Lögmannablaðið - 01.09.2005, Síða 4
4 3 / 2 0 0 5
FRÁ RITSTJÓRN
Ísíðasta tbl. Lögmannablaðs-ins birtist grein eftir undirrit-
aða þar sem velt var upp spurn-
ingum um það hvort lögmenn
gegndu hlutverki fjölmiðlafull-
trúa fyrir skjólstæðinga sinna
auk hefðbundinnar hagsmuna-
gæslu. Telja verður að þeirri
spurningu hafi verið svarað nú í
sumar í svonefndu Baugsmáli
þar sem verjendur sakborninga í
málinu stóðu ötullega að mál-
flutningi í fjölmiðlum allt frá því að
upplýsingar bárust um að búið væri að
birta ákæru í málinu þar til ákærunni var
vísað frá með úrskurði héraðsdóms.
Telja verður að framvegis muni fjölmiðlar
og almenningur gera auknar kröfur um að
lögmenn tjái sig um málin fyrir hönd
skjólstæðinga og því brýnt að þess verði
gætt að lögmenn fái viðeigandi þjálfun til
þess.
Ekki verður skilið við fjölmiðla án þess að
minnast á grein sem birtist á síðu 2 í DV í
júní sl. undir yfirskriftinni „Fyrst og
fremst“ en tilefni þess var grein undirrit-
aðrar í síðasta tölublaði Lögmannablaðs-
ins. Í DV var því haldið fram að í Lög-
mannablaðinu væri að finna nafnlausar
dylgjur og fullyrt að ritstjórinn þverbrjóti
allar reglur sem fjölmiðlar setja sér um
beinar og óbeinar tilvitnanir í nafnlausa
heimildarmenn. Rétt er hins vegar að taka
það fram að fáir af viðmælendum Lög-
mannablaðsins, vegna greina-
flokksins, fóru fram á nafnleynd
heldur var það ákvörðun rit-
stjórans að setja greinina upp
með þessum hætti enda tekur
ritstjórinn alla ábyrgð á efni
þessa blaðs.
Á þessu ári á Lögmannablaðið
10 ára afmæli. Það er ekki hár
aldur ef litið er til þess að LMFÍ
er orðið 94 ára gamalt en áður
hafði LMFÍ gert tilraun til þess að halda
úti blaði fyrir félagsmenn án árangurs. Það
ber að fagna því að félagsmönnum LMFÍ
hafi nú tekist að halda úti samfelldri
útgáfu blaðsins í áratug. Af því tilefni
hyggst stjórn LMFÍ gefa út öflugt afmæl-
isblað í lok þessa árs. Treystir ritstjórinn
því að allir félagsmenn sýni frumkvæði og
sjálfstæði og sendi ritstjórn greinar í
afmælisútgáfuna.
Vakin er athygli á því að nýtt fólk hefur
tekið sæti í ritnefnd LMFÍ, en það eru þau
Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttur, Sigurður
Arnalds, Svanhvít Axelsdóttir, Sölvi
Sölvason, Tómas Eiríksson og Þorsteinn
Einarsson. Er fyrrum ritnefndarfólki þökk-
uð störf í þágu blaðsins og þeim óskað vel-
farnaðar á nýjum vettvangi.
Umfjöllunarefni þessa blaðs er tengt
eilífðar ásteytingarsteini lögmanna, þ.e.
málskostnaðarákvörðunum dómara.
Guðrún Björg
Birgisdóttir
hdl.