Lögmannablaðið - 01.09.2005, Page 15

Lögmannablaðið - 01.09.2005, Page 15
15L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð yfirlit og reikningar helstu sönnunargögnin. Í þeim koma m.a. fram kostnaður við dómkvadda mats- menn, ferðakostnaður og lögmannsvinnu. Við tak- mörkun málskostnaðar er það oft og tíðum einungis lögmannskostnaðurinn sem er skertur, en ekki aðrir málskostnaðarþættir. Vinnuskýrslur og reikningar matsmanna eru t.a.m. jafnan lagðir til grundvallar. Hvað gerir tímaskýrslur lögmanna svo gagnrýni- verðar í augum dómara? Rök fyrir sérstakri með- ferð þeirra gagnvart öðrum málskostnaði eru e.t.v. þau að lögmenn aðila stýra máli, þ.m.t. að kveða til matsmenn o.þ.h. En er það eitt og sér næg ástæða fyrir takmörkun lögmannskostnaðar? Tímaskýrslur lögmanns eru jafnan lagðar fram til rökstuðnings málskostnaðarkröfu. Ég legg það í vana minn að hafa þær nokkuð ítarlegar með von um góða meðferð ef til þess kæmi að málið vinnist og málskostnaður verði þá e.t.v. dæmdur. Það er til- finning mín að dómarar takmarki helst málskostnað vegna vinnu lögmanna sem ekki fer fram í réttarsal eða birtist þeim í fjölda skrifaðra síðna í málsgögn- um. Áður en mál er höfðað getur veruleg vinna hafa farið fram. Auk hugsanlegra sáttatilrauna getur mik- ill tími farið í að afla gagna og öðlast yfirsýn á mál. Sú vinna þarf hins vegar ekki að skila sérstökum dómkröfum eða málsástæðum í stefnu, en er þó nauðsynleg ef hafa á í heiðri góða lögmannshætti. Í tilvikum þar sem ekki er samið um fast kaup- verð gilda þær meginreglur að kaupandi skal greiða reikning, enda sé hann sanngjarn. Á þetta við umbjóðendur lögmanna. Kaupandi þyrfti að sýna fram á annað vildi hann komast hjá greiðslu. Þegar lögmannskostnaður er takmarkaður vaknar sú spurning hvort draga megi þá ályktun að kostnaður af vinnu lögmanns hafi verið ósanngjarn. Það á ekki við, enda innheimta lögmenn jafnan mismun- inn án athugasemda. Hins vegar hefur þetta þá þýðingu, að við málskostnaðarákvörðun er þeim sem tapa máli í verulegum atriðum ekki gert að greiða málskostnað af vinnu sem almennar kröfu- réttareglur telja eðlilegan og sanngjarnan. Niðurlag Ég held að allir séu sammála um að lögmenn stofni almennt ekki til málskostnaðar í atvinnubóta- skyni heldur til að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna, sem eru að neyta réttinda sinna til aðgangs að dómstólum. Algengt er þó að aðilar máls þurfi að sitja uppi með háan málskostnað við að halda fram réttmætum kröfum sínum, þar sem réttar- kerfið tryggir þeim ekki þá sanngjörnu meðferð að ná fram rétti sínum á fjárhagslega skaðlausan hátt. Ef til vill kann umfjöllun mín að vera einföld, s.s. um skýringar á málskostnaðarreglum eml. og réttindum borgara til aðgangs að dómstólum. Við það að setja vangaveltur mínar um málskostnað á blað varð ég hins vegar var við að mjög erfitt er að fjalla um og gagnrýna málskostnaðarákvarðanir af rökfestu. Skýrist það af fyrrgreindum skorti á rök- stuðningi ákvarðananna. Frá sjónarmiði lögmanns virðast þær oft og tíðum vera frjálsleg útdeiling réttlætis fremur en lögfræðileg úrlausn um sérstaka dómkröfu. Erfitt er að fella sig við þá aðferðarfræði í réttarríki, en ennþá erfiðara er að skýra hana fyrir umbjóðendum sem hafa unnið fullnaðarsigur í dómsmáli, að öðru leyti en varðandi málskostnað.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.