Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2008, Blaðsíða 10
Fatahreinsun Kópavogs
ódýrust með afslætti
Ekki var sérstaklega spurt um af-
slætti í könnuninni. Hjá Fatahreins-
un Kópavogs var þó sérstaklega tek-
ið fram að ef viðskiptavinur kemur
með þrjá hluti eða fleiri fæst 25
prósenta afsláttur. Komi hann með
fimm hluti eða fleiri fæst 35 pró-
senta afsláttur. Ef við gefum okk-
ur að viðskiptavinur ætli að láta
hreinsa allar þær sex flíkur sem
kannaðar voru í verðkönnuninni
kostar pakkinn 5.616 krónur og er
langódýrast þar. Ef komið er með
flíkurnar stakar kostar hreinsunin
8.640 krónur.
Eins og fram hefur komið er
Borgarefnalaugin ódýrust. Þar kost-
ar 6.760 krónur að hreinsa þessar
sex flíkur. Hjá Þvottahúsinu Fag-
hreinsun kostar sama þjónusta
9.790 krónur og er dýrust af þeim
tíu aðilum þar sem verð voru könn-
uð.
Láttu hreinsa jóladúkinn
Dv kannaði hvað það kostar að láta
hreinsa jóladúkinn. Ekki reyndist
unnt að reikna verðið inn í töfluna
vegna þess hve mismunandi verðið
er. Sumir aðilar miða við metraverð
en það er þá yfirleitt á bilinu 595 til
700 krónur. Hreinsun fyrir einfalda
hvíta borðdúka kostar yfirleitt á bil-
inu 1.190 til 1.600 krónur en það
verð er fljót að hækka ef dúkarnir
eru stórir og skrautlegir.
miðvikudagur 26. nóvember 200810 Neytendur
Dísilolía
el
d
sn
ey
t
i Gullinbrú verð á lítra 149,5 kr. verð á lítra 179,6 kr.
Skeifunni verð á lítra 148,2 kr. verð á lítra 175,5 kr.
Skógarhlíð verð á lítra 149,5 kr. verð á lítra 179,6 kr.
bensín
Dalvegi verð á lítra 145,9 kr. verð á lítra 173,6 kr.
Bæjarlind verð á lítra 145,9 kr. verð á lítra 173,7 kr.
Fellsmúla verð á lítra 148,3 kr. verð á lítra 175,9 kr.
Skógarseli verð á lítra 148,0 kr. verð á lítra 178,1 kr.
umsjón: baldur guðmundsson, baldur@dv.is / neytendur@dv.is
Meira en 150 prósenta munur er á verði fyrir hreinsun á herraskyrtu. Borgarefnalaugin
býður ódýrustu fatahreinsunina ef marka má verðkönnun sem DV framkvæmdi en Fata-
hreinsun Kópavogs býður best ef komið er með fimm flíkur eða fleiri. Allt að 1.100 krón-
um munar á verði fyrir hreinsun á jakkafötum.
45% verðmunur
á fatahreinsun
Borgarefnalaugin býður ódýrustu
fatahreinsunina ef marka má verð-
könnun sem DV framkvæmdi á
mánudaginn. Munurinn á dýrustu
og ódýrustu fatahreinsuninni reynd-
ist 45 prósent en munur á einstök-
um flíkum er hann mun meiri, eða
allt að 152 prósent.
Sex mismunandi flíkur
Könnunin var þannig framkvæmd
að blaðamaður DV hringdi í tíu fyr-
irtæki sem bjóða fatahreinsun á
höfuðborgarsvæðinu. Blaðamaður
kynnti sig sem slíkan, sagðist vera
að gera verkönnun og bað um verð
fyrir hreinsun á eftirfarandi flík-
um: Jakkafötum, kjól, dragt, bindi,
herraskyrtu og dömuskyrtu. Viðtök-
urnar voru alls staðar góðar. Verði
á kjólum ber að taka með nokkrum
fyrirvara vegna þess að kjólar geta
verið af ýmsum stærðum og gerð-
um. Beðið var um lýsandi verð fyrir
einfaldan kjól.
Miklu munar á jakkafötum
Verðmunur á stökum flíkum reynd-
ist frá 30 prósentum, fyrir dömu-
skyrtu, upp í 152 prósent fyrir herra-
skyrtu. Hreinsun á herraskyrtunni
er ódýrust hjá Borgarefnalauginni
í Borgartúni. Þar kostar hún 250
krónur en ekki er hægt að koma með
fleiri í einu en þrjár. Dýrast er að
hreinsa herraskyrtuna hjá Þvotta-
húsinu Faghreinsun, 630 krónur.
Miklu munar einnig á jakkaföt-
um en þar reyndist verðmunur-
inn mestur í krónum talið. Aðeins
kostar 1.500 krónur að láta hreinsa
jakkafötin hjá Borgarefnalauginni
en sama þjónusta kostar 2.600 krón-
ur hjá Efnalauginni Björgu. Munur-
inn er 1.100 krónur eða um 73 pró-
sent.
n Í verslun Tals á suður-
landsbraut á dögunum
mætti par sem hugðist
hefja viðskipti við
símafyrirtækið. Þegar
þangað var komið,
seinnipart dags, var fullt
út úr dyrum. aðeins voru
tveir þjónustufulltrúar til að
aðstoða viðskiptavini i. Þeir
stóðu sig vel en manneklan var
mikil.
n kona fór á Quiznos á suðurlands-
braut á sunnudaginn. staðurinn kom
henni skemmtilega á óvart;
samlokan var stærri en hún
virtist á auglýsingaskiltinu auk
þess sem starfsmaðurinn gaf
henni, og þeim sem með henni
voru, 10 prósenta óútskýrðan
afslátt, líklega vegna
þess að þau versluðu
mikið. Til fyrirmyndar.
Bretar henda þriðjungi þeirra
matvæla sem þeir koma með inn
á heimilið. Þar af eru 19 prósent
sem alls ekki er hægt að nýta
betur. Stærsti hlutinn, eða 61
prósent, reyndist þó óþarfa sóun
á matvælum. Þetta leiddi bresk
rannsókn, sem kynnt var í vor, í
ljós. Hún náði til 2.000 heimila
en frá þessu segir í nýjasta hefti
Neytendablaðsins. Algengast
reyndist að fólk fengi sér of mikið
á diskinn en því næst gaf fólk þær
skýringar að varan hefði verið út-
runnin. Ólíklegt verður að teljast
að við Íslendingar séum eftirbát-
ar þessarar vinaþjóðar okkar.
Ekki GEyma
GjaFaBréFin
Varast ber að geyma gjafabréf of
lengi í því árferði sem við búum
við. Oftast er það þannig að fari
fyrirtæki á hausinn situr neyt-
andinn, sem á gjafabréf eða aðra
kröfu á fyrirtækið, í súpunni.
Neytendasamtökunum hafa bor-
ist þó nokkrar fyrirspurnir vegna
inneignarnótna eða gjafabréfa
í fyrirtækjum sem hafa lagt upp
laupana. Dæmi eru um að fólk
hafi greitt inn á vörur sem það
fær síðan hvorki afgreiddar né
endurgreiddar. Ekki taka óþarfa
sénsa því óvíst er að krafa í þrota-
bú skili árangri.
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
„Miklu munar einnig
á jakkafötum en þar
reyndist verðmunurinn
mestur í krónum talið.“
Mikill verðmunur á
herraskyrtum 152 prósenta
verðmunur reyndist á
hreinsun á herraskyrtum.
BrEtar Sóa mat
FatahrEinSanir
Svanhvít efn. Hreinn efn. Borgarefn. Faghreinsun Fatahr. Kópav. efn. Garðab. Katla efn. efn. Björg efn. Úðafoss Fönn
Jakkaföt 2490 2300 1500 2600 2500 2420 2000 2600 2380 2390
Kjóll 1610 1800 1970 2490 1830 1900 1550 1600 1880 2019
Dragt 2490 2300 1760 2600 2500 2420 2000 2600 2380 2390
Bindi 575 650 630 890 770 660 630 975 665 566
Herraskyrta 615 300 250 630 520 510 430 550 510 502
Dömuskyrta 615 500 650 580 520 510 530 550 510 502
SamtalS 8395 7850 6760 9790 8640 8420 7140 8875 8325 8369
* Tilboð: 3 skyrTur eða fleiri, 300 kr. ** Hámark Þrjár HerraskyrTur. *** 3 HluTir 25% afsláTTur og 5 HluTir 35% afsláTTur **** sÍður kjóll 2230
vErðSamanBurður
efnalaug verð Munur
1. Borgarefnalaugin 6760
2. Katla efnalaug 7140 5,62%
3. Hreinn efnalaug og þvottahús 7850 16,12%
4. efnalaugin Úðafoss 8325 23,15%
5. Fönn 8369 23,80%
6. Svanhvít efnalaug 8395 24,19%
7. efnalaug Garðabæjar 8420 24,56%
8. Fatahreinsun Kópavogs 8640 27,81%
9. efnalaugin Björg 8875 31,29%
10. Þvottahúsið Faghreinsun 9790 44,82%