Lögmannablaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 4

Lögmannablaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 4
4 1 / 2 0 0 5 FRÁ RITSTJÓRN Það vakti athygli ritstjórans aðá Alþingi var nýlega lögð fram þingsályktunartillaga um frjálslegri klæðnað alþingis- manna í þingsal og um ávarps- venjur. Athyglisvert er að skoða greinargerðina sem fylgdi þessu „þjóðþrifamáli“. Af henni má ráða að eini tilgangurinn með til- lögunni sé sá að þingmönnum verði gert „…kleift að klæðast alþýðlega í þingsal og um leið að færa venjur um klæðnað þing- manna til nútímalegra horfs.“ Til frekari skýringa er svo greint frá því að á danska þinginu „…séu venjur og hefðir hvað þetta varðar með nútímalegri hætti.“ Af lestri greinargerðarinnar verður ekki annað ráðið en flutningsmennirnir telji að núverandi klæðnaður þingmanna sé bæði óalþýðulegur og gamaldags, að auki séu íslensku þingmennirnir púkalegir miðað við danska starfsbræður sína. Eða hvað? Í greinargerðinni er hvergi vikið að því hvaða reglur eru í gildi varðandi klæðnað þingmanna né útskýrt hvað megi teljast alþýðlegur og nútímalegur klæðnaður eða hvaða nútímalegu hefðir og venjur gildi á danska þinginu. Hefði verið forvitnilegt að sjá nánari útskýringar og rökstuðning með tillögunni. Þá telja flutningsmenn tillögunnar að ræðutími þingmanna muni nýtast mun betur með því að leggja af þann sið að ávarpa ráðherra og aðra þingmenn með orðunum; „Háttvirtur“, „Hæstvirtur“. Vonar ritstjórinn að lögmenn fari ekki að krefjast breytinga í sömu átt í málflutningi fyrir dómstólum. Meðal efnis í blaðinu er grein eftir Helga Jóhannesson hrl. um hagsmunaárekstur og trúverðug- leika lögmanna. Grein þessi er tímabær þar sem svo virðist sem aðrir aðilar en lögmenn séu í auknum mæli farnir að teygja sig lengra inn á hagsmunagæslu fyrir þriðja aðila. Hættan hér er sú að með slíkri hagsmunagæslu telji viðskiptavinur sig vera að kaupa lögmanns- þjónustu með þeirri ábyrgð sem fylgir skv. lögum um lögmenn og siðareglum lög- manna eða að viðkomandi aðili sé sérfræð- ingur á því sviði sem hann gefur sig út fyrir að vera. Raunin er auðvitað allt önnur. Ritnefnd stóð nýlega fyrir hringborðsum- ræðum með fjórum lögmönnum um breyt- ingar sem eru að verða á rekstrarformi lög- mannsstofa og framtíð einyrkjans. Um þær umræður er fjallað í blaðinu og er stefnt að því að halda frekari hringborðsumræður um hugðarefni lögmanna í framtíðinni. Hjá félaginu eru tveir viðburðir fram- undan, aðalfundur þann 11. mars og svo árshátíðin þann 12. mars. Eru félagsmenn hvattir til þess að fjölmenna á hvoru tveggja enda hefur mæting á aðalfund verið dræm fram að þessu. Ritstjóri vonast til þess að lögmenn sjái sér fært að mæta og haldi sig við þann óalþýðlega og gamaldags klæða- burð sem sumum þingmönnum finnst íþyngjandi við störf sín. Guðrún Björg Birgisdóttir hdl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.