Lögmannablaðið - 01.12.2005, Síða 10

Lögmannablaðið - 01.12.2005, Síða 10
ÞETTA ER dýrasta skyrta sem ég hef átt! Ég átti svo erfitt með að hneppa efstu tölunni að ég ákvað að fara bindislaus í vinnuna í fyrsta skipti. Ég myndi þó ekki mæta svona í Hæstarétt, þar eiga menn að vera í skyrtu og með bindi. Grétar Haraldsson kom einu sinni í rúllukragapeysu á þingfestingardegi í Hæstarétti. Björn Sveinbjörnsson var forseti og sagði: „Svo eru það vinsamleg tilmæli til lögmannsins að mæta í skyrtu með bindi.“ Þá var hitt svo mikið í tísku að Páll S. Pálsson fór á smókingball í hvítri rúllukragapeysu! Frá Trípólíbíó í lögmennsku Þú laukst laganámi árið 1953 og gerist lögfræðilegur ráðunautur og túlkur hjá öryggisþjónustunni á Keflavíkurflugvelli? Ég var aðeins þarna um sumarið en síðan varð ég framkvæmdastjóri fyrir Trípólíbíó, sem Tónlistarfé- lagið rak í gömlum bragga á Mel- unum til haustsins 1957 og það átti ekkert skylt við lögfræði. Þorvaldur Thoroddsen, fyrrverandi tengda- faðir minn, sá um að kaupa mynd- irnar fyrir bíóið árum saman. Það var í gegnum hann sem ég ákvað að taka að mér þetta djobb til þess að reyna rífa bíóið upp og það tókst. Var þetta skemmtilegt starf? Það var allt í lagi. Ég sýndi margar góðar myndir eins og Lime- light með Chaplin og Nútímann. Svo sýndi ég Vald örlaganna sem er ein besta mynd sem hefur komið í íslenskt bíóhús, með Tito Gobbí, Maríu Callas í aðalhlutverkum ásamt tenórnum Gino Zinimbergi. Ég píndi hana í sýningu í tíu eða ellefu daga og það komu 2100 manns en það hefðu getað komið 1050 á dag. Snobbfólkið hafði ekki áhuga á einu fínasta tónverki sem hafði komið til landsins og ég komst þá að merkilegri niðurstöðu. Af þeim sem sækja sinfóníutón- leika er kannski helmingurinn sem hefur áhuga á músík en hinn helm- ingurinn sækir tónleikana til að sýna sig. Svo söðlaðir þú um árið 1958 og tókst hdl. réttindin? Þá var það þannig að ég fór í fjögur prófmál sem ég þurfti að útvega mér hjá starfandi lög- mönnum og það gekk bærilega. Síðan opnaði ég eigin lögmanns- stofu haustið 1958. Var nóg að gera í byrjun? Já, þá auglýstu lögmenn með litlum eindálka auglýsingum í Mogganum og ég gerði það. Ég var meira í sakamálum en öðrum málum en það kom til vegna þess að þegar menn áttu að velja sér verjanda þá mundu þeir eftir nafn- 10 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2005 Örn Clausen hefur starfað karla lengst í lögmennsku, eða í 47 ár. Árið 1958 hóf hann störf á eigin stofu, þrítugur að aldri, og hefur verið að síðan. Nýlega kom út bók þar sem Örn bregður sér í hlut- verk sagnamannsins og segir skemmtilegar sögur af íþróttaferli sínum og eftirminnilegum samferðamönnum. Bókin er skráð af þeirri sem þetta ritar en í þessu viðtali í Lögmanna- blaðinu lítur Örn um öxl og segir frá lögmannsferlinum. Daginn sem við hittumst er Örn í fyrsta skipti bindislaus í vinnunni. Viðtal: Eyrún Ingadóttir Held áfram meðan heilsan leyfir

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.