Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2008, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2008, Blaðsíða 9
TEKUR ÖSSUR Á ORÐINU Smári Garðarson, starfsmaður á vélaverkstæði Eimskips, ætlar að taka Össur Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra á orðinu og fara með hon- um á skrifstofu Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra þar sem þeir krefj- ast þess að Davíð upplýsi um ástæðu þess að Bretar beittu hryðjuverkalög- um á Íslendinga. „Jú, það ætla ég að gera. Hann stakk upp á þessu. Þetta er mitt eina tækifæri til að krefja Davíð svara,“ segir Smári í samtali við DV. Smári tók til máls á borgarafundi í Háskólabíói á mánudagskvöld- ið þar sem hann minnti Össur á að þeir hefðu tekið loforð hvor af öðr- um á vinnustaðafundi hjá Eimskip fyrir síðustu kosningar. „Ég lofaði að kjósa þig og gerði það. En ég ætla rétt að vona að þú munir hverju þú lofaðir mér. En ef þú gerir það ekki skal ég upplýsa þig um það þegar Davíð upplýsir viðskiptaráð um það sem hann veit,“ sagði Smári. Viðskipta- nefnd Al- þingis hef- ur kallað Davíð Oddsson á fund sinn til að skýra málið en Dav- íð hef- ur haldið fram að hon- um sé fullkunnugt um ástæðu þess að hryðjuverkalögunum var beitt án þess að vilja skýra það nánar. Leyndarmál Davíðs Össur svaraði því til að hann hefði ekki náð að sjá fram- an í Smára þegar hann lagði fram spurningu sína á borgarafundin- um enda gnótt af fólki þar. „Ég þarf að horfast í augu við fólk til að þekkja það aftur. Ég viðurkenni fúslega fyrir Smára að ég man þess vegna ekki hvað það var sem ég sagði við hann. En ég er með ráð við því. Ég tel að við eigum að fara sam- an, ég og hann, á skrifstofu seðla- bankastjóra, og láta hann segja okkur leyndar- málið. Þá getur hann rifjað þetta upp fyrir mér um leið,“ sagði Össur og uppskar mikið lófa- klapp. Lofaði í vitna viðurvist Smári gat þó upplýst blaðamann um loforðið sem Össur gaf honum um árið. Hann sagði þá við Össur að bú- setuúrræði fyrir aldraða væru hon- um efst í huga og skammarlegt að í íslensku samfélagi væru dæmi þess að eldri borgarar ættu hvorki þak yfir höfuðið né fengju inni á öldrunar- heimili þar sem það fengi viðunandi þjónustu. „Ég tók af honum loforð að ef hann væri ekki búinn að koma þess- um hlutum í lag á miðju kjörtímabili myndi hann standa upp úr stólnum, ef hann fengi stól, og við tókumst í hendur upp á það. Strákarnir við borðið voru vitni að þessu og Össur gekkst inn á þetta,“ segir Smári. Aldraðir í kuldanum Að mati Smára eru húsnæðismál aldraðra síður en svo komin í við- unandi horf. „Málefni aldraðra eru í sama farvegi og þau hafa alltaf verið. Það er ekkert að gerast. Það er langur vegur frá því að aldraðir hafi fengið það sem þeir eiga skilið,“ segir hann. Smári bendir á að margir standi jafn- vel frammi fyrir því nú að hafa misst ævisparnaðinn og eiga því ekki fyr- ir þaki yfir höfuðið. „Við verðum að hugsa vel um gamla fólkið,“ segir hann. Smári gagnrýnir að stjórnmála- menn lofi stundum upp í ermina á sér í þeirri vissu að loforðin verði ekki borin upp á þá. „Auðvitað skil- ur maður að það er ekki hægt að gera alla hluti, en þá er bara að segja það,“ segir Smári. Kjörtímabilið er hins vegar langt í frá hálfnað og Össur hefur því enn tíma til að standa við loforð sitt við Smára. Össur Skarphéðinsson svaraði ekki skilaboðum blaðamanns við vinnslu fréttarinnar. miðvikudagur 26. nóvember 2008 9Fréttir Jólaskreytingar Jólaförðun Jólaspil Jólaglögg Kreppukransar Jólauppskriftir Jólaherbergi barnanna Jólaföt Jólagjöfin hennar Jólagjöfin hans Jólablað DV Stórglæsilegt og veglegt sérblað um jólin fylgir DV föstudaginn 28. nóvember. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16:00, miðvikudaginn 26. nóvember í síma 512 7050 eða í gegnum tölvupóst á auglýsingar@dv.is ::: ::: ::: ::: ::: ::: ::: ::: ::: ::: Meðal efnis er: Ásamt öllu hinu sem fylgir jólahátíðinni. „Auðvitað skilur maður að það er ekki hægt að gera alla hluti, en þá er bara að segja það.“ Smári Garðarsson tekur vel í hugmynd Össurar Skarphéðins- sonar og ætlar með honum á fund Davíðs Oddssonar seðlabanka- stjóra þar sem þeir krefjast svara um hryðjuverkalögin. Smári segir Össur hafa lofað sér fyrir síðustu kosningar að koma hús- næðismálum aldraðra í lag. Smári lofaði því að kjósa Össur og stóð við sitt. Hann bíður nú eftir aðgerðum ráðherrans. ErLA HLynSDóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Aldraðir í forgang Smári garðarsson segir Össur Skarphéðinsson hafa lofað sér fyrir síðustu kosningar að tryggja örugga búsetu fyrir aldraða í landinu. MynD róbErt rEyniSSOn Fara saman til Davíðs Össur Skarphéðinsson stakk upp á því að þeir Smári færu saman á fund davíðs Oddssonar og krefðu hann svara um hryðjuverkalögin. MynD KArL PEtErSSOn ÍS L E N S K A S IA .I S K V I 44 05 9 11 /0 8 www.kvikmyndaskoli.is LEIKS TJÓR N / FR AMLE IÐSLA SKAP ANDI TÆK NIVIN NA HAND RIT / LEIKS TJÓR N LEIKL IST / FRAM KOMU FRÆÐ I Kvikm ynda skóli Íslan ds er skem mtile gur og kr efjan di sk óli se m me nntar fólk til skap andi starfa . SKRÁ NING STEN DUR Y FIR!Vi ðurk ennt tveg gja á ra ná m. 100% láns hæft hjá L ÍN. * Töffari á Akureyri * Skítafýlubombur í Borgarbíói * Mætti með saltfiskinn á ballið * Rakvélablöðin borðuð með bestu lyst * Lás opnaður með augnaráðinu * Náði úrum, veskjum og brjósthaldara * Uppskurður með berum höndum * Morðhótun * Löggubíl ekið undir áhrifum * Hjartastopp í sjónvarpsviðtali holar@simnet.is – www.holabok.is Einlæg, áhugaverð, fyndin, átakanleg!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.