Húnavaka


Húnavaka - 01.05.2008, Blaðsíða 114

Húnavaka - 01.05.2008, Blaðsíða 114
H Ú N A V A K A 112 galdraryktis þess er af henni fór og fordæðuháttar er sumir eignuðu henni. En Þórdís auðgaðist og eignaðist lendur allt út á Skagatá. Flestar voru þetta viðarsælar víkur þar sem stundum var von hvalreka, einnig voru þar gjöful selalátur. Sótti hún stíft í þessar matarkistur og flutti til síns heima. Eins var með trjáviðinn enda voru hús vel viðuð á Spákonufelli og ekkert til sparað í sperrum og stoðum. Á Hofi bjó prestur er Eiríkur hét. Var hann, jafnvel fremur Þórdísi, fégjarn og harðdrægur og ekki smáprúttinn er skara skyldi eld að eigin köku. Ásamt þessu var hann öfundsjúkur mjög og sá ofsjónum yfir hverju einu er öðrum hlotnaðist. Einkum voru honum íþyngjandi lestaferðir Þórdísar þá er hún flutti hjá túngarði á Hofi viðardrögur miklar á mörgum hestum hvert sinn. Reyndi hann allt sem hann gat að komast yfir rekamál, beitti ýmsum brögðum og heimti þannig offur til Hofskirkju af þeim er tekið höfðu kristni ella ættu þeir vísa gistingu í Helvíti þar sem allir er honum mæltu móti sætu í eldslogum og brennisteini. Þó varð honum lítt ágengt því Þórdís hafði þá þegar náð flestum feitustu skikunum og landsetar hennar og nábúar skákuðu í skjóli því er hún veitti og lagði prestur sjaldan í að bekkjast til við þá. Í Ásbúðum dvaldi kerling ein afgömul, hafði hún gefið húsbændum þar próventu sína en hélt eftir í sinni eigu tveimur gamalám, kapli er kominn var að fótum fram og rekaítaki er lá á óvissum mörkum milli Ásbúðna og Hrauns. Nú veikist kerlingarhróið og virðast lífdagar hennar á enda runnir, var því Eiríks prests vitjað því hún var kona kristin og þráði að hljóta sakramenti og fá síðustu smurningu. Prestur brá hart við enda vissi hann af ítakinu, lét hann söðla hest sinn og reið eins og hann kom dróginni út yfir Króksbjargið. En Skaginn er langur og illur yfirferðar enda var dagur að kvöldi kominn er prestur náði að Ásbúðum og kerling þá nærri andarslitrum. Hann dreif sig að fleti hennar og lýsti fjálglega illri vist er biði þeirra handan grafar er ekki hefðu gefið neitt til bjargar sálu sinni. Það hrygldi í kerlingunni en skildist þó að hún ánafnaði Hofskirkju ánum sínum. Enn herti prestur róðurinn uns kerlingin stundi: Og merina líka. Að svo mæltu tók hún síðustu andvörpin. Þetta bar brátt að svo klerkur sat nokkra stund ráðþrota á rúmstokknum, síðan beygði hann sig niður að líkinu og lagði eyrað að vitum þess nokkra stund. Þá reis hann upp og sagði klökkum rómi við þá er viðstaddir voru: Og gefur hún enn blessuð. Húsráðendur horfðu felmtsfullir á sálusorgarann en hann renndi augunum til himins og sagði: Nú ánafnaði hún kirkjunni ítakið hér milli bæjanna svo nú er hún sáluhólpin, blessuð gamla konan. Enginn þorði að draga í efa þessar staðhæfingar guðsmannsins og hélt hann síðan heim á leið harla glaður með árangur ferðarinnar. Næsta ár var landsmönnum erfitt, vetrarhörkur miklar og fénaðarfellir svo víða var þröngt í búi og sultur svarf að búandkörlum og hyski þeirra. Á útmán- uðum bárust þær fréttir að stórhveli maraði í fjöruborði við vestanverða Skagatá. Að síðustu fjaraði undan honum á stórstraumsfjöru milli bæjanna Ásbúðna og Hrauns. Fljótt fór hvalsagan um héraðið og dreif fólk að til að leita sér matbjargar á hvalfjörunni. Eiríkur prestur fór með húskarla sína og hugði nú gott til glóðarinnar þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280
Blaðsíða 281
Blaðsíða 282
Blaðsíða 283
Blaðsíða 284

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.