Lögmannablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 16

Lögmannablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 16
16 3 / 2 0 0 5 Geta lögmenn að einhverju leyti staðið betur að rökstuðningi málskostnaðarkröfu? Málskostnaðarákvörðun skiptir málsaðila í öllum tilvikum miklu máli. Mjög mismunandi er hvernig og hversu mikið lögmenn undirbyggja málskostn- aðarkröfur. Sumir lögmenn leggja ekki í vana sinn að eyða miklum pappír eða tíma í umfjöllun um málskostnað hvort sem það er vegna þess að þeim finnst málskostnaðarkrafa tengjast um of þeirra eigin hagsmunum, að ekki sé smekklegt að ræða mikið um hana, þeir telji að dómarar muni ekki hafa neinn áhuga á að sjá málskostnaðarreikning eða af öðrum ástæðum. Með hliðsjón af þeim miklu hagsmunum sem eru í húfi er það mín skoðun að lögmenn ættu ávallt að leggja fram málskostnaðarreikning eða tímaskýrslu og upplýs- ingar um tímagjald. Ennfremur ættu þeir að skýra í munnlegum málflutningi þau atriði sem þarfnast skýringa og m.a. að vekja athygli á því að máls- kostnaðarkröfu sé ekki mótmælt. Eins ættu lög- menn að koma fram með skýrar röksemdir fyrir kröfum um niðurfellingu eða lækkun málskostn- aðar ef gagnaðili vinnur málið og gagnrýna þá þætti í málskostnaðarkröfu sem vert er að gagnrýna. Hafa verður í huga að í hefðbundinni uppbygg- ingu málflutningsræðu er umfjöllun um máls- kostnað vanalega ætlaður staður þar sem farið er að draga úr þreki málflytjanda og athygli dómara. Lögmenn ættu því að ætla þessum hluta málflutn- ingsins tíma en ekki að fjalla um hann á hundavaði, jafnvel eftir að uppgefinn ræðutími er liðinn. Hvaða kröfur má gera til dómara við rökstuðn- ing ákvörðun málskostnaðar? Í 1. mgr. 114. gr. einkamálalaga er talið upp hvað skuli koma fram í forsendum dóms. Í f-lið ákvæðisins segir að í forsendum skuli greina rök- studda niðurstöðu um sönnunaratriði og lagatriði. Í h-lið segir hins vegar aðeins að í forsendum skuli greina málskostnað en ekki sérstaklega tilgreint að Sigurður Tómas Magnússon er héraðsdómari og kennari í réttarfari við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hann tók að sér að svara spurningum og gagnrýni sem lögmennirnir settu fram varðandi málskostnaðarákvarðanir dómstóla. niðurstaða um hann skuli vera rökstudd. Í 3. mgr. 114. gr. segir síðan að dómar skuli vera stuttir og glöggir. Ýmis atriði varðandi málskostnað eru lögfest í XXI. kafla einkamálalaga. Þrátt fyrir að einka- málalög geri þannig rökstuðningi fyrir niðurstöðu um málskostnað ekki sérstaklega hátt undir höfði þurfa dómarar að taka afstöðu til ágreinings um málskostnað eins og annars réttarágreinings aðila. Kröfur um rökstuðning dómsúrlausna hafa almennt farið vaxandi og ljóst er af samanburði á eldri dómum og yngri að dómarar er orðnir mun marg- orðari í rökstuðningi sínum en áður. Rökstuðningur fyrir málskostnaðarákvörðunum er hins vegar enn almennt mjög stuttur og oft án raunverulegs efnis- inntaks. Ýmsar skýringar kunna að vera á þessu. Ef lögmenn rökstyðja t.d. ekki málskostnaðarkröfu hafa dómarar úr litlu að moða í rökstuðningi fyrir málskostnaðarákvörðun. Aðrar skýringar hafa komið fram af hálfu lögmanna. Ef lögmenn krefjast málskostnaðar á grundvelli málskostnaðarreiknings, eða tímaskýrslu og tíma- gjalds, kröfur um málskostnað eru rökstuddar og ágreiningur kemur fram ber dómara að leysa úr þessum ágreiningi með rökstuddum hætti. Ætla má að lögmenn séu best til þess fallnir að stuðla að meiri og betri rökstuðningi málskostnaðarákvarð- ana og það gera þeir best með því að færa fram vel grundvölluð rök og mótmæli varðandi málskostnað í hverju einstöku máli sem þeir flytja fyrir dóm- stólum og kröfu um að úr ágreiningi um máls- kostnað verði leyst með rökstuddum hætti. Til hvaða atriða líta dómarar almennt við ákvörðun málskostnaðar til viðbótar þeim sem tilgreind eru í XXI. kafla eml.? Sú meginregla sem fram kemur í 1. mgr. 130. gr. einkamálalaga, að sá aðili sem tapar máli að öllu verulegu skuli að jafnaði dæmdur til að greiða máls- kostnað, felur í sér að sá sem tapar eigi meðal ann- ars að bæta þeim sem vinnur kostnað hans af flutn- ingi málsins, sbr. a-lið 1. mgr. 129. gr. laganna. Á Gagnrýni svarað

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.