Lögmannablaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 22

Lögmannablaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 22
Stjórnskipulag hlutafélaga og einka- hlutafélaga. Farið verður yfir ákvarðanatöku hluthafafundar og félags- stjórnar, réttindi og skyldur hluthafa og stjórnenda með tilliti til minnihlutaverndar og hæfisreglna þessara aðila. Þá verður farið yfir upplýsingaskyldu til hluthafa og trúnaðarskyldu stjórnenda gagnvart hluthöfum og félögum í sömu félagasamstæðu. Kennarar Guðrún Björk Bjarnadóttir hdl. hjá LOGOS og Guðmundur J. Oddsson hdl., hjá Actavis Group hf. Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. Tími Þriðjudagur 15. mars 16:00-19:00. Verð kr. 15.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 12.500,- Alþjóðlegur einkamálaréttur Fjallað verður um grundvallaratriði alþjóðlegs einkamálaréttar. Fjallað verður um þá aðstöðu þegar atvik tengjast réttarkerfi tveggja eða fleiri landa og afstöðu íslensks og alþjóðlegs réttar til slíkra vandamála. Lögð verður áhersla á praktískar lausnir, t.d. samninga um lagaval, varnarþing og gerðardóma. Kennari Reimar Pétursson hdl. Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. Tími Fimmtudagur 17. mars kl. 16:00-19:00. Verð kr. 12.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 9.500,- Örorkumat: hlutverk taugasálfræðinga í greiningu höfuðáverka Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig taugasálfræðilegt mat er framkvæmt og hvernig höfuðhögg eru skilgreind eftir alvar- leika þeirra. Einnig verður fjallað um hálshnykki. Kynnt verður hvernig taugasálfræðingar meta afleiðingar slysa, hvers eðlis prófanir eru, hvað þær geta sagt okkur og hvaða gryfjur ber að varast í túlkun gagnanna. Einnig verður rætt um aðrar afleiðingar slysa, s.s. áfallastreitu og fleira sem torveldar taugasálfræðilega mismunagreiningu. Í lokin verður farið yfir raunverulegt dæmi um hvernig taugasálfræðilegt mat er notað í örorkumati. Kennari María K. Jónsdóttir, ph.d., yfirsálfræðingur á Sál- fræðiþjónustu Landspítala Háskólasjúkrahúsi — Landakoti, en hún hefur 13 ára starfsreynslu sem taugasálfræðingur á LSH og sem háskólakennari. María hefur umtalsverða reynslu af því að gera taugasálfræðilegar greinargerðir í slysamálum. Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. Tími Fimmtudagur 31. mars, kl. 16:00-19:00. Verð kr. 12.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 9.500,- Tilboð Fyrir bæði örorkumatsnámskeið: Kr. 20.000,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 16.000,- Skipti dánarbúa, gerð kaupmála og erfðaskráa. Fjallað verður um einka- og opinber skipti á dánarbúum og skyldur skiptastjóra. Farið verður yfir helstu atriði við gerð kaupmála og erfðaskráa. Kennari Steinunn Guðbjartsdóttir hdl. Staður Kennslustofa LFMÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. Tími þriðjudagurinn 5. apríl kl. 16:00-19:00. Verð kr. 12.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 9.500,- Örorkumat: Uppgjör slysamála. Farið verður yfir hvaða helstu atriði þurfa að liggja til grund- vallar við gerð örorkumats við uppgjör slysamála og praktísk lögfræðileg atriði sem hafa ber í huga í ferlinu. Hvað einkennir vel gert örorkumat? Hvaða sérfræðingar geta gert örorkumat? Kennari Óðinn Elísson hdl. hjá Fulltingi. Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. Tími Fimmtudagur 7.apríl kl. 16:00-19:00. Verð kr. 12.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 9.500,- Tilboð Fyrir bæði örorkumatsnámskeið: Kr. 20.000,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 16.000,- Samruni fyrirtækja Farið verður yfir lagaumhverfi samrunaferils út frá félagarétti og samkeppnisrétti og undirbúning og framkvæmd samruna fyrirtækja. Reglur um tilkynningu samruna til Samkeppnis- stofnunar verða skoðaðar, hvenær skylt er að tilkynna samruna og hvaða upplýsingum þarf að skila. Einnig verða skoðaðir samningar um fjármögnun fyrirtækja. Kennarar: Helga Melkorka Óttarsdóttir hdl., LOGOS, og Þórólfur Jónsson hdl., KB banka. Staður: Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, Reykjavík. Tími: Mánudaginn 9.maí 16:00-19:00. Verð: kr. 15.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 12.500,- Undirbúningur málhöfðunar og efni stefnu: Hvaða víti þarf að varast? Fjallað verður um gagnaöflun í einkamálum, þ.m.t. öflun mats- gerða og skýrslutökur fyrir dómi fyrir höfðun máls svo og efn- islega uppbyggingu stefnu. Sérstaklega verður hugað að þeim annmörkum á málatilbúnaði sem leitt geta til frávísunar. Kennari Sigurður Tómas Magnússon héraðsdómari og sér- fræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. Tími Fimmtudagur 12.maí kl. 16:00-19:00. Verð kr. 12.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 9.500,- 22 1 / 2 0 0 5 Námskeið LMFÍ á vorönn: Skráning fer fram hjá félagsdeild í síma 568 5620 eða með tölvupósti á netfangið: eyrun@lmfi.is Skráning fer fram hjá félagsdeild í síma 568 5620 eða með tölvupósti á netfangið: eyrun@lmfi.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.