Lögmannablaðið - 01.09.2005, Síða 20

Lögmannablaðið - 01.09.2005, Síða 20
20 3 / 2 0 0 5 Af Merði lögmanni Merði finnst hann vera gamall þegar hann sér ungu lögmennina sem hann þekkir hvorki haus né sporð á, finnst hann vera litinn hornauga og verður var við fliss hjá unga fólkinu þegar hann er nálægt. Því fannst Merði í vor að kominn væri tími til að skipta um starfsvettvang. Hæstaréttarlögmaðurinn Mörður taldi víst að stofnanir og ríkisfyrirtæki myndu bítast um hann, slíkur væri fengurinn. En það var öðru nær. Fram fyrir hann voru teknir miklu yngri lögfræðingar, sumir hverjir með litla sem enga starfsreynslu og voru í besta falli með héraréttindi. Skýringin var sú að þeir væru með meiri menntun en Mörður. Höfðu tekið einhverja kúrsa í endurmenntun Háskólans eða setið í skandinavískum háskólum og þruglað eitthvað um mannréttindi eða Evrópurétt. „Fuss og svei, hvaða andskotans lögfræðimenntun er þetta,“ hugsaði Mörður. Í huga Marðar er þetta ekkert annað en skandinavísk félagsfræði. Mörður ákvað þó að afla sér frekari menntunar enda afskaplega þreyttur á lögmannsstörfum. Þoldi illa fólkið sem vildi fara í gallamál vegna þess að blöndunartækin í baðinu virkuðu ekki sem skyldi og langaði mest að kyrkja með eigin hendi sakborninga sem hann var að verja. Skráði Mörður sig því í Háskólann og fyrir valinu varð kynjafræði og einhver réttindadella tengd þeim. Taldi að slík félagsfræði yrðu mikils metin innan fárra missera og þar sem fáir karlmenn væru með slíka menntun gæfi það Merði forskot í atvinnuumsóknum. Hann gæti jafnvel orðið prófessor við lagadeild út á landi, þar hafi ekki einu sinni þurft lögfræðipróf til að verða prófessor, félagsfræði dygði vel. Virðist jafnvel vera talið æskilegra að fastráðnir kennarar hefðu sem minnst komið nálægt lögfræði. Eftir meira en tuttugu ára fjarveru frá námi mætti Mörður því glaður í skólann í haust. Að vísu mætti Mörður strax fjandsamlegu augnaráði enda eini karlinn í tímunum. Hafði Mörður á tilfinningunni að hann væri aðskotadýr sem væri að auki hættulegt. Þá áttaði Mörður sig strax á því að þarna var ekki um nein kynjafræði að ræða heldur kvennafræði sem var skiljanlegt því allir kennarar voru konur sem og allir nemendur nema Mörður. Merði fannst hann vera kominn í leshring um pólitíska rétthugsun ekki ólíkum marxiska leshringnum sem hann var í á menntaskólaárunum fyrir meira en 30 árum síðan. Harðlífissvipurinn og reiðin skein úr hverju andliti. Það var allt körlum að kenna. Merði og hans líkum var kennt um átraskanir kvenna, útlitsdýrkun og aðra ímynd kvenna sem ekki var æskilegt. Mörður viðurkenndi að mjög feitar konur kveiktu ekki hjá honum losta en að hann gæti ekkert gert að því. Svona væri þetta bara. Merði varð á að halda því fram að fjölmiðlar sem fjölluðu um útlit kvenna og tískuheimurinn hefðu ekkert með venjulega karla að gera. Þessu væru öllu stýrt af konum

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.