Lögmannablaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 13

Lögmannablaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 13
13 hlutdeild í hagnaði lög- mannsstofunnar. Ég held að með stækkun lögmanns- stofanna séum við dálítið að nálgast þetta amer- íska kerfi, þar sem hægt er að vinna sig upp í að verða aðili og síðan eigandi og þar með hafa eitthvað að selja þegar menn hætta í lögmennsku. Mér fannst sjálfri ógnvænlegt að vera einyrki og byggja upp fyrirtæki sem ég myndi loka eftir áratug eða áratugi. Það hlýtur að vera eftirsóknarvert að byggja upp fyrirtæki sem maður getur síðan selt þegar maður sjálfur vill hætta í lögmennsku. Hjá einyrkjanum fylgir öll viðskiptavildin einstaklingnum en ekki lögmanns- stofunni sem hann þó strangt tiltekið er að reka. Þegar viðkomandi hættir störfum þá er hætta á því að kúnnahópurinn hverfi og einhverjir aðrir hirða hann. Þetta er mikil sóun. Gunnar: Það má einnig velta fyrir sér í þessum ýmsu gerðum lögmannsstofa hver beri ábyrgðina ef eitthvað fer úrskeiðis. Hvað gerist og hver ber ábyrgðina hjá stofu sem er með aðilafyrirkomulag eða hjá lögmönnum sem koma fram sem ein stofa útávið en eru hver með sinn rekstur? Getur verið að þegar eitthvað kemur upp á þá hafi lögmenn í þessum fyrirtækjum ekki þá stöðu sem markaður- inn taldi þá hafa? Dögg: Þetta er mjög góður punktur. Ég hef verið að spyrja Lögmannafélagið um þetta vegna ábyrgðar- tryggingarinnar og finnst að félagið þurfi að skoða þetta. Mínir samstarfsmenn vilja eðlilega hafa svig- rúm til að mega skrifa undir bréf í eigin nafni, ekki síst í málum viðskiptavina sem þeir hafa útvegað sjálfir. Þetta skil ég mjög vel því þetta eru í raun „þeirra viðskiptavinir”. En ég er aftur á móti eig- andi stofunnar og ábyrgðartryggingin er á mínu nafni, eða réttara sagt í nafni einkahlutafélagsins sem ég á. Eins og ég hef skilið aðilafyrirkomulagið þá geta þeir sem þar eru skrifað t.d. bréf í eigin nafni og fá síðan hlutdeild í hagnaði. Ábyrgðar- tryggingin er eftir sem áður í nafni hlutafélagsins sem rekur stofuna. Helgi: Ef það verður klúður hjá einum starfsmanni, hvort sem hann er eigandi, aðili eða fulltrúi, þá liggur ábyrgðin hjá fyrirtækinu. Guðrún: Eru flestir með ákveðnar reglur um hvernig beri að skipta tekjum milli aðila? Dögg: Ég tel að ósætti um hvernig eigi að dreifa tekjum sprengi oft samstarf milli lögmanna. Helgi: Þetta er meira mál hjá litlum eða meðal- stórum lögmannsstofum og er ekki vandamál hjá stórum stofum. Menn fara frekar á taugum í litlu stofunum. Gunnar: Það eru sveiflur í þessu hjá lögmönnum. Einn lögmaður þénar meira fyrir stofuna eitt árið og annar það næsta en til lengri tíma litið þá jafnast þetta út. Eitt árið eru lögmenn á sviði samkeppnis- réttar mjög uppteknir og það næsta þeir sem eru á sviðið fjármálaréttar. Áfram þörf fyrir einyrkjann! Guðrún: Að lokum langar mig að spyrja hvort einyrkinn eigi sér framtíð í lögmannsstörf- unum? Þórður: Já, bæði sem sérfræðingar og ráðgjafar á einhverju ákveðnu og afmörkuðu sviði og eins þeir sem sinna almennum lög- mannsstörfum. Gunnar: Eins og annars staðar ræðst framboðið hér af eftirspurn. Svo lengi sem menn vilja skipta við minni stofur þá mun ein- yrkinn lifa. Þetta á ekki síst við um aðstoð við einstaklinga, s.s. í refsimálum. Ég hef því trú á að einyrkjar muni áfram verða til í lögmennsku. Dögg: Ég held að einyrkinn hverfi aldrei úr lög- mennsku. Það verður þörf fyrir hann á tilteknum sviðum og kannski á tilteknum landsvæðum þar sem ekki er grundvöllur fyrir að reka stóra lög- mannsstofu – en þróunin er án efa sú að stofurnar eiga eftir að stækka þannig að einyrkjunum mun hlutfallslega fækka. Helgi: Það verða alltaf til lögmenn sem vilja vinna einir og eru bestir þannig. Það verða líka alltaf til lögmenn sem enginn annar vill vinna með… Einyrkinn á sér því örugglega framtíð. EI L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Gunnar Þórður

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.