Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2008, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2008, Blaðsíða 17
miðvikudagur 26. nóvember 2008 17Sport „Should I Stay or Should I go now“ Félagaskiptamál Heiðars Helgusonar í eng- landi virðast engan enda ætla að taka. Á nokkrum dögum er Heiðar búinn að vera leikmað- ur bolton, QPr, Charlton og íslenska landsliðins að auki. nýjasti kaflinn í þessum ensk-ís- lenska fótboltareifara er þannig að eftir að hafa hætt við á síðustu stundu að ganga til liðs við QPr á lánssamningi frá bolton, var ákveðið að ganga til liðs við Charlton athlet- ic sem lánsmaður til ársloka. bolton aftur á móti neitaði að samþykkja þann samning og eftir situr Heiðar sem fastast í bolton í algerri óvissu og raular Clash-slagarann góða. MEIStaradEIldIn lEIKIr KVÖldSInS A-riðill Cluj - roma bordeaux - Chelsea B-riðill inter mílanó - Panathinaikos Famagusta - Werder bremen C-riðill Sporting v barcelona Shakhtar donetsk v basel D-riðill Liverpool v marseille atletico madrid v PSv umSjón: tómaS þór þórðarSon, tomas@dv.is / Sveinn Waage, swaage@dv.is MEIStaradEIldIn E-RIÐILL AaB Álaborg - Celtic 2–1 0-1 B. Robson (‘53), 1-1 Caca (‘73), 2-1G. Caldwell (‘87, sjálfsmark). Villareal - Manchester United 0–0 StAÐAn Lið L U J t Mörk St 1. man. utd 5 2 3 0 7:1 9 2. villarreal 5 2 3 0 9:5 9 3. aab 5 1 2 2 7:12 5 4. Celtic 5 0 2 3 2:7 2 F-RIÐILL Fiorentina - Lyon 1–2 0-1 J. Makoun (‘15), 0-2 K. Benzema (‘27), 1-2 A. Gilardino (‘45). Bayern Munchen - Steaua Búkarest 3–0 1-0 M. Klose (‘57), 2-0 L. Toni (‘61), 3-0 M. Klose (‘71). StAÐAn Lið L U J t M St 1. bayern 5 3 2 0 9:2 11 2. Lyon 5 3 2 0 12:7 11 3. Fiorentina 5 0 3 2 4:8 3 4. Steaua 5 0 1 4 3:11 1 G-RIÐILL Arsenal- Dynamo Kiev 1–0 1-0 N.Bendtner (‘87). Fenerbache - Porto 1–2 0-1Lisandro (‘19), 0-2 Lisandro (‘28), 1-2 Kazim- Kazim (‘63), StAÐAn Lið L U J t M St 1. arsenal 5 3 2 0 11:3 11 2. Porto 5 3 0 2 7:8 9 3. dynamo kiev 5 1 2 2 3:4 5 4. Fenerbache 5 0 2 3 4:10 2 H-RIÐILL BATE Borisov - Real Madrid. 0–1 0-1 Raul (‘7). Zenit - Juventus 0–0 StAÐAn Lið L U J t M St 1. juventus 5 3 2 0 7:3 11 2. real madrid 5 3 0 2 6:5 9 3. Zenit 5 1 2 2 4:4 5 4. bate borisov 5 0 2 3 3:8 2 Í fyrsta leik dagsins tók Zenit St. Pet- ersburg á móti Juventus, sem þegar var búið að tryggja sig áfram í H-riðli með tveimur sigrum á Real Madrid. Juve hélt til Rússlands án sjö byrjun- arliðsmanna. Gianluigi Buffon, Dav- id Trezeguet og Cristiano Zanetti voru meðal þeirra sem ekki ferðuð- ust norður. Dick Advocaat, stjóri Zen- it, þurfti á sigri að halda til þess að gera atlögu að öðru sætinu eða í það minnsta tryggja það þriðja og sæti í UEFA-keppninni sem þeir unnu í vor. Þeir voru kuldalegir leikmenn Juve sem örkuðu inn á völlinn, dúð- aðir í treflum og vettlingum. Leikur- inn sjálfur var óttalega kuldalegur líka og heimamenn talsvert meira með boltann. Gestirnir ógnuðu lítið en vörðust vel eins og ítölskum lið- um er tamt og héldu markinu hreinu. Markalaust jafntefli niðurstaðan og Evrópukeppni félagsliða blasir við Zenit. Forráðamönnum Real Madrid hefur vafalítið létt að sjá þessi úrslit í Rússlandi en liðið sótti BATE Bor- isov til Hvíta-Rússlands. Real gerði strax tilkall stiganna þriggja á 7. mín- útu þegar Raul skoraði og þrátt fyrir fína tilburði urðu mörkin ekki fleiri og Real Madrid tryggði sig áfram upp úr riðlinum. Flottur Fabregas Allra augu beindust af nýjum fyr- irliða Arsenal, Cesc Fabregas sem leiddi lið sitt út á Emirates-völlinn og mætti Dynamo Kiev. Gamli fyrir- liðinn William Gallas kom aftur inn í liðið á sinn stað í vörninni. Ekkert annað en sigur kom til greina fyr- ir Arsene Wenger og þar með ör- uggt sæti áfram og þá myndu úr- slitin úr síðasta leiknum gegn Porto engu skipta. Arsenal, sem er enn án margra lykilmanna, stillti upp ungu liði með næstyngsta fyriliða í sögu Arsenal. Heimamenn byrjuðu bet- ur en komust lítið áleiðis gegn vel skipulögðum gestunum sem ógn- uðu lítið en áttu þó stangarskot eft- ir háltíma leik eftir skelfileg mistök Gallas í vörninni. Arsenal byrjaði af krafti í seinni hálfleik en Dynamo átti líka sínar sóknir og þegar á leið hálfleikinn var komið jafnræði með liðunum og gestirnir ekki minna lík- legir upp við markið. Allt leit út fyr- ir markalaust jafntefli þegar vara- maðurinn danski Nicklas Bendtner dúkkaði upp á 88. mínútu og skoraði eftir stórbrotna sendingu frá Fabre- gas. Mikilvægur sigur og sæti í út- sláttarkeppninni. tyrkirnir tamdir Hjá Porto var ekkert um annað að ræða en að sækja sigur til Tyrk- lands. Porto var í öðru sæti G-riðils með aðeins með eins stigs forskot á Dynamo Kiev fyrir umferð kvölds- ins. Á sama tíma varð Fenerbah- ce að sigra til að eiga séns á þriðja sætinu. Luis Aragonés, stjóri Tyrkj- anna, var bjartsýnn fyrir leikinn en leist ekki á blikuna þegar Porto komst yfir á 18. mínútu með marki Lisandros Lopez, sem bætti um betur og skoraði aftur tíu mínútum síðar. Kazim-Richards gaf heima- mönnum von á 64. mínútu þegar hann minnkaði muninn en vonin ein var eftir og Porto vann góðan og miklivægan útisigur. Deja vu á Spáni Flestir áttu von á átakalitlum leik toppliðanna í E-riðli. Manchest- er United og Villarreal voru efst og jöfn fyrir leik liðanna með 8 stig. Jafntefli hefði tryggt báðum lið- unum sæti í útsláttarkeppninni. Stjóri Villarreal, Manuel Pellegrini var þó búinn að lofa því að bjóða upp á sýningu og sigur sem myndi tryggja liðinu efsta sætið í riðlinum. En leikurinn varð ekkert annað en búist var við. Þessi sýning Pellegr- inis verður aldrei gefin út á DVD og leikmenn United virtust vera mætt- ir tilneyddir í þennan leik. Fyr- ir utan nokkur tilþrif hjá Ronaldo urðu markalaus leiðindi niðurstað- an en sæti beggja liða tryggð í ut- sláttarkeppninni. Þetta var fjórða markalausa jafnteflið í röð hjá þess- um sóknarliðum. Stórmerkilegt. Matröð Skota Glasgow Celtics hélt í þá veiku von að annað af toppliðunum myndi tapa og þeir myndu vinna AaB Ala- borg. Og ef hagstæð úrslit í næstu umferð gengu eftir myndi sigur opna möguleika á öðru sætinu og í það minnsta tryggja sæti í UEFA Cup og meiri Evrópubolta fyrir magnaða stuðningsmenn þeirra. Á 53. mínútu fór gestastúkan á hvolf þegar Barry Robson kom Skotunum yfir. En tut- tugu mínútum síðar sló á gleðina þegar Caca jafnaði fyrir Alaborg og sorgin tók yfir pilsklædda áhorfend- ur þegar Caldwell skoraði sjálfsmark undir lok leiksins og Evrópudraum- urinn orðinn að martröð. F-riðill frágenginn Fiorentina þurfti sigur gegn frönsku meisturunum Lyon í F riðli til þess að eiga möguleika á frekari þátttöku í Meistaradeildinni en þær vonir voru orðnar að litlu eftir hálftíma leik þeg- ar Lyon var komið í 0-2 með mörk- um Makouns og Benzemas. Rétt fyrir hálfleik minnkaði Gilardino muninn í 1-2. En lengra komust Ítalirnir ekki og Lyon í góðum málum og komið áfram. Bayern München fékk botn- liðið Steaua Búkarest í heimsókn og kláruðu heimamenn leikinn í seinni hálfleik með tveimur mörkum Klose og einu frá Toni. Algjört formsatriði fyrir Þjóðverja og sætið tryggt í út- slættinum. SvEInn wAAGE blaðamaður skrifar: sveinn@dv.is ARSENAL OG UNITED ÁFRAM Fyrri leikirnir átta í fimmtu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar fóru fram í gær. Ensku liðin og efstu lið riðlanna tryggðu sæti sín í útsláttar- keppninni en Skotarnir voru sjálfum sér verstir. verðmætur varamaður daninn nicklas bendtner skoraði sigurmark arsenal á 88. mínútu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.