Lögmannablaðið - 01.09.2005, Page 24

Lögmannablaðið - 01.09.2005, Page 24
vallar umræðum á þinginu og sem birtust í fyrra hefti fundargerða þingsins. Seinna hefti fundar- gerðanna verður gefið út síðar á þessu ári en í því verða birt fyrirlestrar og umræður á þinginu. Margir dagskrárliðir voru á þinginu til viðbótar við hina fræðilegu dagskrá. Lögfræðingar gátu skráð bæði sig sjálfa og maka til þátttöku á þing- inu og boðið var upp á sérstaka dagskrá fyrir maka. Áður en þingið hófst, miðvikudaginn 17. ágúst, héldu landsdeildir norrænu lögfræðinga- þinganna sameiginlegan stjórnarfund, en í kjölfar hans var þeim boðið á Bessastaði í móttöku for- seta Íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar, og til kvöldverðar í Þjóðmenningarhúsinu í boði dómsmálaráðherra, Björns Bjarnasonar. Að kvöldi 17. ágúst var einnig haldið sérstakt boð fyrir unga þátttakendur á þinginu á Thorvaldsen Bar. Var þetta í fyrsta sinn sem slíkt boð var haldið í aðdraganda norræns lögfræðingaþings og þótti þetta frumkvæði stjórnar Íslandsdeildar þinganna takast mjög vel. Verður sams konar boð vonandi fastur liður á komandi þingum. Hefð er fyrir því að þjóðhöfðingi gestgjafa- landsins sé viðstaddur setningu þinganna og var forseti Íslands viðstaddur þegar þingið var sett 18. ágúst. Afhenti hann þar norrænu lögfræðinga- verðlaunin sem rannsóknastofnunin Institutet för rättsvetenskaplig forskning veitir til lögfræðings sem skarað hefur fram úr með framlagi til nor- rænnar lögfræði. Verðlaunasjóðurinn var stofn- aður af Knut og Alice Wallenbergs Stiftelse og nema verðlaunin 250 þúsund sænskum krónum auk heiðursskjals. Verðlaunin hafa verið veitt frá 1981 í tengslum við norræna lögfræðingaþingið og voru nú veitt í 8. sinn. Að þessu sinni hlaut verðlaunin Leif Sevón forseti Hæstaréttar Finn- lands. Einn Íslendingur hefur hlotið þessi verð- laun, Ármann Snævarr, fyrrverandi prófessor, háskólarektor og hæstaréttardómari. 24 3 / 2 0 0 5 Að kvöldi 18. ágúst var þátttakendum boðið í móttöku sem Reykjavíkurborg, í samstarfi við Valgerði Sverrisdóttur, samstarfsráðherra Norður- landa, hélt í Listasafni Reykjavíkur. Næsta kvöld var tæplega 300 erlendum þátttakendum boðið í heimboð til íslenskra lögfræðinga en öðrum erlendum þátttakendum var boðið í annars konar boð. Í þessum boðum gafst norrænum lögfræð- ingum sem þekkjast og/eða vinna á sams konar sviðum gott tækifæri til að hittast og kynnast. Þannig fóru til að mynda flestir fræðimenn í boð lagadeildar Háskólans í Reykjavík, flestir starfs- menn ráðuneyta í boð dómsmálaráðherra, flestir fjármála- og viðskiptalögfræðingar í boð KB banka og flestir starfsmenn umboðsmanna- embætta í boð á vegum Umboðsmanns Alþingis. Flestir dómarar (tæplega 250) fjölmenntu í boð sem var haldið í Félagsheimili Seltjarnarness, en flestir ungir lögfræðingar (fæddir 1969 og síðar) Þátttakendur við setn- ingu á þinginu minn- ast lögfræðinga á Norðurlöndunum sem hafa látist frá síðasta þingi Sigurður Líndal, fyrrverandi prófessor, flytur fyrirlestur við setningu þingsins. Greinarhöfundur: Ragnar Tómas Árnason, aðalritari þingsins, ávarpar þingið við setn- ingu þess

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.