Fréttablaðið - 22.01.2016, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.01.2016, Blaðsíða 12
Föstudagsviðtalið „Í byrjun síðasta árs þurfti að taka erf- iðar ákvarðanir. Það var halli á árinu 2014 sem við þurftum að bregðast við. Við drógum úr starfsemi fyrri hluta ársins, til að geta byrjað af krafti í byrjun síðasta leikárs. Það þurfti að hætta við tvær sýningar, sem er aldrei vinsælt. Tilfinningalega erfitt fyrir þá góðu listamenn sem stóðu að þeim sýningum og kostnaðarsamt líka. Það er ekki ókeypis að bakka út úr sýningum, en það var algjörlega nauð- synlegt,“ segir Ari. Hann segir að frá síðasta hausti hafi reksturinn gengið vel. „Það hefur verið meira og minna uppselt á allar sýn- ingar og af þeim sökum er komið upp ákveðið lúxusvandamál. Það er enn þá svo mikill gangur í sumum sýningum að við þurfum að færa til fyrirhugaðar frumsýningar. Þannig að af tvennu er auðveldara að starfa í meðbyr. Ég lít svo á að við séum í meðbyr hvað varðar aðsókn. Ég er glaður líka yfir því að við erum með alls konar sýningar. Mér finnst mikilvægt að Þjóðleikhúsið bjóði alla velkomna, þannig að allir eigi hlut í Þjóðleikhúsinu og það sé ekki elítustofnun. Trésmiðir og sjúkra- liðar eigi jafn mikið erindi í Þjóðleik- húsið og bókmenntafræðingar í 101,“ segir hann. „Við skiluðum rekstrarhagnaði á síð- asta ári. Það er viðsnúningur en á móti kemur að frá hruni hefur verið skorið niður um þriðjung en ekkert slegið af kröfum. Það gerir okkur viðkvæmari fyrir sveiflum í aðsókn. Við þurfum að sækja okkur umtalsverða fjármuni í miðasölu og þurfum að vera markaðs- drifnari. Ef eitthvað klikkar sjáum við það strax í bókunum.“ Ekki bara fyrir elítuna Þú talar um að Þjóðleikhúsið eigi ekki bara að vera fyrir menningarelítu, var það einhvern tíma þannig? „Stundum. Ég gleðst alltaf yfir því þegar fólk er að koma í fyrsta skipti í Þjóðleikhúsið. Þá gæti maður haldið að Þjóðleik- húsið hafi ekki verið að sinna þeim. Við verðum að passa að þessi stofnun verði ekki elítustofnun, ef við teljum að Þjóðleikhúsið eigi að hafa erindi við landsmenn. Ef við lítum á menn- ingu og listir sem andlega næringu, þá bjóðum við stundum upp á of mikið af þverskorinni ýsu og of lítið af rjóma- kökum. Þá þarf maður að breyta.“ Ertu að reyna að höfða til allra? „Ég er að reyna, en er meðvitaður um list- rænar kröfur sem gerðar eru til Þjóð- leikhússins. Það er stundum sett strang- asta mælistika sem er í vopnabúrinu á Þjóðleikhúsið. Mér finnst ekkert að því á meðan það er sanngjarnt.“ Er hægt að höfða til allra án þess að fórna listrænum standard? „Þetta er veruleikinn minn og okkar, en mér finnst mikilvægt að leikhús sé vinsælt. Það er erfitt að koma á sýningu sem er langt á undan sinni samtíð eftir fimm ár. Það er ekki hægt, því tíminn er liðinn. Það er líka merkilegt að meirihluti af öllum íslenskum leik- ritum er bara sýndur einu sinni, það er sjaldgæft að verk séu tekin til sýninga aftur. Erlend verk sem eru sýnd hér eru yfirleitt rjóminn af leikverkum í heiminum. Verk sem er búið að setja upp oft, á meðan verið er að setja upp íslensk verk í fyrsta og eina skiptið. Stundum finnst manni ekki fullur skilningur á því. Þetta er um það bil það erfiðasta sem við gerum, að setja upp nýtt íslenskt leikverk. Ég segi leik- verk því mér finnst ekki grundvallar- munur á leikriti sem er byggt á áður útgefnum t.d. skáldsögum eða sem er frumsamið frá grunni. Áhættan er hin sama.“ Ari segir að Þjóðleikhúsið sé að sinna sinni menningarlegu skyldu með því að taka upp hvort tveggja; ný íslensk verk og leikgerðir. „Mér finnst annað ekki útiloka hitt og margar af þeim merkilegustu sýningum sem hafa verið í íslensku leikhúsi undanfarin ár hafa verið byggðar á skáldverkum. Svo hafa komið frábær frumsamin ný íslensk verk. Mér finnst skrýtin umræða að annað sé réttara en hitt og ef við setjum upp íslenskt leikverk byggt á skáldsögu séum við að útiloka eða drepa leikskáldið. Það eru yfirleitt leikskáld sem gera leikgerðirnar, og margir hafa unnið jöfnum höndum frumsamin verk og gert leikgerðir,“ segir hann og nefnir Kjartan Ragnars- son sem dæmi. Ekki karlaleikhús Það hefur líka verið í umræðunni að þú hafir tilkynnt þrjú ný verk á komandi leikári – öll eftir karla. Þið hafið mætt talsverðri gagnrýni fyrir það. Vantar konur í Þjóðleikhúsið? „Já, sú gagnrýni kom nú í Frétta- blaðinu. Það eru þrjár bækur sem við erum búnir að kaupa en það er ekki þar með sagt að þær séu allar að fara upp á næsta ári eða það útiloki kaup á öðrum bókum. En svo ég taki nú bara sem dæmi eina þessara bóka, Gott fólk eftir Val Grettisson. Þetta er bók um ákaflega eldfimt efni sem er kyn- bundið ofbeldi. Mismunandi upp- lifun á slíku ofbeldi á milli geranda, sem er karlmaður, og þolanda, sem er kona. Hvar liggja mörkin? Þessi bók finnst mér tala inn í okkar samtíma. Leikstjórinn er kona, fastráðinn leik- stjóri við húsið, Una Þorleifsdóttir. Skiptir það öllu máli að bókin er eftir karl? Sjáum til. Eigum við ekki að sjá hvernig sýningin verður?“ útskýrir Ari og heldur áfram. „Til helminga eru konur og karlar listrænir stjórnendur í Þjóðleikhúsinu. Við erum að sýna verk núna um jólin þar sem eitt af höfuðkvenhlutverkum leikbókmenntanna, Blanche í Spor- vagninum Girnd, er aðal, þetta er mjög femínískt verk vegna þess að þetta verk sýnir okkur mjög ljótan karlaheim þar sem konur eiga undir högg að sækja. Í hjarta Hróa hattar, hver er hetjan þar? Maríanna og svona getum við haldið áfram. Efnistökin skipta máli.“ Alvöru femínistar Baltasar Kormákur hefur talað fyrir kynjakvóta í kvikmyndagerð, myndir þú vilja sjá eitthvað svipað í leikhús- inu? „Hið besta væri ef hlutfall karla og kvenna í lykilstöðum endurspegli hlutfall þeirra í samfélaginu. Karlar og konur eru jafn mörg. Þess vegna á þetta að vera til helminga. Ég held við séum ekki að fara að leiðrétta mörg þúsund ára mismunun með annars konar mis- munun. Við eigum ekki að gera það.“ Þannig að þú ert ósammála Baltasar? „Erum við ekki í kjörstöðu, ef þetta er til helminga? Er það ekki eins gott og það getur verið í þessum besta heimi allra heima? Er maður meiri femínisti ef maður mismunar til kvenna? Er maður þá alvöru femínisti? Er maður ekki hinn raunverulegi femínisti ef Held að ég sé betri maður Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri hefur gert skurk í fjármálum leikhússins undanfarið ár. Hann situr einnig í framkvæmdastjórn SÁÁ og segir gagnrýni á samtökin oft drifna áfram af vanþekkingu. maður hefur þetta til helminga?“ Ara eru femínistar hugleiknir, en vill ekki tilheyra þeim hópi, „þó að Balti hafi komið út sem femínisti í viðtali hjá ykkur og ég stutt hann út úr skápnum sem slíkur. Ég spyr ykkur hver skil- greiningin er á femínisma og þið segið þeir sem vilja jafnrétti og vilja leiðrétta kynbundinn mun og já, ég vil það. En það er líka margt inni í þessu sem sumir leyfa sér að segja og ég get ekki aðhyllst, t.d. jákvæð mismunun. Mér finnst það erfið tilhugsun því hún er í eðli sínu mismunun.“ Tvíkeppni á markaði Er samkeppni á milli leikhúsanna? „Já, það er tvíkeppni á milli stóru leik- húsanna á höfuðborgarsvæðinu. Það er ánægjulegt hvað þau eru bæði öflug. Andar köldu á milli? „Nei, ekki held ég það. Stundum er léttur pirringur, sem er bara hluti af samkeppninni en við Kristín [innsk. Eysteinsdóttir] eigum fín samskipti, hún getur leitað til mín með einhverja hluti og ég til hennar.“ Alltaf fullur og hætti svo Ari var framkvæmdastjóri SÁÁ og situr enn í framkvæmdastjórn samtakanna. „Ég fór inn í það starf því ég fór í með- ferð fyrir meira en tíu árum. Ég hætti að drekka og fannst það merkilegt og ánægjulegt. Það hafði verið mikill drag- bítur á lífi mínu. Ég taldi mér trú um að ég væri ekki mikil fyllibytta því ég fór í MBA-nám og var í tveimur vinnum. Ég var samt alltaf fullur og þetta var komið gott. Í framhaldi af því hafði ég áhuga á þessum fallegu og góðu mann- ræktarsamtökum sem nota bene eru stofnuð af körlum. Þannig að karlar hafa stundum gert eitthvað gott líka – þó við karlpeningurinn séum ábyrgir fyrir mörgu því versta í heiminum. Ég var svo seinna ráðinn framkvæmda- stjóri SÁÁ og starfaði þar. Í kjölfar þess fór ég í meistaranám í hagfræði, heilsuhagfræði og gerði rannsókn á þjóðfélagslegri byrði áfengis og vímu- efnaneyslu á Íslandi.“ Við rannsóknina fékk hann aðgang að viðtölum sem tekin voru við sjúk- linga á Vogi. Viðtölin meta vanda sjúklinganna. „Þessi rannsókn tók á mörgum þáttum, refsikerfinu, heil- brigðiskerfinu og ég reyndi að meta þetta, og setja tölu – hvað kostar þetta allt saman?“ Er maður meiri femínisti ef maður mismunar til kvenna? Er maður þá alvöru femínisti? trésmiðir og sjúkra- liðar eigi jafn mikið erindi í Þjóðleikhúsið og bókmenntafræðingar í 101. Það er þungbært fyrir meðferðar- fólkið að sitja undir ásök- unum um að það láti þetta eða hitt viðgangast. Ari segir almennt gott á milli Borgarleikhússins og Þjóðleikhússins, þó stundum verði léttur pirringur. FréTTABlAðið/ Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is 2 2 . j a n ú a r 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r12 F r é T T i r ∙ F r é T T a B L a ð i ð 2 1 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 3 C -F 6 4 8 1 8 3 C -F 5 0 C 1 8 3 C -F 3 D 0 1 8 3 C -F 2 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 1 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.