Fréttablaðið - 22.01.2016, Síða 13

Fréttablaðið - 22.01.2016, Síða 13
visir.is Viðtalið má hlusta á í lengri útgáfu á Vísi, í hlaðvarpinu Föstudagsviðtalið. „En vegna þessa að við erum svo miklir femínistar í þessu viðtali, þá hafið þið áhuga á að vita að það er margt kynbundið inni í þessu, t.d. kemur fram að 56% kvenna sem koma í meðferð hafa orðið fyrir kyn- ferðislegri misbeitingu yfir ævina og 13% karla. Við vitum að þegar maður neytir vímuefna hefur maður minni aðgang að æðri hlutum heilans, fram- heilanum þar sem hömlurnar eru og það dregur úr æðri hugsun. Fólk fer að hegða sér með prímitívum hætti og þá gerir það svona hluti frekar. Það er vel þekkt að menn beita aðra ofbeldi bæði kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi þótt þeir séu allsgáðir en það eru meiri líkur á að menn beiti því og verði fyrir því ef þeir eiga við vímuefna- vanda að stríða.“ Aldrei þurft að vera hræddur Inni í þessu voru tölur um konur sem leituðu á neyðarmóttöku vegna kyn- ferðisbrota. „Það var sláandi hvað stór hluti af konum, sem leituðu þangað, var ósjálf- bjarga eða ofurölvi þegar brotið átti sér stað. Það er hræðilegt að hugsa til þess að þú þurfir sem kona að passa þig – en þú ert ófær um að gera það ef þú ert ofurölvi. Ég er hávaxinn og sæmilega þrekvaxinn og hef aldrei þurft að vera hræddur úti á lífinu en maður getur trúað að konur séu hræddar, bara að labba heim. Þetta er dapur raunveru- leiki.“ Nú hefur verið í umræðu að eigi að kynjaskipta Vogi. Rótin hefur talað fyrir því að það sé ekki gott að konur og karlar séu saman í meðferð. Jafnvel eldri menn og yngri konur. Hver er þín skoðun? „Ég held að það geti verið óheppi- legt. En Vogur er spítali – það eru karla- og kvennastofur á öllum spít- ölum. Í tilfelli Vogs hafa menn verið að vinna að því að álmuskipta Vogi svo að konur séu sér, en hitt er annað mál – eigum við að koma í veg fyrir að bæði kynin borði saman? Fari á fundi saman? Stundum er þetta ekki gerlegt, út af fjármunum sem við höfum úr að spila. SÁÁ hefur tekið alvarlega tillit til þessarar umræðu. Nú eru uppi áform að byggja verulega við eftirmeðferðar- stöðvar SÁÁ á Kjalarnesi og þar verði kynin algjörlega aðgreind í eftirmeð- ferðinni. Það er reyndar eftirmeðferð fyrir unga karla uppi í Dölum, en uppi á Kjalarnesi er Vík, þar sem eru konur og karlar sem eru eldri en 55 ára. Þá spyrjiði, af hverju 55 ára – eru þeir þá getulausir og hættulausir? Það er bara stærðarhagkvæmni. Það hefur verið sérstök kvennameðferð hjá SÁÁ lengi. Það er mikil aðgreining á milli kynja inni á Vogi og stundum er þessi umræða rekin áfram af ákveðinni van- þekkingu. Rótin er auðvitað að brýna menn til að gera betur. Menn eiga að hlusta á það.“ Ari segir upplifun kynjanna ólíka í meðferð. „Upplifun mín var sú að karl- ar væru brotnir því að þeir upplifðu að þeir næðu ekki þeim frama í lífinu sem þeir ættu að ná. Konur voru brotnar yfir að hafa brugðist fjölskyldu sinni. Þetta er alhæfing, þetta er auð vitað miklu flóknara en þetta var myndin eins og hún blasti við mér. Ég er ekki heilbrigðisstarfsmaður – ekki ráðgjafi eða hjúkrunarfræðingur, læknir eða sjúkraliði, en svona sá ég þetta.“ Er börnum hætta búin á Vogi? Svokölluð bangsadeild á Vogi hefur líka verið gagnrýnd, að ungt fólk eigi ekki að vera í meðferð með eldra fólki. „Þar er aðgreining. Það er algjör- lega lokuð deild. Þau borða sér, en þau fara út í reyk. Maður getur velt fyrir sér hversu miklar hömlur maður á að setja? Oft á tíðum þegar ungir krakkar eru að koma til meðferðar eiga þau erfitt með að lúta valdi. Þess vegna er mikilvægt að þau séu ekki læst inni. Þau myndu aldrei sætta sig við það. Krakkarnir geta farið út og eiga greiðari aðgang inn í meðferð aftur. Þetta er til þess að þau upplifi ekki þvinganir. Við getum líka hugsað, er þeim meiri hætta búin inni á Vogi en á Hverfisgötu? Ég held ekki. Ég held að SÁÁ sé að reyna að gera eins vel fyrir peningana og hægt er og hafi metnað til þess að standa sig . Það er þungbært fyrir meðferðarfólkið að sitja undir ásökunum um að það láti þetta eða hitt viðgangast. Það eru engin brot liðin á Vogi. Því miður er alls konar fólk sem kemur, þ.e.a.s., sem betur fer. Ekki er spurt um afbrotahegðun þeirra sem leggjast inn á Landspítala, enda eru þeir þangað komnir því þeir þurfa heilbrigðisþjónustu. Eigum við að neita fólki um heilbrigðisþjónustu?“ Ungt fólk er svo hvatvíst Vantar ekki betri meðferðarúrræði fyrir þennan yngsta hóp? „Ungt fólk er svo hvatvíst. Svo fljótt að jafna sig. Er að drepast úr desper- asjón og svo er aftur komin helgi. Þá telja þau sér trú um að þetta hafi ekki verið svo slæmt og fara aftur á kreik. Það er ekki misheppnað þó að takist ekki í fyrsta eða annað skipti að verða edrú. 80% þeirra sem koma inn á Vog koma þrisvar eða sjaldnar. Helmingurinn kemur einu sinni. Það er stór hluti af þeim sem koma til meðferðar sem nær árangri með tiltölulega litlu inngripi.“ Hvernig fór leikurinn og drykkjan saman? „Ég komst að því að besta meðal við þynnku var að leika tvær barnasýning- ar. Mann langar til að grenja á meðan en þegar maður er búinn er maður búinn að hreinsa sig. Mér var sagt upp í Borgarleikhúsinu á endanum. Ég held maður missi sköpunargáfuna og get- una því maður er oft illa fyrirkallaður.“ Hann segir magnað að sjá leikhús- fólk koma til baka eftir að hafa hætt að drekka. „Mér finnst ánægjulegt þegar þeir sem drekka of mikið fara í meðferð og koma aftur og hafa fengið gleðina. Eru endurnýjaðir í öllu sínu. Tölum um minn gamla sambýlismann, Baltasar. Við bjuggum einu sinni saman. Það var rosalegt. Konan mín var í námi í Dan- mörku og hann flutti inn. Við þurftum að fá særingamann til að hreinsa barna- herbergið þegar börnin komu aftur,“ segir hann hlæjandi og viðurkennir að sambúðin hafi verið skrautleg. „Hann er hættur að drekka og þið sjáið hvað hann hefur blómstrað, orð- inn stórkostlegur listamaður. Ég er nú ekki að líkja mér við hann en ég náði jafnvægi í líf mitt og gleði til starfa við að hætta að drekka.“ Hafði þetta áhrif á fjölskyldulífið? „Já, ég held það. Ég held ég sé betri maður. Þegar alkóhólistinn er kominn á Vog eru fimm úti í bíl sem eru alveg búnir á því. Þetta liggur svo á fólki því við erum svo hrædd. Við eigum öll sögur um það hvað þetta getur farið hryllilega.“ H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 5 -0 1 9 4 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 5 -0 1 9 4 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 6 -0 1 3 0 Þúsundir Íslendinga ávaxta fé sitt í Lífeyrisauka Lífeyrisauki er stærsti sjóður landsins sem býður eingöngu viðbótarlífeyrissparnað. Sjö fjárfestingarleiðir tryggja að þú finnur þá réttu fyrir þinn lífeyrissparnað og leggur grunn að varasjóði til að skapa þér betri lífskjör eftir starfslok. Skoðaðu leiðirnar á arionbanki.is/lifeyrisauki, með því að senda fyrirspurn á lifeyristhjonusta@arionbanki.is eða hafðu samband við ráðgjafa í síma 444 7000 og leggðu grunn að góðri framtíð. Þú kemst hærra í góðum félagsskap Lífeyrisauki Innl. skuldabr. Lífeyrisauki Erl. verðbr. Lífeyrisauki 5 Lífeyrisauki 4 Lífeyrisauki 3 Lífeyrisauki 2 Lífeyrisauki 1 Nafnávöxtun 2015 5 ára meðalnafnávöxtun 2011–2015 ÁVÖXTUN LÍFEYRISAUKA Ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Fimm ára ávöxtunartölurnar sýna meðalnafnávöxtun frá 2011–2015 en ávöxtunin er mismunandi á milli ára. Frekari upplýsingar um Lífeyrisauka, þ.á.m. um ávöxtun hvers árs, reglur sjóðsins o.fl., má nálgast á arionbanki.is/lifeyrisauki. 8,7% 8,0% 10,4% 10,1% 10,5% 9,2% 12,3% 8,7% 5,6% 4,1% 0,6% 4,9% 6,7% 8,9% f r é t t i r ∙ f r é t t A B L A ð i ð 13f Ö S t U D A G U r 2 2 . j A n ú A r 2 0 1 6 2 1 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 3 D -0 0 2 8 1 8 3 C -F E E C 1 8 3 C -F D B 0 1 8 3 C -F C 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 2 1 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.