga Jebs, stóra bróður, þarf að huga að ættar- heiðri Bush-nafnsins og sækir stíft í áfengið. Stone fetar eitthvað millibil milli hinnar miklu samúðar í hetju- myndinni JFK og hins vegar gagn- rýninnar og raunsærrar myndar sinnar um Nixon. Myndin magnast upp eftir því sem líður nær forseta- tíma Bush og þar nær hún þeim há- gæðum sem maður vildi sjá. Bush er vel skilað til áhorfenda af Josh Brolin en er þó sérstaklega sann- færandi á efri árum. Það er spenn- andi að sjá rafmagnaða stemningu milli feðganna sem glöggir sáu snert af í opinberri umræðu feðg- anna í tengslum við seinna Íraks- stríðið. Hún er vægast sagt frábær vinnslan á fundum Bush-stjórn- arinnar í aðdraganda Íraksstríðs- ins. Þar liggur hápunktur myndar- innar, þrunginn spennu þess sem hugar að örlögum hundraða millj- óna manna. Heimurinn vildi vita hvernig í fjandanum menn kom- ust að þessarri niðurstöðu og þetta eru þungavigtarsenur ekki síst í því samhengi. Richard Dreyfuss er óborganlegur sem Dick Cheney, gervið er gott og þessi skakki gní- standi munnsvipur varaforsetans er svo sannarlega til staðar. Condi Rice er langsamlega best túlkuð, og það af hinni bresku Thandie Newt- on. Hvernig hún naðrast hálfhokin kringum forsetann eins og eitthvað nagdýr. Óskar fyrir aukahlutverk hefur sjaldan átt jafnvel við. Col- in Powell er einnig góður þar sem hann reynir að ræða af skynsemi og reynslu hermanns en bognar eins og laminn rakki undan kjaftöskun- um. Er í kjölfarið sendur í sneypu- för fyrir þing Sameinuðu þjóðanna þar sem hann reynir að sannfæra heiminn um gereyðingarvopna- eign Saddams sem sagan hefur dæmt sem eitt versta uppistands- grín seinni tíma. Þetta er spennandi mynd um okkar tíma og vel þess virði. En það verður að segjast eins og er að Stone hefði getað notast við meira krassandi handrit að sögu Bush. Af nógu er að taka. Hann hefði að auki getað gert myndina fyndn- ari án þess að ýkja né fara út fyr- ir söguna. Nokkrar hrikalegar til- vitnanir í Bush eru hér en margar af frægustu og heimskulegustu til- vitnunum hans eru fjarri. Málhelti Bush er einstakt en er fyrirferðar- lítið í W. Stone hefði getað verið mun beinskeittari og farið dýpra í það hvernig Bandaríkin hrundu í virðingu á alþjóðavettvangi sökum Bush. Stone gefur drjúgan afslátt af ruglinu sem fylgdi Bush í Hvíta húsinu, hinum vafasama kosninga- sigri, dætrum hans sem eru ansi undarlegur kapítuli og það er rétt svo minnst á kókaínneysluna. Bush sleppur að hluta úr greipum Stone, sama hvernig á málið er litið. Stuðningsmenn forsetans reyndu að baktryggja sig með áróðri gegn myndinni áður en hún leit dagsins ljós og kannski vegna þess þrýstings er óvinsælasti for- setinn í sögu Bandaríkjanna höndl- aður frekar snyrtilega. En það verð- ur ekki tekið af W að vera prýðileg mynd um forseta sem uppfyllti „kröfur fólks til forseta“ að sögn spunameistarans Karl Rove: „Þetta snýst allt um með hverjum fólk vill setjast niður og drekka bjór.“ Það er orðið skuggalega fámennt á knæp- unni en Oliver Stone er að minnsta kosti einn þeirra sem leggja það á sig. Erpur Eyvindarson á miðvikudegi Aðventutónleikar Baggalúts miðasala er í fullum gangi á tvenna aðventutónleika Baggalúts í salnum í Kópavogi 4. og 11. desember. Leikin verða lög af nýjustu hljómskífu baggalúts, ásamt völdum jólalögum og ýmsu öðru góðgæti. baggalútsmenn lofa sérlega huggulegri jólastemningu fyrir alla fjölskylduna en biðja fólk þó að athuga að orðfæri í textum og málfari sveitarmanna geti valdið misskilningi. miðasalan fer fram á midi.is. SkítApAkk á SkítAtúr Hljómsveitirnar Dr. Spock, Agent Fresco og Slugs halda í tónleikatúr, sem ber yfirskriftina Skítatúr, í dag til að kynna nýútkomnar plötur sínar. Túrinn stendur fram á sunnudag. Böndin leita ekki langt yfir skammt á fyrsta viðkomustaðnum sem er Dillon við Laugaveg, en reyndar ætlar Dr. Spock að halda útgáfutón- leika út af fyrir sig í spinning-tíma í Sporthúsinu í Kópavogi í hádeginu í dag. Næstu viðkomustaðir eru svo Laugarvatn á morgun, Keflavík á föstudag, Stykkishólmur á laugar- dag og loks Akranes á sunnudag. 500 krónur kostar á alla tónleika nema á Dillon þar sem er frítt inn. mynd fyrir miðA Þjóðleikhúsið óskar eftir fjöl- skyldumyndum fyrir uppsetn- ingu á jólasýningu leikhússins á Sumarljósi eftir Jón Kalman Stef- ánsson. Óskað er eftir líflegum og hlýlegum myndum, gömlum eða nýjum, sem fólk vill gefa leikhús- inu í skiptum fyrir miða á sýning- una. Myndirnar mega vera eftir- prentanir og af hvaða stærð sem er. Verði myndin notuð í leikmynd Sumarljósa fær eigandi hennar einn miða á sýninguna og er fólki frjálst að senda inn fleiri en eina ljósmynd. Myndirnar sendist á props@leikhusid.is eða á Þjóð- leikhúsið, leikmunadeild, fyrir 5. desember. tekur trúAr- SpekingA á teppið Græna ljósið frumsýnir á föstudag- inn heimildarmyndina Religulous þar sem Larry Charles, leikstjóri Borats, gerir hinn þekkta grínista Bill Maher út af örkinni til að kryfja trúarbrögð heimsins eins og þau hafa aldrei verið krufin áður. Charles og Maher hafa sýnt áður að þeim er ekkert heilagt og ku sanna það vel hér. Maher á bágt með að skilja hvers vegna menn sem eru mjög skynsamir og rökfastir í daglega líf- inu geti hent allri rökhugsun út um gluggann þegar kemur að trúmál- um. Hann fer út um allan heim til að hitta ýmsa spekinga frá öllum helstu trúarbrögðunum og lætur allt vaða á þá. Það var mikið sjónarspil sem áhorfendur á tónleikum Sigur Rós- ar upplifðu í Laugardalshöllinni síðasta sunnudagskvöld. Það er engum blöðum um það að fletta að aðdáendahópur Sigur Rósar er stór hér á landi og urðu viðstadd- ir ekki fyrir neinum vonbrigðum með niðurstöðuna. Strákarnir virt- ust vera fulir af orku þrátt fyrir að þetta væri lokahnykkurinn í tón- leikaferð þeirra sem staðið hefur yfir síðan í júní. Undirritaður mætti á svæð- ið um það leyti sem upphitunar- hljómsveitin For A Minor Reflect- ion byrjaði að spila. Eftir að hafa horft á sveitina spila varð manni ljóst að þarna fer ekki einungis efnileg hljómsveit heldur hljóm- sveit sem, miðað við gæðin, gæti orðið næsta útflutningsvara okk- ar Íslendinga. Sigur Rós mætti síð- an á sviðið klukkan 21 en tónleik- arnir sjálfir byrjuðu klukkan 20. Viðstaddir þurftu því ekki að bíða óþægilega lengi eftir að For A Min- or Reflection hafði lokið sér af, þó biðin hafi verið rúmar tuttugu mínútur. Sigur Rós spilaði öll sín bestu lög. Þar var úr vöndu að velja þar sem lög Sigur Rósar eru flest hvert öðru betra. Eins og áður segir voru tónleikarnir mikið sjónarspil. Strákarnir nýttu sér Laugardals- höllina til hins ýtrasta. Meðal ann- ars birtist risastór foss sem skildi að tónleikagesti og sviðið í tveimur lögum. Á fossinn var varpað mynd- um af meðlimum sveitarinnar og allt var gert til að gera umgjörðina hina glæsilegustu. Þetta var meðal annars gert í lokalaginu, „Popplag- inu“, af plötunni ( ). Frábærri tveggja tíma dagskrá var lokið og hurfu tónleikagestir sáttir út í myrkrið og kuldann þetta nóvemberkvöld. Einar Þór Sigurðsson Fossar og fegurð í Höllinni SAmúðArSAgA grátAndi trúðS kvikmyndir W. Leikstjóri: Oliver Stone Aðalhlutverk: Josh brolin, elizabeth banks, richard dreyfuss, James Cromwell, ellen burstyn, Thandie newton tónleikar Sigur róS Laugardalshöll, sunnudaginn 23. nóvember Frábær tónleikaumgjörð aðdáendur Sigur rósar voru ekki sviknir af tónleikum sveitarinnar síðasta sunnudagskvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.