Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.01.2016, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 22.01.2016, Qupperneq 18
Í dag 17.15 Þýskaland - Ungverjal. RÚV 19.00 Keflavík - Njarðvík Sport 19.30 HSV - Bayern Sport 3 19.30 Svíþjóð - Rússland RÚV2 22.00 Körfuboltakvöld Sport 01.00 NBA: Raptors - Heat Sport 19.00 ÍBV 2 - ÍR Eyjar 19.15 Keflavík - Njarðvík TM-höllin 19.30 FH - Grótta Kaplakriki Nýjast Körfubolti Keflavík er á toppi Domino’s-deildar karla í körfubolta eftir fyrstu þrettán umferðirnar en í kvöld er komið að leiknum sem snýst um miklu meira en bara tvö stig eða sæti í úrvalsdeildinni. Nágrannarnir í Njarðvík koma þá í heimsókn og það er óhætt að segja að á meðan allt hefur gengið upp hjá Keflavík á tímabilinu þá hafa Kanavandræðin leikið Njarð- víkinga grátt frá fyrsta degi. Nú eru Njarðvíkingar komnir með nýjan Bandaríkjamann, Jeremy Atkinson, en Atkinson spilaði með Stjörnunni í fyrra og var þá sem dæmi með 26,5 stig og 11,7 fráköst að meðaltali í sex leikjum á móti Njarðvík. Hann er hins vegar að fara að mæta Keflvíkingum í fyrsta sinn á ferlinum í kvöld. Keflvíkingar unnu tíu stiga sigur í fyrri leik liðanna í Njarðvík og bjuggu þá að því að fimm leikmenn og þjálfarinn Sigurður Ingimundar- son voru þar að spila á sínum gamla heimavelli. Enginn leikmaður Njarðvíkurliðsins hefur hins vegar spilað fyrir Keflavík. Leikur Keflavíkur og Njarðvíkur hefst klukkan 19.15 og er í beinni á Stöð 2 Sport. – óój Njarðvíkurtengslin eru áberandi í Keflavíkurliðinu Sund Fyrsti mánuðurinn sem Íþróttamaður ársins hefur verið viðburðaríkur fyrir sundkonuna Eygló Ósk Gústafsdóttur frá því að hún fylgdist með því í gegnum netið frá Karíbahafi þegar hún var kosin Íþróttamaður ársins. Eygló Ósk kom heim fyrir viku úr æfingaferðinni og í kvöld er síðan komið að fyrsta mótinu hennar sem Íþróttamaður ársins þegar keppni hefst á sundmóti Reykjavíkurleik- anna í Laugardalslauginni. „Ég er enn þá að venja mig á það að fara að sofa fyrr enda orðin vön því að vera í öðru tímabelti þarna úti. Þetta er allt að koma núna en tekur smá tíma,“ segi Eygló Ósk en klukkan í Guadeloupe er fjórum tímum á eftir þeirri íslensku. Þegar sundkona fer á morgunæfingu fyrir allar aldir þá skipta þessir tímar miklu máli. Verður samt ekki öðruvísi fyrir Eygló að mæta á mót sem ríkjandi Íþróttamaður ársins? „Já og nei. Ég ætla bara að hugsa um þetta sem venjulegt mót,“ segir Eygló jarð- bundin og það er að heyra að hún ætli ekkert að slaka á. „Það er búið að vera nóg að gera hjá mér í þessum mánuði og svolítið mikið um viðtöl,“ viðurkennir Eygló en hún kvartar ekki yfir athyglinni. „Athyglin fer bara mjög vel í mig og er bara hvetjandi,“ segir hún létt og bætir við: „Þetta er ekkert að trufla mig við æfingarnar. Ég þarf bara að einbeita mér og hafa hausinn á réttum stað,“ sagði Eygló en það reynir meira á einbeitinguna nú þegar áreitið er miklu meira. Hörkusamkeppni Eygló fær hörkusamkeppni á Reykjavíkurleikunum því heims- og Evrópumeistarinn Mie Nielsen keppir við hana í fjórum greinum. „Við keppum oft saman og við æfum líka stundum saman. Hún er í bak- sundi eins og ég en er meira fyrir 50 og 100 metra baksundin. Ég er betri í 200 metra baksundinu,“ segir Eygló og Mie þorir ekki í hana í hennar bestu grein. „Hún syndir það ekkert lengur og finnst það ekk- ert gaman,“ segir Eygló sem hefur margbætt Norðurlandametið í 200 metra baksundinu. „Þó að það sé bara 100 metra mismunur á þessum greinum þá er rosaleg ólíkt að synda þær,“ segir Eygló sem ætlar sér þó að synda allar þrjár baksundsgrein- arnar en hún mun keppa við Mie í bæði 50 og 100 metra baksundi og þær eru líka skráðar til leiks í 50 og 100 metra skriðsundi. Auk Mie Nielsen keppir á mót- inu danski sundmaðurinn Viktor Bregn er Bromer sem varð meðal annars Evrópumeistari í 200 metra flugsundi árið 2014. Eygló hefur verið að kynna Reykjavíkurleikana á síðustu dögum og þar finnur Íþróttamaður ársins fyrir því að nýi titillinn hafi komið henni meira í sviðsljósið. „Ég og systir mín eru búnar að vera að fara í nokkra skóla og kynna Reykjavíkur- leikana. Það eru margir krakkar sem þekkja mann og segjast vita hver maður er. Það er mjög gaman og er nýtt fyrir mér,“ segir Eygló en það var einmitt systir hennar, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, sem tók við bikarnum fyrir hennar hönd í hófi Samtaka íþróttafréttamanna. Gaman ef fleiri fylgjast með Fram undan er fyrsta mót Eyglóar á árinu og enn fleiri augu verða örugglega á henni en þegar hún keppti síðast í Laugardalslauginni enda hafa tvö brons á Evrópumóti og útnefning Íþróttamanns ársins bæst á afrekaskrána síðan þá. „Það er samt bara gaman ef fleiri fylgjast með manni í lauginni,“ segir Eygló klár í fyrsta mótið sem Íþrótta- maður ársins.  ooj@frettabladid.is Krakkarnir þekkja hana núna Eygló Ósk Gústafsdóttir keppir á fyrsta mótinu sem Íþróttamaður ársins í kvöld þegar hún hefur keppni á Reykjavíkurleikunum. Aðalandstæðingur hennar í fyrstu grein er fyrrverandi heims- og Evrópumeistari. Eygló Ósk Gústafsdóttir, íþróttamaður ársins 2015, keppir í kvöld á sínu fyrsta móti á árinu þegar sundmót Reykjavíkurleikanna hefst í Laugardalslaug. FRéttABLAðið/StEFáN Njarðvísku áhrifin innan Keflavíkurliðsins í Domino’s-deild karla í körfubolta í vetur Guðmundur Jónsson 31 árs bakvörður Alinn upp í Njarðvík Átta tímabil með Njarðvík. Kom til Keflavíkur 2013. Magnús Þ. Gunnarss. 34 ára bakvörður Lék tvö og hálft tímabil með Njarðvík. Kom aftur til Keflavíkur 2015. Valur Orri Valsson 21 árs bakvörður Alinn upp í Njarðvík Lék fyrst með Njarðvík. Kom til Keflavíkur 2011. ágúst Orrason 22 ára framherji Alinn upp hjá Breiðabliki Þrjú tímabil með Njarðvík. Kom til Keflavíkur 2015. Magnús M. traustas. 19 ára framherji Alinn upp í Njarðvík Lék fyrst með Njarðvík. Kom til Keflavíkur 2015. Sigurður ingimundarson 49 ára þjálfari Þjálfaði Njarðvík í eitt og hálft tímabil. Milliriðill 1 - fyrsti leikdagur Frakkland - Hvíta Rússl. 34-23 Markahæstir: Nikola Karabatic 9, Nedim Remili 5, Theo Derot 5 - Aliaksei Khadkevich 9, Barys Pukhouski 4. Makedónía - Króatía 24-34 Markahæstir: Dejan Manaskov 7, Filipe Kuzmanovski 4 - Ivan Sliskovic 6, Manuel Strlek 5, Marino Maric 5. Stig liða í milliriðli 1: Króatía 4, Frakkland 4, Pólland 4, Noregur 4, Makedónía 0, Hvíta- Rússland 0. EM í handbolta í Póllandi KR - Haukar 96-66 Stigahæstir: Michael Craion 17, Helgi Már Magnússon 14, Brynjar Þór Björnsson 14 - Kári Jónsson 15, Finnur Atli Magnússon 11, Haukur Óskarsson 10. tindastóll - Þór Þorl. 78-80 Stigahæstir: Jeremy Hill 19, Helgi Rafn Viggósson 18, Darrell Flake 14 - Vance Hall 34, Emil Karel Einarsson 18, Ragnar Nat- hanaelsson 9. FSu - Stjarnan 81-94 Stigahæstir: Chris Woods 30, Hlynur Hreinsson 19, Chris Caird 10 - Justin Shouse 33, Tómas Heiðar Tómasson 20, Sæmundur Valdimarsson 11. Grindavík - ÍR 86-82 Stigahæstir: Jón Axel Guðmundsson 28, Charles Garcia Jr. 27, Ómar Örn Sævarson 13 - Jonathan Mitchell 31, Vilhjálmur Theo- dórsson Jónsson 17. Efst Keflavík 22 KR 22 Stjarnan 20 Þór Þ. 16 Njarðvík 16 Haukar 14 Neðst Tindastóll 14 Snæfell 12 Grindavík 12 ÍR 10 FSu 6 Höttur 2 Domino’s-deild karla í körfu DREGIð Í RIðLA HJá KöRFu- BoLtAStRáKuNuM Í DAG Íslenska körfuboltalands- liðið komst á síðasta Evrópumót í Berlín og í dag kemur í ljós hvaða þjóðir munu standa í vegi fyrir að íslensku strákarnir komist aftur á Eurobasket 2017. Ísland er í öðrum styrkleikariðli í drættinum í dag. Dregið verður í sjö riðla, sex með fjórum þjóðum en einn með þremur. Alls verða ellefu sæti laus á EM en þangað komast sigurveg- arar riðlanna auk fjögurra liða með besta árangurinn í öðru sæti. Ísland mætir einu liði úr 1. styrk- leikaflokki (Pólland, Slóvenía, Belgía, Georgía, Rússland, Þýska- land, Makedónía), einu liði úr 3. flokki (Austurríki, Svíþjóð, Hvíta-Rússland, Sviss, Búlgaría Bretland, Sló- vakía) og svo mögulega einu úr 4. flokki (Portúgal, Danmörk, Lúxemborg, Kýpur, Albanía, Kosovo). Eygló Ósk í Laugardalslauginni um helgina Í kvöld Klukkan 17.06 50 metra baksund Klukkan 18.08 50 metra skriðsund Á morgun Klukkan 10.01 100 metra baksund undanrásir Klukkan 16.51 100 metra baksund úrslit Á sunnudaginn Klukkan 10.02 200 metra baksund undanrásir Klukkan 11.07 100 metra skriðsund undanrásir Klukkan 15.32 200 metra baksund úrslit Klukkan 16.09 100 metra skriðsund úrslit 2 2 . j a n ú a r 2 0 1 6 f ö S t u d a G u r18 sport 2 1 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 3 D -2 C 9 8 1 8 3 D -2 B 5 C 1 8 3 D -2 A 2 0 1 8 3 D -2 8 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 2 1 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.