Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1910, Blaðsíða 42
Skýrsla
um virðingarverð húseigna á landinu 1906—’08.
Yfirlit yfir skýrslur þessar með hliðsjón af fyrri árum.
Skýrslurnar ná yfir þau hús, sem ekki eru notuð við ábúð á jörðu, sem
metin er til dýrleika, ef þau eru virt á 500 kr. eða meira; þær ná þannig yfir öll
kaupstaðar- og hús í kauptúnum. Oft voru ódýrari húseignir, en þær sem náðu
500 kr. taldar með húsum þessum í skattskýrslunum. En ár frá ári hverfa
þau — þau voru torfbæjirnir í kauptúnum og kaupstöðum — meira og meira úr
sögunni. Skólahús og kirkjur og landssjóðseignir í húsum hefir verið reynt að telja
með alstaðar, þar sem þau eru, og það mun liafa tekist í kaupstöðum og
kauptúnum. —
1. Tala húseigna hefir vaxið ár frá ári á öllu landinu, nema 1889 þá var 22
húseignum færra en 1888, af því að Norðmenn voru þá að flytja burtu síldarhús
sín. Annars er það aðalregla, að hús sem hefir verið sett niður einliversstaðar,
stendur þar sem það er komið, nema það brenni, og liafi svo farið eru þau oftast
bj^gð upp aftur. Vegna þess að húseignum alt af fjölgar, og virðingarverð liúsa
yfirleitt ávalt hækkar er aldrei notað meðaítal í þessu yfirliti, heldur tekið eitt og
eitt ár út af fyrir sig.
Húseingatalan á fandinu hefir verið :
1879 394 1905 2573
1885 923 1906 2818
1890 1088 1907 3180
1895 1218 1908 3520
1900 1756
Tala húseigna á öllu landinu hefir nífaldast á 29 árum.
2. Virðingarverð húseigna er aðallega virðingarverð á skattskyldum liús-
eignum, en við það er bætt fandssjóðseignum, og öllum hús.um sem virt eru tíl
brunabóta í Reykjavík. Fyrir utan Reykjavík eru kirkjur og skólar taldir líka, svo
framarlega að nokkuð sé um þær liúseignir kunnugt, þó verða þær að standa í
kaupstað eða verzlunarstað. Öll jarðarhús, eða húsin sem standa á jörðunum víðs-
vegar um land, eru hér ótalin. Verð allra skattskyldra kaupstaðar- og kauptúna-
húsa hefir verið i þúsundum kr.:
1879
1880
1885
1890
1895
1665 þús. kr.
1796 — —
3476 — —
4143 — —
4976 — —
1900
1905
1906
1907
1908
7643 þús. kr.
12657 — —
14025 — —
16514 — —
18708 — —
I 30 ár hafa landsmenn lagt í húsabyggingar i kaupstöðum og kauptúnum
17 miljónir króna, eða tvisvar sinnum það sem allar jarðir á landinu voru þá reikn-