Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2008, Blaðsíða 16
miðvikudagur 26. nóvember 200816 Ættfræði
50 ára í dag
30 ára
n Huy Van Nguyen Gnoðarvogi 34, Reykjavík
n Eva Björk Magnúsdóttir Grýtubakka 2,
Reykjavík
n Olgeir Sveinn Friðriksson Traðarlandi 21,
Bolungarvík
n Hulda Guðrún Bragadóttir Reykási 26,
Reykjavík
n Sigurður Þórsson Helgamagrastræti 43,
Akureyri
n Ása Huldrún Magnúsdóttir Skessugili 19,
Akureyri
n Kristjana Helga Ólafsdóttir Grenigrund 13,
Akranes
n Halldór Hallgrímur Gíslason Tindaflöt 4,
Akranes
n Elín Rós Bjarnadóttir Leirdal 42, Njarðvík
40 ára
n Minming Wu Bugðulæk 17, Reykjavík
n Símon Ormarsson Löngulínu 10, Garðabær
n Helgi Jakob Helgason Kjarnagötu 30, Akureyri
n Stefán Hafþór Stefánsson Bakkastöðum 7,
Reykjavík
n Sigurður Heiðar Stefánsson Ljósulind 12,
Kópavogur
n Sverrir Guðmundsson Lerkiási 3, Garðabær
n Áslaug Jónasdóttir Laugalæk 16, Reykjavík
n Þórdís Linda Guðjónsdóttir Víðimel 73,
Reykjavík
n Róbert Guðmundsson Mundakoti, Eyrarbakki
n Björg Eyjólfsdóttir Veghúsum 11, Reykjavík
50 ára
n Birgitta María Braun Löngumýri 37, Garðabær
n Einar Eyjólfsson Linnetsstíg 2, Hafnarfjörður
n Karl Jóhann Jóhannsson Hamrahlíð 5,
Grundarfjörður
n Einar Þór Garðarsson Brekkuhlíð 16, Hafnar-
fjörður
n Jóhanna Jóhannsdóttir Smáraflöt 3, Garðabær
n Laufey Sigurlaug Sigurðardóttir Stórholti
2a, Akureyri
n Erla Ívarsdóttir Geitastekk 1, Reykjavík
n Ásdís Viggósdóttir Amsturdam 1, Mosfellsbær
n Ottó Ólafur Gunnarsson Smárarima 33,
Reykjavík
60 ára
n María Ragnhildur Eyþórsdóttir Hrafnakletti
7, Borgarnes
n Gunnar Vilhelmsson Fannafold 150, Reykjavík
n Júlíus Fossberg Arason Aðalstræti 3, Akureyri
n Aleksandr Klimov Nökkvavogi 6, Reykjavík
n María Björg Jensen Klyfjaseli 6, Reykjavík
n Hákon Björnsson Akurholti 1, Mosfellsbær
n Kristbjörg Guðjónsdóttir Bjarnhólastíg 9,
Kópavogur
n Steinunn B Geirdal Grænlandsleið 24, Reykjavík
n Guðmundur Karl Stefánsson Hátúni 10,
Reykjavík
n Svanhildur Leifsdóttir Norðurbakka 5c,
Hafnarfjörður
n Finnur Sigfús Illugason Háaleitisbraut 34,
Reykjavík
Marianne Ósk B Nielsen Hellubakka 14, Selfoss
n Pálmi Sveinsson Hvannahlíð 6, Sauðárkrókur
70 ára
n Kolbrún Dóra Indriðadóttir Kirkjusandi 3,
Reykjavík
n Ella Tryggvína Guðmundsdóttir Bergstaðas-
træti 11a, Reykjavík
n Eggert Þorsteinsson Hamrabergi 22, Reykjavík
n Guðný Hrönn Þorsteinsdóttir Rjúpnasölum
12, Kópavogur
n Jóhanna Haraldsdóttir Háulind 31, Kópavogur
n Gunnar Berg Björnsson Frostaskjóli 85,
Reykjavík
n Helgi Ingvarsson Hlíðarenda, Hvolsvöllur
75 ára
n Ólafur J Gunnarsson Gullsmára 11, Kópavogur
n Friðrik Bogason Rauðarárstíg 9, Reykjavík
n Indriði Elberg Baldvinsson Skúlagötu 5,
Stykkishólmur
n Selma Samúelsdóttir Kleppsvegi 86, Reykjavík
n Flóra Sigríður Ebenezersdóttir Skólagötu 8,
Ísafjörður
80 ára
n Valdimar Ásgeirsson Norðurbrún 1, Reykjavík
85 ára
n Hjalti Sigfússon Árskógum 6, Reykjavík
n Jón Bragi Hlíðberg Hofakri 5, Garðabær
n Magnús Jónsson Frumskógum 6, Hveragerði
Sólveig JakobSdóttir
dósent við menntavísindasvið Hí
Sólveig fæddist í Reykjavík og ólst þar
upp í Vogahverfinu. Hún var í Voga-
skóla, lauk stúdentsprófi frá MR 1978,
lauk BS-prófi í jarðfræði og kennslu-
réttindum frá HÍ 1983, stundaði
framhaldsnám í kennslufræði við
University of Minnesota með áherslu
á tölvunotkun í skólastarfi,lauk MEd-
prófi 1989 og síðan doktorsprófi
1996.
Sólveig kenndi við Kvennaskól-
ann í Reykjavík 1983-86, var verk-
efnastjóri hjá Íslenska menntanet-
inu 1997, lektor við KHÍ 1997 og síðan
dósent í fjarkennslufræðum þar frá
1999 og er nú dósent á menntavís-
indasviði HÍ.
Sólveig átti frumkvæði að stofn-
un Netlu, veftímarits um uppeldi
og menntun, og sat í ritstjórn þess í
nokkur ár, og sat í stjórn 3f, Félags um
upplýsingatækni og menntun um
skeið.
Fjölskylda
Eiginmaður Sólveigar er Jón Jóhannes
Jónsson, f. 21.7. 1957, læknir í Reykja-
vík. Hann er sonur Jóns Jóhannesson-
ar, prófessors f. 6.6. 1909, d. 4.5. 1957,
og Guðrúnar Pálínu Helgadóttur, f.
19.4. 1922, d. 5.7. 2006, fyrrv. skóla-
stjóra Kvennaskólans í Reykjavík.
Börn Sólveigar og Jóns eru Jó-
hanna Jónsdóttir, f. 12.1. 1981, dokt-
orsnemi við University of Cambridge;
Guðrún Pálína Jónsdóttir, f. 10.3.
1988, nemi við MH; Jón Jakob Jóns-
son, f. 4.8. 1996, grunnskólanemi.
Systkini Sólveigar eru Oddur Sig-
urður Jakobsson, f. 18.3. 1961, fram-
haldsskólakennari og fulltrúi hjá Fé-
lagi framhaldsskólakennara, búsettur
í Reykjavík; Auðbjörg Jakobsdóttir, f.
9.6. 1966, tölvunarfræðingur, búsett í
Nepal.
Foreldrar Sólveigar eru Jakob Jak-
obsson, f. 28.6. 1931, fiskifræðingur
og fyrrv. forstjóri Hafrannsóknastofn-
unar, og Jóhanna Gunnbjörnsdóttir, f.
4.11. 1938, d. 24.4. 1974, húsmóðir.
Stúpmóðir Sólveigar er Margrét
Elísabet Jónsdóttir, f. 25.4.1940, fyrrv.
fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu.
Ætt
Jakob er sonur Jakobs, skipstjóra á
Norðfirði Jakobssonar, á Illugastöð-
um Bjarnasonar. Móðir Jakobs skip-
stjóra var Auðbjörg Jónsdóttir. Móðir
Jakobs fiskifræðings var Sólveig Ás-
mundsdóttir, frá Norðfirði Jónssonar,
og Þórunnar Halldórsdóttur.
Jóhanna var dóttir Stefáns Gunn-
björns, tækjasmiðs hjá Rannsókna-
stofnun atvinnuveganna Egilssonar,
óðalsb. á Laxamýri, bróður Jóhanns
skálds. Systir Egils var Snjólaug,
móðir Sigurjóns lögreglustjóra,
föður Jóhanns, forstjóra HAFRÓ.
Snjólaug var einnig amma Magnús-
ar heitins Magnússonar, sjónvarps-
manns hjá BBC, föður Sallýjar, rit-
höfundar og fréttamanns á BBC, og
Önnu Snjólaugar, dagskrárgerða-
manns á BBC. Egill var sonur Sig-
urjóns, óðalsb. á Laxamýri Jóhann-
essonar, ættföður Laxamýrarættar
og bróður Jóns á Sýrnesi, langafa
Jónasar frá Hriflu og langalangafa
Jónasar Kristjánssonar, fyrrv. for-
stöðumanns Árnastofnunar. Móð-
ir Jóhönnu var Oddrún Sigríður Jó-
hannsdóttir frá Tyrfingsstöðum í
Skagafirði Jónssonar.
Til
hamingju
með
afmælið!
Birgitta fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp í Vogahverfinu. Hún var í
Vogaskóla, lauk stúdentsprófi frá
MR 1978, stundaði nám í almenn-
um málvísindum við HÍ, lauk BA-
prófi í almennum málvísindum og
íslensku og síðan í uppeldis- og
kennslufræði.
Birgitta var grunnskólakenn-
ari við Grunnskólann á Þingeyri
1986-90, kennari við Grunnskólann
í Stykkishólmi og Fjölbrautaskóla
Vesturlands í Stykkishólmi 1992-99,
verkefnastjóri á Málvísindastofnun
HÍ 2000-2005 og hefur starfað á Al-
þingi frá 2005 og jafnframt starfað
sjálfstætt að ýmsum verkefnum er
varða kennslu og textagerð.
Fjölskylda
Eiginmaður Birgittu er Gunnar Ei-
ríkur Hauksson, f. 2.6. 1957, sóknar-
prestur í Stykkishólmi og prófastur
í Snæfellsness- og Dalaprófasts-
dæmi. Hann er sonur Hauks Guð-
mundssonar, f. 29.12. 1921, d. 21.11.
2001, skrifstofumanns hjá Reykja-
víkurborg, og Sigurbjargar Eiríks-
dóttur, f. 29.8. 1924, fyrrv. skrifstofu-
manns hjá Hitaveitu Reykjavíkur.
Börn Birgittu og Gunnars Ei-
ríks eru Kristbjörg Gunnarsdótt-
ir, f. 11.5. 1981, BA í félagsfræði og
háskólanemi í Gautaborg en maður
hennar er Gunnar Páll Ólafsson há-
skólanemi og er dóttir þeirra Bryn-
hildur Anna, f. 26.10. 2006; Sigrún
Gunnarsdóttir, f. 15.8. 1983, BA í
málvísindum í framhaldsnámi í
Lundi; Jón Gunnar Gunnarsson, f.
7.5. 1991, nemi við MH.
Systkini Birgittu eru Jón Örn
Bragason, f. 27.6. 1956, innkaupa-
stjóri hjá Húsasmiðjunni; Aðalheið-
ur Bragadóttir, f. 18.5. 1961, aðstoð-
arskólastjóri Hlíðaskóla; Brynjólfur
Bragason, f. 1.11. 1963, sérfræðing-
ur hjá Símanum.
Hálfsystir Birgittu, samfeðra,
er Erna Kristín Bragadóttir, f. 29.5.
1950, hárgreiðslukona í Danmörku.
Foreldrar Birgittu: Bragi Jóns-
son, f. 31.7. 1929, bókbindari í
Reykjavík, og Kristbjörg Gunnars-
dóttir, f. 1.1. 1937, verslunarmaður
í Reykjavík.
birgitta bragadóttir
íslenskufræðingur og starfsmaður alþingis
„Þetta er farið að verða ásættanlegt,“
segir Eva Björk Magnúsdóttir hlæj-
andi þegar hún er spurð hvernig þrí-
tugsafmælið leggist í hana. Afmælis-
dagurinn stóri er einmitt í dag. „Ég
kveið þessu hérna áður fyrr en mað-
ur hefur haft nokkur ár til að sætta sig
við þetta.“
Eva, sem búsett er í Breiðholti, var
ekki búin að plana neitt sérstakt fyrir
daginn þegar blaðamaður talaði við
hana í gær. „Ætli ég hafi daginn ekki
bara léttan. Fari út að borða og dekri
kannski smá við mig,“ segir Eva sem
er heimavinnandi með tvö börn, sjö
ára og þrettán mánaða. „Ég var þá að
hugsa um stað sem gæti hentað sem
sambland fyrir okkur krakkana, ann-
aðhvort Ítalía eða Nings.“
Engin veisluhöld eru fyrirhug-
uð í tilefni tímamótanna. „Ég ætlaði
að hafa eitthvað en það er bara búið
að vera svo mikið að gera að ég held
ég nái því ekki á næstunni. Allavega
ekki næstu helgi því þá verð ég líklega
í Noregi,“ segir Eva. Hún kveðst vera
töluvert afmælisbarn, man til dæm-
is eftir afmælisdögum flestra í kring-
um sig, en hefur aftur á móti ekki
verið mikið í því að halda veislur þeg-
ar hún sjálf á afmæli. „Ég hef aldrei
haldið upp á afmælið mitt í seinni tíð,
til dæmis ekki þegar ég varð tvítug. Ef
ég á afmæli kaupi ég mér helst eitt-
hvað gott að borða og hef kósíkvöld.“
Eva neitar því ekki að af þessum sök-
um sé ákveðin pressa frá vinunum
um að halda smá veislu í tilefni þrí-
tugsafmælisins.
Hvort sem veislan verður hald-
in eða ekki lítur Eva björtum augum
fram á veginn. „Já, já, ég geri það.
Maður er orðinn þroskaðri og reynsl-
unni ríkari. En reyndar er ég með
smá kvíðahnút yfir fimmtudagsaldr-
inum,“ segir Eva. Og hlær.
50 ára í dag
Eva Björk Magnúsdóttir er þrítug í dag:
Með kvíðahnút fyrir fiMMtugsaldrinuM
Helga fæddist á Ísafirði en ólst upp
á Flateyri. Hún var í Grunnskólan-
um á Flateyri, Héraðsskólanum á
Laugarvatni og stundaði nám við
MÍ.
Helga stundaði fiskvinnslu í
frystihúsinu Kambi á Flateyri á
unglingsárunum og vann í sölu-
turni um skeið. Þá vann hún í Fé-
lagskaupum á Flateyri í nokkur ár.
Eftir að Helga flutti suður starf-
aði hún hjá Öryggismiðstöð Íslands
í þrjú ár en hefur verið ritari á arki-
tektastofunni Gláma Kím frá 2005.
Fjölskylda
Eiginmaður Helgu er Pétur Þór
Hafþórsson, f. 15.7. 1977, starfs-
maður Brimborgar sem nú starfar
í Noregi.
Börn Helgu og Péturs Þórs eru
Embla Ósk Pétursdóttir, f. 30.8.
1997; Askur Þór Pétursson, f. 3.8.
2004.
Hálfsystir Helgu, sammæðra, er
Kristín Ágústsdóttir, f. 28.8. 1958,
starfsmaður Mjólkursamsölunnar
á Selfossi.
Alsystkini Helgu eru Magnús
Eggertsson, f. 27.5. 1967, pípulagn-
ingamaður á Reyðarfirði; Haraldur
Eggertsson, f. 18.1. 1965, d. 26.10.
1995, skipstjóri á Flateyri; Guð-
rún Sigurbjört Eggertsdóttir, f. 4.2.
1966, bókari á Ísafirði; Ómar Ingi
Eggertsson, f. 19.9. 1973, rafvirki á
Reyðarfirði.
Foreldrar Helgu eru Eggert Jón
Jónsson, f. 31.7. 1936, skipstjóri,
nú búsettur í Kópavogi, og Laufey
Guðbjartsdóttir, f. 15.8. 1936, fyrrv.
kaupkona á Flateyri, nú búsett í
Kópavogi.
Helga ósk eggertsdóttir
ritari í kópavogi
30 ára í dag
Eva Björk fer líklega á ítalíu eða nings
í kvöld með börnunum sínum tveimur.