Lögmannablaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 23

Lögmannablaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 23
23L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Um árabil hefur LMFÍ boðið almenn- ingi upp á ókeypis ráðgjöf en henni sinnir fjöldi lögmanna. Hver lög- maður kemur u.þ.b. einu sinni á ári á þriðjudagseftirmiðdegi og tekur á móti fólki sem áður hefur pantað tíma á skrifstofu félagsins. Eins og sjá má á meðfylgjandi súluriti leituðu aðeins færri til Lögmannavaktarinnar á síðasta ári en árið á undan eða 242 á móti 289. Mál þau sem koma til Lögmanna- vaktar eru af ýmsum toga en fólk á öllum aldri og af öllum stéttum sækir í þessa ráðgjöf. Lögmenn geta leyst um helming málanna á staðnum en fólki er ráðlagt að leita frekari lögmannsaðstoðar í hinum málunum eða til stjórnvalda. LMFÍ vill þakka öllum þeim lögmönnum sem lögðu Lögmannavaktinni lið á síðasta ári. Það er mjög mikilvægt fyrir ímynd stéttarinnar að almenningur hafi aðgang að ókeypis aðstoð sem þessari. Þeir lögmenn sem hafa áhuga á að skrá sig í þetta sjálfboðastarf er bent á að hafa samband við skrifstofu félagsins. EI 76 47 90 65 108 69 98 75 135 122 149 140 106 136 0 50 100 150 200 250 300 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 Fjöldi þeirra sem nýttu sér þjónustu Lögmannavakta 1998-2004 karlar konur Lögmannavaktin — sjálfboðastarf lögmanna! Eins og meðfylgjandi myndir sýna voru þátttakendur vígalegir á að líta með vopn í hönd en einbeitningin skein úr hverjum andlitsdrætti! Niðurstöður keppninnar voru þær að Finnur Reyr Stefánsson var í fyrsta sæti, Ingimar Ingason í öðru sæti og Ólafur Örn Svansson í því þriðja. Í febrúar sl. hélt félagsdeild LMFÍ námskeið í skotfimi sem endaði með skotkeppni með loftriffli. Námskeið í skotfimi Eins og úr villta vestrinu, Þorbjörg I. Jónsdóttir. Ólafur Örn Svansson, eins og Morgan Kane með byssuna.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.