Lögmannablaðið - 01.09.2005, Side 23
23L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð
37. NORRÆNA LÖGFRÆÐINGAÞINGIÐ var
haldið í Reykjavík dagana 18.-20. ágúst sl. Þátt-
takendur voru um 1.100, þar af tæplega 100 frá
Íslandi. Í grein þessari verður fjallað nokkuð um
framkvæmd þingsins en það var almennt kynnt til
sögunnar í síðasta tölublaði Lögmannablaðsins
frá því í júní.
Fjölbreytileg fræðileg dagskrá var í boði á
þinginu og voru fyrirlesarar og fundarstjórar ríf-
lega 70. Af Íslands hálfu fluttu fyrirlestra þau
Aðalheiður Jóhannsdóttir lektor, Berglind
Ásgeirsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri OECD,
Guðmundur Sigurðsson dósent, Jakob Möller hrl.,
Sif Konráðsdóttir hrl., Sigurður Líndal fyrrver-
andi prófessor og Valborg Snævarr hrl. Meðal
fundarstjóra voru Gunnlaugur Claessen hæstarétt-
ardómari, Jakob Möller hrl. og Viðar Már
Matthíasson prófessor. Auk þeirra voru meðal
fyrirlesara, fundarstjóra og þátttakenda á þinginu
margir af þekktustu lögfræðingum Norðurland-
anna, m.a. margir helstu fræðimenn Norðurland-
anna á sviði lögfræði, stór hluti af hæstaréttar-
dómurum Norðurlandanna (m.a. fjórir af fimm
forsetum Hæstarétta), umboðsmenn þjóðþinga,
ráðuneytisstjórar, ríkislögmenn, ríkissaksóknarar
og ríkislögreglustjórar.
Sameiginlegir fundir voru haldnir við upphaf
og lok þingsins. Að öðru leyti var fjallað um efni
þingsins í málstofum, en 4-5 slíkar voru haldnar
samhliða á hverjum tíma. Við setningu þingsins
37. norræna lögfræðingaþingið
í Reykjavík í ágúst 2005
Ármann Snævarr, heiðursfélagi Íslandsdeildarinnar,
á tali við þátttakendur á þinginu
flutti Sigurður Líndal, fyrrverandi prófessor, rétt-
arsögulegt erindi um lagahugtakið á miðöldum,
m.a. á Íslandi, og áhrif þess á þróun réttarins í
Evrópu í dag. Við lok þingsins voru pallborðsum-
ræður um stöðu og þýðingu norrænnar samvinnu
á sviði lögfræði. Meðal fjölmargra annarra
umræðuefna voru ýmis álitaefni sem tengjast
grundvallarréttindum einstaklinga, svo sem
hvernig standa megi vörð um þau í tengslum við
baráttuna gegn hryðjuverkum, hvort og hvernig
vernda eigi slík réttindi á vettvangi Evrópusam-
bandsins og hvort svigrúm löggjafans til lagasetn-
ingar sé orðið of takmarkað vegna slíkra réttinda.
Einnig var til að mynda fjallað um sönnunar-
vandamál sem upp koma þegar á reynir hvort ein-
staklingum hafi verið mismunað með ólögmætum
hætti, um vinnuréttarleg ágreiningsefni sem
tengjast alþjóðlegum verktökum, um meðferð
efnahagsbrota og refsingar fyrir þau, um stöðu
hugverkaréttarins í nútíma samfélagi, um ofbeldi
gegn konum, um norræna lagasamræmingu á
sviði sifjaréttar, um yfirlýsingar sem dómarar láta
falla um gildandi rétt utan dóma og um stöðu
þagnarréttar lögmanna. Nánari kynningu á efnum
þingsins má finna á heimasíðu þess, www.cong-
ress.is/njm2005. Á heimasíðunni hafa verið birtar
þær greinargerðir (referat) sem lágu til grund-
Formenn landsdeilda norrænu lögfræðinga-
þinganna