Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2008, Blaðsíða 2
miðvikudagur 26. nóvember 20082 Fréttir Í óundirrituðu bréfi til Matthíasar Jo- hannessen, ritstjóra Morgunblaðsins, vorið 1998 var haft í hótunum við rit- stjórana og meðal annars staðhæft að lögreglan hefði hlerað síma blaðsins. Í bréfinu voru ræddar miklar skuldir Styrmis Gunnarssonar rit- stjóra og hótað að koma upplýsingum um þær á framfæri við almenning ef blaðið léti ekki af því að birta greinar eftir Sverri Hermannsson, sem ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar hafði komið úr bankastjórastöðu í Landsbankan- um þá um vorið. Í bréfinu er einnig hótað að upp- lýsa um veisluhöld Sverris á vegum Landsbankans leyfi ritstjórarnir hon- um að halda áfram níðskrifum um Davíð og ríkisstjórn hans. Fáir velkjast í vafa um að bréfið var ritað af manni úr innsta hring Sjálf- stæðisflokksins. Sverrir segir að Kjartan Gunnars- son, þáverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hafi reynt að gera Styrmi gjaldþrota. Landsbankafárið síðara Árið 2003 kom út bókin „Sverrir – skuldaskil“, skráð af Pálma Jónas- syni fréttamanni. Bókin er byggð á frásögnum Sverris Hermannsson- ar, sem var einn helsti forystumaður Sjálfstæðisflokksins, þingmaður og ráðherra flokksins samfellt frá árinu 1971 til ársins 1988. Um páskaleytið 1998 var Sverrir Hermannsson, bankastjóri Lands- bankans, látinn víkja úr embætti ásamt tveimur öðrum bankastjór- um, Björgvini Vilmundarsyni og Halldóri Guðbjarnarsyni. Á þess- um tíma var bankinn í eigu ríkisins. Kjartan Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins,var orðinn formaður bankaráðsins og undirbjó á þessum tíma hlutafélagavæðingu bankans til þess síðar að einkavæða hann í samræmi við vilja ríkisstjórn- arinnar. Kafli numinn brott Þegar bókin um Sverri kom út var ekki greint frá því að tekinn hafði ver- ið einn kafli úr henni skömmu fyrir prentun. Í kaflanum var meðal ann- ars fjallað um bréf sem Sverrir á í fór- um sínum og sent var vorið 1998 til Matthíasar Johannessen, ritstjóra Morgunblaðsins. Bréfið er ódagsett og ekki er að finna á því neina und- irskrift. Sverrir telur innihald bréfsins vera þess eðlis að ekki þurfi að vel- kjast í vafa um að það sé ritað af Kjart- ani Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins á þessum tíma. Slíkar séu upplýsingarnar og eðli hót- ananna. Matthías Johannessen segist í samtali við DV ekki skrifa undir kenn- ingu Sverris um höfund bréfsins en kannast við að hafa fengið það og af- hent Sverri. Bréfið var ritað eftir að Dav- íð Oddsson forsætisráðherra hafði gert árangurslausa tilraun með að- stoð hluta af stjórn Árvakurs, til að loka Morgunblaðinu fyrir Sverri Her- mannssyni. Hann hafði farið hamför- um á síðum blaðsins og beint spjót- um sínum einkum að Davíð og Finni Ingólfssyni viðskiptaráðherra eftir að Sverrir harktist nauðugur frá Lands- bankanum. Tilgangur bréfsins virt- ist því vera sá að hóta ritstjórum Morg- unblaðs- ins ef þeir yrðu ekki við þeirri málaleitan að úthýsa Sverri af síð- um blaðsins. Hótunarbréf Bréfritari byrjar á því að frekari um- ræður um Lands- bankamálið kunni að bera í bakkafull- an lækinn og tilgang- ur Morgunblaðsins sé sá einn að verja Sverri Hermannsson því hann fái að „ryðja úr sér óþverranum á síðum blaðsins“. Ritstjórarnir muni fá að kenna á slíku framferði. Síðan víkur bréfritari að því að mikið umtal sé hjá Landsbanka- mönnum um ýmislegt, sem eigi að vera trúnaðarmál. Til dæmis hafi því verið komið á framfæri við hann að lögregla viti upp á sína tíu fingur hvernig vitneskja um SÍS-málið hafi borist út úr bankanum. Þeir hafi haft í sínum fórum hleranir frá símtölum Agnesar Bragadóttur við bankann. Ákveðið hafi verið að gera ekkert fleira í málinu að sinni. Málið var borið undir Agnesi í gær, en hún neitar að tjá sig um það. „Það sem sagt er í trúnaði hér á rit- stjórninni kemur þér ekki við,“ sagði hún við blaðamann DV. Þá víkur bréfritari að því að orðr- ómur sé innan Landsbankans um veisluhöld Sverris á vegum bankans fyrir nafngreinda menn, þar á með- al Matthías Johannessen, viðtakanda óundirritaða bréfsins. Kveðst bréf- ritari ekki vilja vera í sporum Sverris að skýra slík veisluhöld fyrir þjóðinni til viðbótar öllu því, sem á hann væri búið að klína. Bréfritari víkur síðan að Styrmi en segir að um það allt saman hljóti Matthías Johannessen að vera kunn- ugt. Davíð Oddsson hafi sagt Styrmi, að fyrst hann notaði Moggann til að hafa af sér mannorðið myndi hann (Davíð Oddsson) launa honum lambið gráa og upplýsa allt um fjár- mál hans. Úr því myndi fást skorið hvor þeirra lifði slíkt af. Bréfið endar svo á því að að lagt er til að allur málatilbúnaðurinn sem víkur að Sverri verði af lagður. Hann sé engum til góðs, en af nógu sé að taka í banka eins og Landsbanka, ef nógu djúpt sé grafið og menn séu nægilega ósvífnir. Minnt er á að friður óttans sé hinn varanlegasti, eins og eitt sinn hafi verið haft á orði. Loks leggur bréfritari til að að Agnes Bragadóttir verði rekin af blað- inu vegna illkvittni hennar, sem gæti skaðað bestu menn. Stjórn Árvakurs varð ekkert ágengt við að loka Morgunblaðinu fyrir Sverri og ritstjórarnir höfðu óundir- ritaða bréfið að engu. Allt á suðupunkti milli Flokksins og Moggans Í miðju fárinu 1998 frá því banka- stjórarnir voru látnir taka pok- ann sinn í Landsbankanum ákveður Davíð að bjóða Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgun- blaðsins, sæti í auðlindanefnd sem freista átti þess að koma á friði um kvóta- kerfið. Þetta var í byrjun júní 1998. Stjórnar- flokkarnir skipuðu raun- ar engan þing- mann í auð- lindanefndina, en formaður henn- ar var Jóhannes Nordal. „Við telj- um nefndina mjög mik- ilvæga og valið í hana undirstrikar það,“ sagði Davíð Oddsson í samtali við Morgunblaðið 6. júní þetta sama ár. Degi áður, föstudaginn 5. júní, höfðu ritstjórar Morgunblaðsins setið áríðandi fund með stjórn Ár- vakurs. Samkvæmt dagbókarfærsl- um Matthíasar Johannes- sen ritstjóra óskuðu stjórnarmennirnir Stefán Eggerts- son og Hulda Valtýsdótt- ir upp- haflega eftir fund- inum með rit- stjórun- um, en Haraldur Sveinsson, stjórnarfor- maður Ár- vakurs, og Hallgrímur B. Geirsson, framkvæmda- stjóri félagsins, sátu fundinn einnig. Styrm- ir hefur sjálf- ur MogganuM hótað úr innsta hring Ritstjóri Morgunblaðsins fékk óundirritað hótunarbréf vegna skrifa Sverris Hermanns- sonar í blaðið. Í því er rætt um skuldir Styrmis Gunnarssonar ritstjóra, hleranir lög- reglunnar á símum blaðsins og veisluhöld Sverris í Landsbankanum á þeim tíma. Flest bendir til þess að bréfið sé ritað af manni úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins. JóHAnn HAuKSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Davíð Oddsson hafi sagt Styrmi, að fyrst hann notaði Moggann til að hafa af sér mannorðið myndi hann (Davíð Oddsson) launa honum lambið gráa og upplýsa allt um fjármál hans. Úr því myndi fást skorið hvor þeirra lifði slíkt af. Agnes Bragadóttir blaðamaður á Morgun- blaðinu bréfritari heldur því fram að lögreglan hafi hlerað síma morgunblaðsins og viti upp á sína tíu fingur hverjar heimildir agnesar voru í SÍS-málinu, en það endaði fyrir dómi. MYnD HEIÐA HELGADóTTIR Davíð oddsson seðlabankastjóri Styrmi ofbauð söguburður úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins um skuldir sínar og gekk á fund davíðs. MYnD SIGuRÐuR GunnARSSon Kjartan Gunnarsson framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins í 25 ár og bankaráðsmaður í Landsbankanum Sverrir segir kjartan hafa viljað gera Styrmi gjaldþrota. MYnD GunnAR GunnARSSon undirferli í Landsbankanum? Fyrrverandi bankastjóri segir fyrrverandi bankaráðsmann hafa lagt að sér að gera ritstjóra gjaldþrota. MYnD SIGTRYGGuR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.