Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1910, Síða 7
Skýrsla
um embættismenn og sýslunarmenn á íslandi I. janúar 1910
og þá sem starfa við almennar stofnanir hér á landi.
I útlöndum eru á ári hverju um nýársleytið gefnar út bækur, er innihalda
skýrslur um embættismenn, sem eru í konungs- eða þjóðarinnar þjónustu, svo og
um allar alþjóðlegar stofnanir, svo sem banka, söfn, félög er almenna þýðingu hafa
o. s. frv. I árbókum þessum má sjá aldur embættismanna, þjónustuár, laun og
allar upplýsingar, er stofnanir og félög varða. I3að ræður því að líkindum, að slíkar
bækur séu harla fróðlegar, ekki einungis fyrir samtímamenn, sem þær eru ætlaðar,
heldur einnig, og það ekki hvað síst, fyrir eftirtíðarmenn. Á norrænu lungumáli kallast
slíkar bækur Hof- og Statskalender. I binni dönsku árbók er ávalt kafli um ísland,
en hann er talsvert ófullkominn að því leyti, sem hann er mjög stuttur, nær að mestu
leyti einungis yfir embættismenn i eiginlegum skilningi. Á íslensku bafa nokkrum
sinnum verið birtar á prenti slíkar skýrslur. í fyrsta skifti er prentað í Landshagsskýrsl-
unum 3. bindi bls. 1—44, einbættismannatal í árslok 1861 eftir Sigurð Hansen, með
mjög fróðlegum atbugasemdum. Þar næst í Landshagsskýrslum 4. bindi bls. 1—50
embættismannatal á miðju sumri 1866, eftir sama mann. Enn á ný í Lands-
hagsskýrslum, 5. bindi bls. 1—50 embættismannatal á miðju sumri 1870 eftir sama.
Svo líða 20 ár þar til prentað er embættismannatal á íslandi. í C-deild Stjórnar-
tíðindanna 1890, bls. 1—9 birtist embættismannatal 1. janúar 1890 eftir JanusJóns-
son. Þar næst tal alþingismanna, cmbættismanna og sýslunarmanna á íslandi 1.
janúar 1896 i C-deild Stjórnartíðindanna, bls. 1—16 eftir H. Kr. Friðriksson. Þar
næst tala embættismanna og sýslunarmanna á íslandi 1. janúar 1901 eptir sama,
sjá Landshagsskýrslur 1901 bls. 1—16. Og loks tala embættismanna og sýslunar-
manna á íslandi 1. janúar 1906 eftir höfund þessarar ritgerðar, sjá Landshagsskýrsl-
ur sama árbls. 1—12. Allar þessar síðast töldu skrár eru athugasemdalausar og ó-
fullkomnar að því leyti, að þær ná of skamt. Landsstjórninni hefir nú hugkvæmst
að gefa skýrslur þessar út oftar en áður, og bafa þær talsvert fullkomnari, svo og að
hnýta þeim athugasemdum við, er nauðsynlegar þykja, svo að almenningur geti haft
full not af skýrslunum, ogjvonum vér, að þær atbugasemdir sem fylgja þessari skýrslu
þyki fullnægjandi, en sé svo eigi, þá standa þær til bóta. Að ýmsu leyti eru skýrsl-
ur þessar sniðnar eftir kaflanum um Island í dönsku árbókinni, en þar sem höf-
undur þessarar ritgerðar samdi kafiann í árbókinni upp frá rótum, þegar æðsta stjórn
landsins mála færðist hingað 1904 og hefir síðan, eftir beiðni útgefandans gjörtleið-
réttingar á kaílanum á hverju ári, þá þykist hann hala leyfi til að nota þann kafla
i þessa ritgerð á þann hátt sem hann vill. Þess skal getið, að í hinum eldri skýrsl-
um er, auk fæðingardags, og hvenær embættismaður fékk það embætti, er hann þá
gegnir, þess sérstaklega getið, hvenær honum var fyrst veitt embætti, en því er
slept hér sem óþörfu. Að öðru leyti visast til athugasemdanna um hvern einstakan
LIISK. tOlO. 1