Lögmannablaðið - 01.09.2005, Side 11

Lögmannablaðið - 01.09.2005, Side 11
11 Eru störf lögmanna of lítils metin þegar kemurað samanburði við störf annarra sérfræðinga? Í flóknum dómsmálum má stundum bera saman vinnuframlag lögmanna og sérfróðra manna sem dómkvaddir hafa verið til að fjalla um og meta afmarkaða þætti máls, s.s. verkfræðinga í fast- eignagallamálum, lækna og lögfræðinga í líkams- tjónamálum o.s.frv. Dómkvaddir matsmenn fá greitt fyrir sína vinnu skv. framlögðum reikn- ingum. Ég minnist þess ekki að reikningar dóm- kvaddra matsmanna hafi komið til sérstakrar skoðunar fyrir dómi. Líklegasta skýringin er sú að reikningagerð þessara sérfræðinga hefur þótt eðli- leg og endurspegla umfang þeirra vinnu sem innt hefur verið af hendi. Aftur á móti þegar lögmenn eiga í hlut er algengt að litið sé framhjá ítarlegum tímaskýrslum við málskostnaðarákvörðun dóm- ara. Þannig fæst kostnaður vegna lögmannsað- stoðar aðeins bættur að hluta þrátt fyrir framlagða tímaskýrslu á meðan aðrir sérfræðingar í sama máli hafa fengið sína vinnu greidda að fullu. Vinnuframlag lögmanna er stöðugt til skoðunar hjá dómstólum. Hvaða mælikvarði annar er betri til að að fara eftir en greinargóð tímaskýrsla um það sem gert hefur verið? Þyki skorta á áreiðan- leika tímaskýrslu lögmanns eða einhver vafi leika á trúverðugleika hennar þá er nærtækast að skoða umfang alls málsins, ekki aðeins út frá sakarefn- inu sjálfu, og má þá hafa reikninga annarra sér- fræðinga til hliðsjónar við ákvörðun, einkum matsmanna ef þeim er fyrir að fara í máli, enda birtast í þeirra reikningagerð mikilvægar upp- lýsingar um hvað telst vera eðlilegt endurgjald fyrir þeirra sérfræðivinnu. Málskostnaðarákvarðanir eru sjaldnast rök- studdar og því erfitt að ráða í hvað veldur þegar dæmdur málskostnaður er í engu samræmi við framlagðan málskostnaðarreikning sem studdur hefur verið með tímaskýrslu. Einhver sjónarmið er varða dómhafa (eða lögmann hans?) kunna að ráða því að ekki eru dæmdar fullar bætur vegna lögmannskostnaðar. Það verður hins vegar sjaldn- ast lesið út úr dómsniðurstöðum hvað ræður og eftir situr lögmaðurinn gramur yfir sínu hlutskipti, að vinnuframlag hans hafi verið vegið og metið en léttvægt fundið, og dómhafinn yfir því að þurfa að greiða mismun dæmds málskostnaðar og raun- verulegs vinnuframlags lögmanns. Einn er sá málaflokkur þar sem þessi síðast töldu sjónarmið eiga ekki við en það eru gjafsókn- armál. Þar ættu dómarar að dæma málskostnað með hliðsjón af vinnuframlagi og eiga sjónarmið er varða gjafsóknarhafa ekki að hafa áhrif á máls- kostnaðarákvörðun. Verði málskostnaður í gjaf- sóknarmálum áfram skorinn við nögl þá munu lögmenn í æ ríkari mæli gera sérstakt samkomu- lag við væntanlega gjafsóknarhafa áður en þeir taka að sér mál þeirra þar sem kveðið er á um að gjafsóknarhafar skuli sjálfir bera þann kostnað sem upp á vantar fulla þóknun til lögmanns. Slík þróun væri afar óheppileg vegna eðlis gjafsóknar- mála. Það er óásættanlegt þegar lögmönnum er aðeins dæmd takmörkuð þóknun í gjafsóknar- málum, sem er í engu samræmi við rökstutt vinnu- framlag þeirra. Slíkar takmarkanir eiga ekki að koma fram í málskostnaðarákvörðun dómara, heldur í gjafsóknarleyfinu sjálfu, sbr. 1. mgr. 127. gr. einkamálalaga 91/1991. Með veitingu leyfisins er búið að fjalla um skilyrði gjafsóknar og hvort leyfið skuli takmarkast við tiltekna þætti máls eða við tiltekna fjárhæð. Að öðru leyti sætir leyfið ekki takmörkunum. Það ætti að virða. L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Lögmenn og aðrir sérfræðingar Jóhannes Albert Sævarsson hrl.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.