Lögmannablaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 11

Lögmannablaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 11
andi stofu. Síðan er það við- skiptavinarins að ákveða hvort hann treystir stof- unni áfram fyrir hags- munagæslunni eða kýs að leita annað. Hins vegar er kannski meiri hætta hjá ein- yrkjum að verða of háðir einum viðskiptavini. Guðrún: Veita stóru lögmannsstofurnar alhliða þjónustu? Gunnar: Nei þær eru meira að þjónusta fyrirtæki. Þórður: Ég velti fyrir mér hvort það verði einhver mismunur á þeim verkefnum sem annars vegar ein- yrkinn annast og hins vegar þeim sem stærri lög- mannsstofurnar kljást við, þ.e.a.s. mismunandi þjónustu, en ég held að það sé enn í eðli lögmanns- þjónustu á Íslandi að lögmenn kappkosti að veita alhliða þjónustu. Gunnar: Ég tel að markaðurinn eigi eftir að þróast þannig að til verði ódýrari lögmannsstofur með minni yfirbyggingu. Þær geta þannig rukkað við- skiptavininn um lægra gjald en það þýðir ekki endilega lægri laun handa lögmanninum. Dögg: Þessi þróun er þegar byrjuð. Fámennari lög- mannsstofur og einyrkjar sýnast vera með annað tímagjald en stóru stofurnar. Helgi: Ég gæti eflaust haft fín laun heima í kjallar- anum og rukkað viðskiptavini mína um mun lægra gjald. Það væri hins vegar ekki gaman að vinna þannig. Mannlegi þátturinn hefur mikið að segja og t.d. finnst mér miklu skemmtilegra að vinna með fleira fólki heldur en einn! Ímynd og endurgjald Guðrún: Eru lögmenn með sanngjarnt endur- gjald fyrir sína vinnu og eru stærri lögmanns- stofur að rukka hærra gjald? Þórður: Lögmenn, hvort sem þeir eru hjá stærri eða minni lögmannsstofum, þurfa að hafa áhyggjur af endurgjaldi fyrir sína þjónustu. Í alþjóðlegum samanburði erum við eftirbátar annarra á meðan t.d. bankastofnanir virðast standa erlendan saman- burð að þessu leyti. Ég held að það sé líka mikil- vægt fyrir viðskiptavini að þeir hafi það ávallt á til- finningunni að kostnaður sé innan marka. Stórar 11L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Árshátíð LÖGMANNAFÉLAGS ÍSLANDS verður haldin laugardaginn 12. mars í Súlnasal Hótel Sögu, kl. 19:30 Heiðursgestur Kristín Jóhannesdóttir lögmaður. Veislustjóri Ingi Tryggvason lögmaður. Örn Árnason leikari mun fara á kostum ásamt Jónasi Þór undirleikara. Að lokum mun hin frábæra hljómsveit SÁLIN HANS JÓNS MÍNS leika fyrir dansi! Heimateitin verða haldin um borg og bæ. Að venju verður boðið upp á léttar veitingar. Miðaverð kr. 9.500 Pantið fyrir 9. mars! Guðrún

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.