Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1910, Qupperneq 229
223
Sveitar- Þurfa- Ómagar
ómagar menn alls
1906 1594 324 1918
1907 1500 365 1865
1908 1528 363 1891
Það skal tekið fram, að tölur þessar eru liarla óábyggilegar, enda verður því
ekki neitað, að formið fyrir skýrslunum er að þessu leyti mjög ónákvæmt og getur
gefið ástæðu til ýmislegra efasemda. Einkum mun lítið að marka skiftinguna á
sveitarómögum, því sumstaðar virðist vera alveg slept að útfylla dálkinn með yfir-
skriftinni: »þeir sem hafa heimilisráðcc, sumir telja þar að eins fjölskyldumenn, en
aðrir telja þar alla þá, sem eru sjálfum sjer ráðandi, hvort heldur þeir eru einhleyp-
ir eða fjölskyldumenn, svo að eftir verða að eins niðursetningar. Auðvitað verður
summan af svo ósamkynja tölum liarla lítils virði. Öllu meira mun vera að marka
tölu sveitarómaga samtals eftir skýrslunum, en þó mun hún eigi vera fullkomlega
ábyggileg, því að sumar sveitastjórnir munu telja alla fjölskyldu manna, sem njóta
sveitarstyrks, sveitarómaga, en venjan er annars alment að telja einungis heimilis-
föðurinn, sem styrkþega, því að honum er styrkurinn veittur. Ekki er heldur ólík-
legt, að sumir af þeim, sem þiggja sveitarstyrk utan framfærsluhrepps síns, muni
vera tvitaldir, taldir með styrkþegum bæði í dvalarhreppnum og framfærsluhreppn-
um.
Samkvæmt manntalinu hefur tala sveitarómaga æfinlega verið lægri heldur
en samkvæmt skýrslunum um efnahag sveitarsjóðanna, og má vera, að það stafi
nokkuð af því, að við manntalið falli undan einhverjir af þeim, sem þiggja af sveit,
en hitt virðist samt ekki ósennilegra, að skjekkjan stafi eins mikið frá skýrslunum
um efnaliag sveitarsjóðanna, svo sem áður er sagt. Annars liefur borið minna á
þessum mismun við manntalið 1901 lieldur en áður.
Tala sveitarómaga hefur verið í samanhurði við mannfjölda:
Eftir Eftir skýrslum um el'nahag
manntalinu. sveitarsjóðanna.
1860—61......... 2.7°/o 4.5%
1870—71 '... 5.6— 7.3—
1880—81... ... 3.4— 4.4—
1890—91 ... 3.3— 4.7—
1901 — 02........ 3.0- 3.1 —
Fyrir árið 1901—02 safnaði Guðjón alþm. Guðlaugsson skýrslum beint frá
sveitarstjórnunum um þurfamenn og fátækraframfæri og varð þurfamannatalan, sem
liann fjekk út, lægri heldur en bæðí manntalið og skýrslurnar um efnahag sveitar-
sjóðanna, ekki nema 2186, 2.8°/o af liverjum 100 manns.
Samkvæmt skýrslunum um efnahag sveitasjóðanna hafa þegið af sveit árið
1907—1908 2.3 af hverjum 100 manns (miðað við manntal prestanna31. des. 1907).
Hvernig sem á tölur þessar er litið, er það auðsætt, að sveitarómögum hef-
ur fækkað mikið síðan um 1870, en þá voru sveitarþyngsli meiri en i nokkurn tíina
annan á öldinni sem leið.
Við allar þessar tölur er það athugandi, að hver fjölskylda, sem þiggur af
sveit, er reiknuð sem einn sveitarómagi. Tala þess fólks, sem Iifað hefur af sveitar-
styrk, verður því töluvert hærri. Guðjóni Guðlaugssyni taldist svo til, að 1901—02
væri tala eiginkvenna fjölskylduþurfamanna og barna þeirra á ómagaaldri samtals
3912 eða 5% af öllum landsmönnum. Tala allra þeirra, sem lifað hafa á sveitar-