Lögmannablaðið - 01.09.2005, Page 6

Lögmannablaðið - 01.09.2005, Page 6
6 3 / 2 0 0 5 Málþing LögmannafélagsÍslands og Dómarafé- lags Íslands var haldið á Hótel Selfossi þann 3. júní sl. en vegna framkvæmda á Hótel Valhöll, Þingvöllum, reyndist ekki unnt að vera þar eins og venja hefur verið. Að þessu sinni voru tvö mál til umfjöllunar og var byrjað fyrir hádegi að fjalla um nýjungar í samkeppnisrétti. Erindi héldu Jónína S. Lárus- dóttir, skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu, Þór- unn Guðmundsdóttir hrl., Heimir Örn Herberts- son hdl. og Árni Vilhjálmsson hrl. Eftir hádegi var rætt um fyrningarákvæði hegningalaga, einkum með tilliti til kynferðis- brota gegn börnum, og voru framsögumenn þeir Róbert Spanó, lektor við lagadeild HÍ og for- maður refsiréttarnefndar, Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður og Brynjar Níelsson hrl. Þátttak- endur í pallborðsumræðum voru framsögumenn auk Sifjar Konráðsdóttur hrl. og Jónínu Bjartmarz alþingismanns. Hjördís Hákonardóttir, héraðsdómari og formaður DÍ, setti þingið en Helgi Jóhann- esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil. Hér eru þeir Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri Hæstaréttar, og Róbert Spanó, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, en hann var jafnframt einn af þeim sem flutti framsöguerindi á fund- inum. F.v. Magnús Haukur Magnússon hrl., Arnfríður Ein- arsdóttir héraðsdómari, Þórdís Bjarnadóttir hdl. og Ingveldur Einarsdóttir skrifstofustjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur. F.v. Jóhanna Kristín Cla- essen hdl,, Sigríður Rafnar Pétursdóttir hdl. og Björg Finn- bogadóttir lögfræðingur. Frá vinstri: Þyrí Steingrímsdóttir hdl., Ása A. Krist- jánsdóttir hdl., Elísabet Sigurðardóttir hdl. og Arn- björg Sigurðardóttir lögfræðingur. Friðgeir Björnsson héraðsdómari og Ólafur Jóhannes Einarsson lögfræðingur.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.