Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1910, Síða 236
230
10653 kr. það ár sem tekjur af barnaskólabyggingu (ef til vill andvirði eldra barna-
skólahúss).
Utgjöldin til heilbrigðismála hafa skifst þannig:
1907 1908
Laun yfirsetukvenna 955 kr. 855 kr.
Útgjöld til sjúkrahúsa 4432 — 4552 —
Kostnaður við aðgerð sjúkrahúss og líkhússbyggingu á Seyðisf. 3550 —
Önnur útgjöld 844 — 824 —
Alls 9781 kr. 6231 kr.
Utgjaldaliðurinn kostnaður við stjórn bœjarins innifelur í sjer úlgjöld, er snerta
bæjarstjórnina, húsaleigu til fundarhalda, skrifstofukostnað o. s. frv. Enn fremur
eru þar með tekin laun þeirra starfsmanna bæjarins, er ekki eiga heima undir nein-
um sjerstökum útgjaldalið öðrum, svo sem laun bæjarstjóra, bæjargjaldkera og bæj-
arverkfræðings. Útgjöld þessi námu alls 1908 rúmum 12 þús. kr.
Utgjöldin til löggœslu, sem námu rúmum 13 þús. kr. 1908, ganga næstum
eingöngu til launa handa lögregluþjónum og næturvörðum.
Þá koma útgjöld bæjanna til gatna, götnljósa, vatnsbóla og eldvarna. Er það
allmikill útgjaldabálkur. Árið 1907 námu öll þessi útgjöld samlögð tæpum 83 þús.
kr. eða milli xji og x/s af hreinum úlgjöldum bæjanna. Árið 1908 voru útgjöld þessi
miklu minni, ekki nema rúm 43 þús. kr., eða tæplega Ú6 af hreinum útgjöldum
bæjanna.
Meginþátturinn í þessum útgjöldum eru útgjöldin til gatna og vega, þar með
talin útgjöld til snjómoksturs og annarar ræstingar á götunum. Þessi útgjöld námu
34628 kr. árið 1908, en næstum því helmingi hærri upphæð árið áður eða rúm 66
þús. kr. Allir kaupstaðirnir hafa Iækkað þessi útgjöld sín að miklum mun árið
1908.
Útgjöldin til vatnsbóla og vatnsveitu voru yfir 9 þús. kr. árið 1907 en ekki
nema tæpar 1 þús. kr. 1908. Þessi mikli munur stafar að nokkru leyti frá því, að
árið 1907 mun Seyðisfjörður hafa komið á fót hjá sjer vatnsveitu og kemur því
stofnkostnaðurinn á það ár. Það er annars einungis í reikningum Reykjavíkur og
Seyðisfjarðar, sem þessi útgjaldaliður er tilfærður serstaklega, en líklega munu út-
gjöld til þessa í hinum kaupstöðunum vera falin í ýmislegum útgjöldum.
Undir útgjaldaliðinn lil eldvarna falla laun sótara, eftirlit með eldfærum og
kostnaður við slökkvitól og slökkvilið.
Vextir og afborganir at lánum var stærsti útgjaldaliður kaupstaðanna árið
1908, rúmar 90 þús. kr. Árið á undan var þessi útgjaldaliður ekki nema tæpar 63
þús. Þar sem ílest önnur útgjöld kaupstaðanna hafa lækkað árið 1908 hefur þessi
liður hækkað um þriðjung frá því árið áður. Því miður er ekki unt að sundurliða
hve mikið af þessari upphæð er vextir og hve mikið afborganir.
Loks eru ijmisleg gjöld, er ekki lieyra undir neinn annan útgjaldalið. Þau
námu 58 þús. kr. árið 1907, en 25 þús. kr. 1908. Stærstu póstarnir í þessum lið
árið 1907 voru 9718 kr. til talsima (Akureyri og Seyðisfj.) og 11970 kr. kostnaður
við konungskomuna á ísafirði og Seyðisfirði. Þar upp á móti koma þó tekjur af
konungskomum (laldar í ýmislegum lekjum), er nema 5728 kr., svo að hrein útgjöld
hafa eigi orðið nema 6242 kr. Árið 1908 hafa stærslu póstarnir i ýmislegum gjöld-
um verið 6519 kr., sundlaugarkostnaður í Reykjavik, 1836 kr, kostnaður við kon-
ungskomuna á Akureyri og 1000 kr. tillag lil baðhúss í Reykjavík. Annars eru
í þessum lið meðal annars talin útgjöld við girðingar og vörslu bæjarlandsins, kostn-