Lögmannablaðið - 01.09.2005, Side 18

Lögmannablaðið - 01.09.2005, Side 18
18 Rundskriv G-04/2004 frá 27. desember 2004 þar sem tímagjaldið var ákveðið 790 NKR fyrir árið 2005. Í Noregi getur gjafsókn mest tekið til 100 vinnustunda lögmanns í hverju máli. Í Danmörku eru ekki gefnar út slíkar þóknunarviðmiðanir og er við það miðað í nýjum lögum sem taka til gjaf- sóknar að ákvörðun lögmannsþóknunar í gjafsókn- armálum sé í samræmi við þá þóknun sem dóm- stólar miða við þegar þeir ákveða málskostnað í öðrum einkamálum. Gjafsóknarhafi í Danmörku þarf að greiða sjálfur fyrstu 10.000 DKR af lög- mannsþóknun. Telja dómarar almennt að það tímagjald sem lögmenn miða við sé of hátt? Erfitt er að segja til um hversu hátt tímagjaldið er almennt. Mjög fáar lögmannsstofur eru með gjaldskrár sínar á netinu en þær tvær gjaldskrár sem ég fann eru með tímagjaldið 10.000-12.500 krónur. Mun meiri breidd er í tímagjaldinu, bæði sam- kvæmt gjaldskrám og í reynd. Ég hef ekki heyrt dómara tjá sig um það að tímagjald lögmanna væri of hátt enda er þeim ekki ætlað að hafa sérstaka skoðun á því. Erfitt er að ráða beinlínis af dómum, þar sem málskostnaðarreikningur er ekki tekin að fullu til greina, hvort dómarar telji tímagjaldið of hátt eða skráðan tímafjölda óhæfilegan. Þess má geta að á heimasíðu norska lögmanna- félagsins www.jus.no er að finna niðurstöður könn- unar frá 2004 þar sem m.a. kemur fram að tíma- gjald á lögmannsþjónustu í Noregi sé á bilinu 500 til 2.410 NKR en að meðaltali 1.030 NKR. Tíma- gjaldið er hærra í Osló en í dreifbýlinu og hærra þegar unnið er fyrir fyrirtæki en einstaklinga. Í fyrr- greindum leiðbeiningum norska dómsmálaráðu- neytisins fyrir árið 2005 er tímagjaldið 790 NKR fyrir lögmannsþóknun í sakamálum og gjafsóknar- málum. Leit á nokkrum heimasíðum danskra lög- manna leiddi í ljós tímagjald á bilinu 1.200 til 3.000 DKR. Þótt finna megi lögmannsstofur í Evr- ópu og Ameríku sem áskilja sér þóknun sem nemur tvöfaldri þóknun íslenskra lögmanna og gott betur benda framangreindar upplýsingar ekki til þess að lögmannsþóknun í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við sé hærri en hér á landi svo nokkru nemi. Telja dómarar almennt að lögmenn eyði of miklum tíma í hvert mál? Ég held að dómarar hafi almennt enga sérstaka skoðun á því. Dómurum kemur það vel að lögmenn leggi sig fram í undirbúningi máls og fyrir munn- legan flutning þess. Mikil vinna lögmanna er almennt líkleg til þess að skila vönduðum málatil- búnaði og skapa traustan grundvöll að niðurstöðu máls. Það er þó ekki algilt að samræmi sé á milli vinnutíma lögmanna og gæða málatilbúnaðarins. Lögmenn hafa einfaldlega mismunandi mikla sér- fræðiþekkingu á mismunandi sviðum og þurfa þ.a.l. að leggja mismikla vinnu í málatilbúnað sinn. Oft vegur mismunandi hátt tímagjald þennan mun upp en það er þó alls ekki algilt. Dómari þarf að hafa í huga samspil tímagjalds og vinnutíma þannig að reyndur lögmaður með sérfræðiþekkingu njóti góðs af uppsafnaðri þekkingu sinni sem skilar sér í færri vinnustundum og að óreyndur lögmaður með lágt tímagjald sleppi við mikinn niðurskurð þótt dómari telji hann hafa eytt óhæfilega mikilli vinnu í mál án mikils árangurs. Er þörf á endurskoðun málskostnaðarkafla eml? Málskostnaðarkaflinn er góður svo langt sem hann nær en mætti vera mun ítarlegri. Vísa ég þar til áður nefnds lagafrumvarps í Noregi og nýlög- festra laga í Danmörku sem hafa að geyma mun ítarlegri og vandaðri ákvæði um málskostnaðar- ákvarðanir. Sama máli gegnir um gjafsóknar- ákvæði íslenskra laga en laga þarf þau að nýjum straumum sem leikið hafa um Evrópu á síðustu árum og tengjast umfjöllun um bættan aðgang að dómstólum í ljósi 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasátt- mála Evrópu. Gjafsóknarákvæði hafa verið til end- urskoðunar í Noregi, Danmörku og fleiri Evrópu- löndum á síðustu árum. Varðandi kostnað íslenska ríkisins af gjafsókn er rétt að vekja athygli á nýlegri skýrslu frá nefnd á vegum Evrópuráðsins, Europ- ean Commission for the Efficiency of Justice (CEPEJ), sem ber nafnið „European Judicial Syst- ems 2002” og er að finna á heimasíðunni www.coe.int. Í henni kemur m.a. fram hversu miklu opinberu fé var varið til gjafsóknar í hverju Evrópuríki á árinu 2002. Ísland var þar í 15. sæti af 40 með um 3,56 evrur á hvern íbúa á ári. Til frek- ari samanburðar má þó geta þess að við skipum okkur að þessu leyti í hóp með fátækari þjóðum álf- unnar. Meðaltal hinna fjögurra Norðurlandanna var rúmlega þrefalt hærra eða 11,78 evrur. Að lokum Meðferð mála fyrir dómi hefur óhjákvæmilega í sér ýmiss konar kostnað fyrir ríkið og málsaðila. Kostnaður af málaferlum er sennilega sá einstaki þáttur sem mest áhrif hefur á raunverulegan aðgang að dómstólum Sá kostnaður sem að jafnaði lendir á málsaðilum er réttargjöld, sem þó er mjög í hóf 3 / 2 0 0 5

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.