Lögmannablaðið - 01.09.2005, Síða 19
19
stillt hér á landi, útlagður kostnaður vegna gagna-
öflunar, vinnutekjutap og þóknun málflutnings-
manna, sem að jafnaði vegur þyngst. Miklu máli
skiptir fyrir málsaðila hvernig þessum kostnaði er
skipt þeirra í milli með málskostnaðarákvörðun
dómara. Málshöfðun hefur ávallt áhættu í för með
sér. Málsaðili getur átt á hættu að tapa máli og
þurfa að greiða lögmanni sínum þóknun og gagn-
aðila málskostnað eða jafnvel að vinna mál og
þurfa samt að greiða lögmanni sínum þóknun. Til
þess að unnt sé að meta þessa áhættu rétt þurfa nið-
urstöður dómsmála, þ.m.t. um málskostnað að vera
að einhverju leyti fyrirsjáanlegar en þar kemur
góður rökstuðningur til hjálpar.
Mikilvægt er að hafa í huga að dómarar eru ekki
að skammta lögmönnum þóknun með ákvörðunum
sínum, nema þegar um ákvörðun málsvarnarlauna
eða þóknunar í gjafsóknarmáli er að ræða, heldur
að skipta kostnaði af málsmeðferðinni á milli
þeirra. Málskostnaðarákvörðun getur þó haft áhrif
á þóknun lögmanns í raun.
Dómarar verða ávallt að hafa í huga að máls-
kostnaðarákvarðanir mega ekki standa í vegi fyrir
því að lögmenn treysti sér til að leggja þá vinnu í
dómsmál sem nauðsynleg er til að tryggja hags-
muni umbjóðanda þeirra. Slík réttarframkvæmd
getur orðið til þess að takmarka aðgang manna að
dómstólum í reynd.
L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð
Guðríður Svana
Bjarnadóttir og Garðar G.
Gíslason.
Hdl
útskrift
Þann 31. maí síðastliðinn
útskrifuðust 24 lögfræð-
ingar af námskeiði til
öflunar réttinda til að vera
héraðsdómslögmaður.
Frá vinstri: Anna Svava Þórðardóttir, Hólmsteinn
Gauti Sigurðsson og Lilja Aðalsteinsdóttir. Í bakrunni
sést í Eirík Tómasson, formann prófnefndar, spjalla
við Huldu María Stefánsdóttur.
Aftasta röð t.v.:
Hulda María Stefánsdóttir,
Eva Halldórsdóttir og Ásgerður
Ragnarsdóttur. Fyrir miðju sitja þeir
Arnar Þór Stefánsson (t.v.) og Stefán A. Svenson
og fremstir eru þeir Haukur Örn Birgisson og
Oddgeir Einarsson.